Enski boltinn

Hughes staðfestir viðræður við Shaqiri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Xherdan Shaqiri, leikmaður Inter Milan.
Xherdan Shaqiri, leikmaður Inter Milan. Vísir/Getty
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke, staðfesti að félagið væri í viðræðum við umboðsmann svissneska landsliðsmannsins Xherdan Shaqiri um félagsskipti frá Inter til Stoke en Shaqiri sást á leik liðsins gegn Liverpool í gær.

Shaqiri sem var um tíma einn efnilegasti leikmaður Evrópu hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá liðum undanfarin ár en hann gekk til liðs við ítalska stórveldið í upphafi ársins eftir misheppnaða dvöl hjá Bayern Munchen.

Yfirgaf hann þýsku meistaranna í von um það að fá fleiri mínútur hjá ítalska félaginu en honum tókst ekki að slá í gegn á fyrstu sex mánuðum sínum hjá félaginu.

Stoke gerði tilboð fyrr í sumar í leikmanninn en samningaviðræður tókust ekki og féllu félagsskiptin því frá en nú virðist sem viðræður séu hafnar á ný. Shaqiri var myndaður á Britianna-vellinum í 0-1 tapi gegn Liverpool í gær og staðfesti Hughes eftir leik að viðræður væru í gangi.

„Við erum búnir að eyða sumrinu að reyna að bæta við gæða leikmönnum við liðið, vonandi getum við komist að samkomulagi en það er erfitt að segja áður en leikmennirnir sitja fyrir myndum með treyjur eftir undirskrift. Þessar viðræður eru oft erfiðar en við erum bjartsýnir á að klára þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×