Annasamt ár hjá Of Monsters And Men Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. desember 2015 10:00 Of Monsters and Men leikur hér á Austin City Limits Music Festival í október. mynd/Shane Timm Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur haft í nógu að snúast á árinu en sveitin hefur komið víða við á tónleikaferð sinni. Fréttablaðið ákvað að fara yfir árið hjá hljómsveitinni og má með sanni segja að árið sé það stærsta í sögu hennar. Óteljandi tónleikar um heim allan, framkoma í vinsælum sjónvarpsþáttum og tilnefning til Grammy-verðlauna er á meðal þess sem stendur upp úr á árinu hjá OMAM. Þetta viðburðaríkt ár hófst með útgáfu plötunnar Beneath the Skin í júní, platan er jafnframt önnur breiðskífa sveitarinnar. Platan fór sigurför á topplistum víða um heim og fór meðal annars í 1. sæti á iTunes og í 3. sæti á Billboard-listanum í júní. Of Monsters and Men eftir tónleika sína í hinni víðfrægu Brixton Academy tónleikahöll.mynd/Shane Timm Tónlist OMAM í sjónvarpi Sveitin var iðin við að spila í sjónvarpi og kom fram í sumum af stærstu sjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. Tónlist sveitarinnar hefur einnig ratað á hvíta tjaldið á árinu en hún átti lag í stiklu fyrir teiknimyndina The Good Dinosaur og einnig í stiklu fyrir þættina Jessica Jones og Supergirl. Þá kemur sveitin einnig fram í sjöttu seríunni af Game of Thrones. Hér að neðan eru nokkur nöfn á þáttum þar sem sveitin hefur átt tónlist í.The Tonight Show with Jimmy FallonGood Morning AmericaThe Ellen Degeneres ShowThe Good DinosaurJessica JonesSupergirlOMAM spilaði á tónleikum í löndum á borð við Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Japan, Bretland, Ísland og fleiri lönd í Evrópu.Of Monsters and Men er hér á sviðinu í The Forum í desember í Los Angele.mynd/gettyÞrennir uppseldir tónleikar í New York OMAM hefur verið á tónleikaferð um heim allan undanfarna átta mánuði. Af þeim óteljandi tónleikum sem sveitin hefur leikið á standa nokkrir upp úr. Þrennir uppseldir tónleikar í New York eru meðal þeirra sem standa upp úr, tvennir í Beacon Theatres og í Kings Theatre. Einnig tónleikar í The Greek Theatres í Los Angeles og San Francisco, ásamt öllum uppseldu tónleikunum í Bretlandi þar af tvennum í hinni víðfrægu Brixton Academy tónleikahöll. Þá kom OMAM fram á nokkrum af helstu tónlistarhátíðum heimsins og má þar nefna Lollapalooza, Sasquatch, Austin City Limits Festival, Squamish og Splendor in the Grass. Það getur verið heldur erfitt að slumpa á þá tölu hve margir einstaklingar hafi séð sveitina á tónleikum á árinu. Það eru allavega mörg þúsund manns. Það var uppselt á flesta tónleikana þar sem OMAM var aðalnúmerið, á tónleikastöðum sem tóku um fimm til tíu þúsund. Hún kom meðal annars fram á tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu í ágúst. OMAM var einnig aðalnúmerið í mörgum útvarpsþáttum og spilaði á fjölmörgum tónlistarhátíðum þar sem þúsundir gesta sáu sveitina.Grammy-tilnefning Hljómsveitin hlaut á dögunum tilnefningu til Grammy-verðlaunanna í flokki umbúðahönnunar á viðhafnarútgáfum fyrir Beneath the Skin en Leif Podhasky var listrænn stjórnandi verksins og hannaði og vann verkið. Árið 2016 lítur vel út fyrir íslensku sveitina en hún heimsækir meðal annars Suður-Afríku, Suður Ameríku, Ástralíu, Suðaustur-Asíu og fleiri staði á næsta ári, ásamt fleiri stöðum sem hafa ekki verið tilkynntir.Heima um jólin Meðlimir sveitarinnar eru nú komnir heim til Íslands og fá þau verðskuldað frí um hátíðarnar enda hafa þetta hafa verið langir átta mánuðir af nánast pásulausu tónleikahaldi. Að lokum vildi Fréttablaðið skyggnast á bak við tjöldin og athuga hvað meðlimir OMAM snæddu á aðfangadagskvöld.Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson borðuðu hamborgarhrygg.Kristján Páll Kristjánsson snæddi hreindýr.Ragnar Þórhallsson fékk sér hnetusteik.Arnar Rósenkranz Hilmarsson borðaði kalkúnabringu og rjúpu. Game of Thrones Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur haft í nógu að snúast á árinu en sveitin hefur komið víða við á tónleikaferð sinni. Fréttablaðið ákvað að fara yfir árið hjá hljómsveitinni og má með sanni segja að árið sé það stærsta í sögu hennar. Óteljandi tónleikar um heim allan, framkoma í vinsælum sjónvarpsþáttum og tilnefning til Grammy-verðlauna er á meðal þess sem stendur upp úr á árinu hjá OMAM. Þetta viðburðaríkt ár hófst með útgáfu plötunnar Beneath the Skin í júní, platan er jafnframt önnur breiðskífa sveitarinnar. Platan fór sigurför á topplistum víða um heim og fór meðal annars í 1. sæti á iTunes og í 3. sæti á Billboard-listanum í júní. Of Monsters and Men eftir tónleika sína í hinni víðfrægu Brixton Academy tónleikahöll.mynd/Shane Timm Tónlist OMAM í sjónvarpi Sveitin var iðin við að spila í sjónvarpi og kom fram í sumum af stærstu sjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. Tónlist sveitarinnar hefur einnig ratað á hvíta tjaldið á árinu en hún átti lag í stiklu fyrir teiknimyndina The Good Dinosaur og einnig í stiklu fyrir þættina Jessica Jones og Supergirl. Þá kemur sveitin einnig fram í sjöttu seríunni af Game of Thrones. Hér að neðan eru nokkur nöfn á þáttum þar sem sveitin hefur átt tónlist í.The Tonight Show with Jimmy FallonGood Morning AmericaThe Ellen Degeneres ShowThe Good DinosaurJessica JonesSupergirlOMAM spilaði á tónleikum í löndum á borð við Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Japan, Bretland, Ísland og fleiri lönd í Evrópu.Of Monsters and Men er hér á sviðinu í The Forum í desember í Los Angele.mynd/gettyÞrennir uppseldir tónleikar í New York OMAM hefur verið á tónleikaferð um heim allan undanfarna átta mánuði. Af þeim óteljandi tónleikum sem sveitin hefur leikið á standa nokkrir upp úr. Þrennir uppseldir tónleikar í New York eru meðal þeirra sem standa upp úr, tvennir í Beacon Theatres og í Kings Theatre. Einnig tónleikar í The Greek Theatres í Los Angeles og San Francisco, ásamt öllum uppseldu tónleikunum í Bretlandi þar af tvennum í hinni víðfrægu Brixton Academy tónleikahöll. Þá kom OMAM fram á nokkrum af helstu tónlistarhátíðum heimsins og má þar nefna Lollapalooza, Sasquatch, Austin City Limits Festival, Squamish og Splendor in the Grass. Það getur verið heldur erfitt að slumpa á þá tölu hve margir einstaklingar hafi séð sveitina á tónleikum á árinu. Það eru allavega mörg þúsund manns. Það var uppselt á flesta tónleikana þar sem OMAM var aðalnúmerið, á tónleikastöðum sem tóku um fimm til tíu þúsund. Hún kom meðal annars fram á tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu í ágúst. OMAM var einnig aðalnúmerið í mörgum útvarpsþáttum og spilaði á fjölmörgum tónlistarhátíðum þar sem þúsundir gesta sáu sveitina.Grammy-tilnefning Hljómsveitin hlaut á dögunum tilnefningu til Grammy-verðlaunanna í flokki umbúðahönnunar á viðhafnarútgáfum fyrir Beneath the Skin en Leif Podhasky var listrænn stjórnandi verksins og hannaði og vann verkið. Árið 2016 lítur vel út fyrir íslensku sveitina en hún heimsækir meðal annars Suður-Afríku, Suður Ameríku, Ástralíu, Suðaustur-Asíu og fleiri staði á næsta ári, ásamt fleiri stöðum sem hafa ekki verið tilkynntir.Heima um jólin Meðlimir sveitarinnar eru nú komnir heim til Íslands og fá þau verðskuldað frí um hátíðarnar enda hafa þetta hafa verið langir átta mánuðir af nánast pásulausu tónleikahaldi. Að lokum vildi Fréttablaðið skyggnast á bak við tjöldin og athuga hvað meðlimir OMAM snæddu á aðfangadagskvöld.Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson borðuðu hamborgarhrygg.Kristján Páll Kristjánsson snæddi hreindýr.Ragnar Þórhallsson fékk sér hnetusteik.Arnar Rósenkranz Hilmarsson borðaði kalkúnabringu og rjúpu.
Game of Thrones Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira