Hafþór Júlíus Björnsson vann í dag aflraunamótið Giants Live Sweden en mótið er liður í undankeppninni fyrir keppnina um sterkasta mann í heimi. Sú keppni fer fram í Leeds á Englandi næsta sumar.
Hafþór lét sér ekki nægja að sigra keppnina heldur bætti hann einnig eigið heimsmet í bjórkútakasti. Í greininni þurfa keppendur að henda fimmtán kílógramma bjórkút aftur fyrir sig yfir rá.
Kúturinn hjá Hafþóri fór yfir 7,05 metra og það er ekki orðum aukið að segja að „Fjallið“ hafi hoppað af gleði. Hafþór Júlíus á einnig heimsmetið í svipaðri grein þar sem 25 kg lóð er kastað í stað bjórkútsins en þeim grip fleygði hann yfir 5,88 metra.
Myndband af heimsmetinu má sjá hér að neðan.
Hafþór Júlíus setti nýtt heimsmet í bjórkútakasti | Myndband

Tengdar fréttir

Fjallið tapar í sjómann | Myndband
Hafþór Júlíus Björnsson tapaði fyrir tvöföldum heimsmeistara sem er tvöfalt léttari en stóri maðurinn.

Fjallið og Conor tókust á | Myndband
Bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor fengu góðan gest í vikunni þegar kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, kíkti á þá félaga í Dublin þar sem þeir eru við æfingar.

Sló heimsmet Hafþórs Júlíusar í þvottavélakasti | Myndbönd
Bandaríkjamaður tók eitt heimsmet af Hafþóri Júlíusi Björnssyni á hafnaboltaleik á dögunum.