Fótbolti

Króatar biðjast afsökunar á hakakrossi í vellinum

Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Svo virðist sem að einhverjir óprúttnir aðilar hafi náð að mynda hakakrossinn á vellinum sem Króatar og Ítalir léku í undankeppni EM í gær. Króatar hafa nú beðist afsökunar.

"Við viljum biðja alla sjónvarpsáhorfendur, leikmenn beggja liða og gesti okkar frá Ítalíu afsökunar á tákni nasista," var haft eftir Tomislav Pacak, blaðafulltrúa króatíska knattspyrnusambandsins.

"Samkvæmt okkar upplýsingum var táknið myndað 24 til 48 tímum fyrir leik. Þetta eru skemmdarverk og lögbrot. Við búumst við að lögreglan rannsaki málið og við höfum látið UEFA vita af gangi mála. Þetta er skömm. Ekki bara fyrir króatíska sambandið heldur einnig fyrir alla þjóðina," sagði Pacak ennfremur.

Engir áhorfendur voru á vellinum þar sem verið var að refsa Króötum fyrir hegðun stuðningsmenna þeirra í fyrri leik þessara liða í undankeppninni. Króötum var einnig refsað fyrir kynþáttaníð í leik Króatíu og Noregs sem leikinn var í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×