Fá útrás fyrir búningablætið Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. júlí 2015 09:30 Guðni Finnsson er forsöngvari í fyrsta laginu sem hljómsveitin Mannakjöt sendir frá sér. „Þetta byrjaði þegar við vorum að fantasera með þetta í Eurovision-ferðinni í Köben í fyrra, þá kviknaði hugmyndin, að búa til eitthvert svona „gaymetalband“ og vera í flottum búningum. Þetta hefur verið að gerjast og er að verða að veruleika,“ segir Guðni Finnsson, meðlimur í nýrri hljómsveit sem ber titilinn Mannakjöt. Sveitin sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag en það heitir Þrumuský og er eftir Valgeir Magnússon, sem er betur þekktur sem Valli Sport, Pétur Guðmundsson og Örlyg Smára. Hlusta má á lagið í spilaranum hér að ofan.Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju, Óttarr Proppé úr Ham, Örlygur Smári, Sæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld, Valli Sport og Aron Baron skipa sveitina auk Guðna. „Við erum búnir að ákveða hvað menn ætla að gera í þessu fyrsta lagi en svo getur allt gerst. Það má eiginlega kalla þetta „boy band“,“ segir Guðni spurður út í hvaða meðlimur spili á hvað í hljómsveitinni. Tónlistarstefna sveitarinnar er blanda af glys-rokki og diskó-danstónlist, þar sem útkoman verður glys-diskó eða gay-metall. Í fyrsta laginu syngur Guðni forsöng en það er nýtt fyrir hann því hann er best þekktur fyrir að spila á bassa með sveitum á borð við Ensími, Dr. Spock og Pollapönk. „Þarna er gamall draumur að verða að veruleika. Ég man að fyrst þegar ég byrjaði í hljómsveit var ég ráðinn sem söngvari en á meðan menn voru að manna sig upp í að reka söngvarann sem var í bandinu var ég settur á bassann og hef verið þar síðan,“ segir Guðni og hlær. Menn eru því að feta nýjar slóðir í hljómsveitinni. „Þarna fá menn útrás fyrir sitt búningablæti því við verðum í svaka búningum. Það er verið að vinna í búningamálum og við verðum líklega boðaðir í mátun í vikunni.“ Mannakjöt er búið að bóka sínu fyrstu tónleika en þeir verða á Hinsegin dögum um næstu helgi og kemur sveitin þar fram ásamt Agent Fresco, Amabadama, Páli Óskari og Steed Lord. „Það er gífurlega mikil tilhlökkun í bandinu.“ Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Þetta byrjaði þegar við vorum að fantasera með þetta í Eurovision-ferðinni í Köben í fyrra, þá kviknaði hugmyndin, að búa til eitthvert svona „gaymetalband“ og vera í flottum búningum. Þetta hefur verið að gerjast og er að verða að veruleika,“ segir Guðni Finnsson, meðlimur í nýrri hljómsveit sem ber titilinn Mannakjöt. Sveitin sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag en það heitir Þrumuský og er eftir Valgeir Magnússon, sem er betur þekktur sem Valli Sport, Pétur Guðmundsson og Örlyg Smára. Hlusta má á lagið í spilaranum hér að ofan.Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju, Óttarr Proppé úr Ham, Örlygur Smári, Sæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld, Valli Sport og Aron Baron skipa sveitina auk Guðna. „Við erum búnir að ákveða hvað menn ætla að gera í þessu fyrsta lagi en svo getur allt gerst. Það má eiginlega kalla þetta „boy band“,“ segir Guðni spurður út í hvaða meðlimur spili á hvað í hljómsveitinni. Tónlistarstefna sveitarinnar er blanda af glys-rokki og diskó-danstónlist, þar sem útkoman verður glys-diskó eða gay-metall. Í fyrsta laginu syngur Guðni forsöng en það er nýtt fyrir hann því hann er best þekktur fyrir að spila á bassa með sveitum á borð við Ensími, Dr. Spock og Pollapönk. „Þarna er gamall draumur að verða að veruleika. Ég man að fyrst þegar ég byrjaði í hljómsveit var ég ráðinn sem söngvari en á meðan menn voru að manna sig upp í að reka söngvarann sem var í bandinu var ég settur á bassann og hef verið þar síðan,“ segir Guðni og hlær. Menn eru því að feta nýjar slóðir í hljómsveitinni. „Þarna fá menn útrás fyrir sitt búningablæti því við verðum í svaka búningum. Það er verið að vinna í búningamálum og við verðum líklega boðaðir í mátun í vikunni.“ Mannakjöt er búið að bóka sínu fyrstu tónleika en þeir verða á Hinsegin dögum um næstu helgi og kemur sveitin þar fram ásamt Agent Fresco, Amabadama, Páli Óskari og Steed Lord. „Það er gífurlega mikil tilhlökkun í bandinu.“
Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira