Enski boltinn

Barton að ganga til liðs við West Ham

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Joey Barton í leik með QPR í vor.
Joey Barton í leik með QPR í vor. Vísir/Getty
Enskir miðlar greindu frá því í dag að Joey Barton, enski miðjumaðurinn, væri á leið í læknisskoðun hjá West Ham en hann er samningslaus eftir að QPR ákvað ekki að framlengja samningi hans í vor.

Barton sem er 32 árs gamall hefur verið á mála hjá QPR undanfarin fjögur ár en hann eyddi einu tímabili á láni hjá Marseille í frönsku úrvalsdeildinni.  Þar áður var hann á mála hjá Newcastle í fjögur ár eftir fimm ár hjá Manchester City.

Barton sem á einn leik að baki fyrir landslið Englands í æfingarleik gegn Spáni er skrautlegur karakter og hefur ratað á forsíður fjölmiðla fyrir skapofsa sinn oftar en einu sinni.

Var hann dæmdur í fimm leikja bann fyrir að gefa Carlos Tevez olnbogaskot í leik Manchester City og QPR en á leiðinni af vellinum sparkaði hann í Sergio Agüero og reyndi að skalla Vincent Kompany.

Gangi hann til liðs við Hamrana verður hann tíundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við félagið í sumar en West Ham hóf tímabilið á óvæntum sigri á Arsenal á Emirates-vellinum um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×