Enski boltinn

Cleverley í læknisskoðun hjá Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tom Cleverley.
Tom Cleverley. Vísir/Getty
Samkvæmt fréttavef Sky Sports gekkst Tom Cleverley undir læknisskoðun hjá Everton en samningur leikmannsins við Manchester United rennur út í sumar.

Cleverley var í láni hjá Aston Villa í vetur og spilaði með liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal um liðna helgi.

Hann hafði rætt við forráðamenn Villa um að semja við félagið en enskir fjölmiðlar greina frá því að fimm ára samningur við Everton mun liggja á borðinu.

Cleverley er 25 ára gamall og skoraði þrjú mörk í 55 leikjum með United og þrjú mörk í 30 leikjum með Aston Villa. Hann hefur verið á mála hjá United síðan hann var ellefu ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×