Innlent

Ekki verið tekin ákvörðun um hvort atvikið verði kært

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Komin aftur í rútínu Ólöf Þorbjörg er komin aftur í skólann og frístundastarf en notast ekki við ferðaþjónustu fatlaðra heldur keyra foreldrar hennar henni meðan unnið er að málinu.
Komin aftur í rútínu Ólöf Þorbjörg er komin aftur í skólann og frístundastarf en notast ekki við ferðaþjónustu fatlaðra heldur keyra foreldrar hennar henni meðan unnið er að málinu.
„Hún er svo vel gerð, þannig að hún tekur þessu mjög vel. Við settum hana strax í rútínu í skólann og Hitt húsið, henni líður best þannig,“ segir Dóra Eyland Pálsdóttir, móðir Ólafar Þorbjargar Pétursdóttir sem leitað var að á miðvikudag eftir að hafa gleymst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra.

Víðtæk leit var gerð að Ólöfu sem síðan fannst í bílnum fyrir utan hjá bílstjóranum en þá er talið að hún hafi verið í bílnum í allt að sjö klukkustundir. Ólöf notast ekki við ferðaþjónustu fatlaðra heldur ætla foreldrar hennar að skutla henni þar til vandamálin þar hafa verið leyst.

Dóra segir þau ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort atvikið verði kært. Lögreglan sé með það í rannsókn og muni þá líklega taka ákvörðun um hvort beri að kæra það. Dóra segist halda að atvikið, eins slæmt og það var, verði til þess að eitthvað verði gert í málefnum ferðaþjónustu fatlaðra. Forsvarsmenn Strætó hafa beðið fjölskylduna afsökunar á atvikinu og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri einnig.

Sérstök neyðarstjórn var sett yfir ferðaþjónustuna sem Stefán Eiríksson, sviðsstjóri Velferðarsviðs borgarinnar, stýrir.

Stefán segir í samtali við Fréttablaðið að stjórnin hafi tekið til starfa sama dag og hún var skipuð.

Unnið sé að lausnum en stjórnin hefur fjórar vikur til þess að vinna að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×