Sökuðu hvort annað um framhjáhald Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2015 12:45 Hlaut konan tvö rifbeinsbrot, sár og mar á hægri olnboga, mar á vinstri öxl, utanverðu lægri og utanvert á hné. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en viðurkenndi að hafa ýtt við brotaþola þannig að hún hafi fallið á sófaborð og sófa. Vísir/Getty Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás á þáverandi sambýliskonu aðfaranótt sunnudagsins 1. september 2013. Árásin átti sér stað á heimili þeirra að loknum dansleik en þau sökuðu hvort annað um framhjáhald umrætt kvöld. Í ákæru er háttsemi mannsins lýst þannig að hann hafi slegið konuna hnefahöggi í andlitið, hent henni utan í svefnherbergisskáp, hrint henni svo að hún hafi fallið og lent með vinstri öxlina á kommóðu, tekið í hönd hennar og sparkað, klæddur skóm, í vinstra læri hennar, sparkað í hægri kálfa hennar og síðu, tekið hana hálstaki með báðum höndum og hent henni utan í vegg og ýtt með höndunum á bringu hennar þannig að hún féll aftur fyrir sig og lenti á glerborði. Hlaut konan tvö rifbeinsbrot, sár og mar á hægri olnboga, mar á vinstri öxl, utanverðu lægri og utanvert á hné. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en viðurkenndi að hafa ýtt við brotaþola þannig að hún hafi fallið á sófaborð og sófa.Ótrúverðugur vitnisburður mannsins Maðurinn og konan höfðu verið við drykkju yfir daginn og svo haldið saman á dansleik. Maðurinn sagðist hafa séð konu sína kyssa annan mann og því haldið heim á leið, sagst vera búinn að gefast upp á konunni, ætlað að flytja út og því byrjað að pakka niður í tösku. Konan sagðist hafa heyrt í gegnum þriðja aðila að maðurinn teldi sig halda framhjá sem væri ekki satt. Við heimkomu sakaði hún manninn um framhjáhald. Þá hafi maðurinn brugðist við með ofbeldi. Í dómnum segir að verknaðarlýsingin úr ákærunni samrýmist áverkavottorði sem fengið var hálfum sólarhring eftir árásina að frátöldu því að ekkert kom fram um að konan hefði kennt sér meins í hálsi eftir hálstak. Myndir af heimilinu sýndu að atburðarás sem maðurinn lýsti væri mjög ótrúverðug og að engu hafandi. Ekki styddi frásögn hans. Þá þótti vitnisburður vinkvenna konunnar og dóttur, sem komu á vettvang ásamt lögreglu að beiðni konunnar, auk framburðar konunnar og áverkavottorð telja lögfulla sönnun að maðurinn hefði veist að konunni. Maðurinn hefur ekki verið dæmdur áður og þótti fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, hæfilegur dómur. Konan fór fram á eina milljón króna í miskabætur en dómurinn ákvað að hálf milljón væri hæfileg upphærð.Dómurinn í heild sinni. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás á þáverandi sambýliskonu aðfaranótt sunnudagsins 1. september 2013. Árásin átti sér stað á heimili þeirra að loknum dansleik en þau sökuðu hvort annað um framhjáhald umrætt kvöld. Í ákæru er háttsemi mannsins lýst þannig að hann hafi slegið konuna hnefahöggi í andlitið, hent henni utan í svefnherbergisskáp, hrint henni svo að hún hafi fallið og lent með vinstri öxlina á kommóðu, tekið í hönd hennar og sparkað, klæddur skóm, í vinstra læri hennar, sparkað í hægri kálfa hennar og síðu, tekið hana hálstaki með báðum höndum og hent henni utan í vegg og ýtt með höndunum á bringu hennar þannig að hún féll aftur fyrir sig og lenti á glerborði. Hlaut konan tvö rifbeinsbrot, sár og mar á hægri olnboga, mar á vinstri öxl, utanverðu lægri og utanvert á hné. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi en viðurkenndi að hafa ýtt við brotaþola þannig að hún hafi fallið á sófaborð og sófa.Ótrúverðugur vitnisburður mannsins Maðurinn og konan höfðu verið við drykkju yfir daginn og svo haldið saman á dansleik. Maðurinn sagðist hafa séð konu sína kyssa annan mann og því haldið heim á leið, sagst vera búinn að gefast upp á konunni, ætlað að flytja út og því byrjað að pakka niður í tösku. Konan sagðist hafa heyrt í gegnum þriðja aðila að maðurinn teldi sig halda framhjá sem væri ekki satt. Við heimkomu sakaði hún manninn um framhjáhald. Þá hafi maðurinn brugðist við með ofbeldi. Í dómnum segir að verknaðarlýsingin úr ákærunni samrýmist áverkavottorði sem fengið var hálfum sólarhring eftir árásina að frátöldu því að ekkert kom fram um að konan hefði kennt sér meins í hálsi eftir hálstak. Myndir af heimilinu sýndu að atburðarás sem maðurinn lýsti væri mjög ótrúverðug og að engu hafandi. Ekki styddi frásögn hans. Þá þótti vitnisburður vinkvenna konunnar og dóttur, sem komu á vettvang ásamt lögreglu að beiðni konunnar, auk framburðar konunnar og áverkavottorð telja lögfulla sönnun að maðurinn hefði veist að konunni. Maðurinn hefur ekki verið dæmdur áður og þótti fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, hæfilegur dómur. Konan fór fram á eina milljón króna í miskabætur en dómurinn ákvað að hálf milljón væri hæfileg upphærð.Dómurinn í heild sinni.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira