Enski boltinn

Rooney: Voru bara við vinirnir að grínast

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney liggur "rotaður" á vellinum.
Rooney liggur "rotaður" á vellinum. vísir/getty
Wayne Rooney, framherji Manchester United, hefur tjáð sig um myndbandið sem lak af honum á internetið í dag. Þar sést Rooney í slagsmálum við Phil Bardsley, leikmann Stoke.

Myndbandið lak á netið í dag, en Bardsley og Rooney sjást þar í slagsmálum í heimahúsi. Rooney var ekkert mikið að stressa sig á þessu í viðtali eftir leikinn.

„Þetta er heimurinn sem við lifum í í dag. Við vorum nokkrir félagar í einkahúsi og einhvern veginn hefur þetta ratað á forsíðu blaðanna," sagði Rooney eftir leikinn.

„Því miður fór þetta á forsíðu blaðanna, svo ég verð að sætta mig við það. Þetta voru samt sem áður bara ég og vinir mínir að grínast."

„Ég hef verið að einbeita mér að leiknum og þetta er áhugaverðara fyrir aðra heldur en mig. Ég held þú getur séð að ég gerði mína vinnu í dag. Kom í leikinn og hjálpaði okkur að vinna 3-0," sagði enski landsliðsfyrirliðinn að lokum.

Rooney skoraði þriðja mark United í leiknum, en hann spilaði afar vel.


Tengdar fréttir

Bardsley kýldi Rooney í jörðina | Myndband

Afar athyglisvert myndband lak á veraldarvefinn í dag, en þar sjást Wayne Rooney, framherji Manchester United og Phil Bardsley, varnarmaður Stoke, vera að berjast í heimahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×