Snjókoma var víða á suðvestanverðu landinu í nótt og í morgunsárið var til dæmis þæfingsfærð á höfuðborgarsvæðinu, þótt hvergi væri ófært.
Snjóruðningstæki hófu mokstur undir morgun á öllum helstu umferðaræðum og strætisvagnaleiðum, en hliðargötur verða ekki hreinsaðar.
Áður en snjórinn tók að falla hafði víða myndast ísing þannig að akstursskilyrði eru víða viðsjárverð. Mikilvægt er að hreinsa vel rúður og ljós á bílum áður en haldið er af stað við þessar aðstæður.
Snjókoma í borginni

Tengdar fréttir

Jólalegt í Reykjavík: Snjódýpt 21 sentímetri í morgun
Nær samfelld él í höfuðborginni í nótt.

Ellefu ára mokar snjó í götunni: Er til betri nágranni á Íslandi?
Kári Pálsson mokar snjó fyrir grannana og hlustar á FM 957.