Meðal þeirra sem staðfest hefur verið að muni halda uppi stemningunni í Herjólfsdal má nefna FM Belfast, AmabAdamA, Páll Óskar, Ný Dönsk og heimamanninn Júníus Meyvant. Ljóst er að fleiri eiga eftir að bætast í hópinn og dagskráin verður glæsileg.
Líkt og áður segir hefst forsala miða á morgun inn á dalurinn.is. Fyrir þá sem geta ekki beðið lengur eftir hátíðinni fylgir myndband sem rifjar upp stemninguna frá því í fyrra.