Bandaríska söngkonan Kelis tróð upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gær. Eftir tónleikana „trítaði“ hún sig og fékk sér hamborga frá Hamborgarfabrikkunni.
„Við erum með ríkistýpuna í bílnum, Fabrikkuborgari eins og hann kemur af kúnni með Fabrikkusósu og bræddum osti,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, annar eigandi Hamborgarafabrikkunnar, aðspurður hvernig borgara söngkonan fékk sér.
„Hún var að fá ferkantaðan hamborgara í fyrsta skipti. Það fór um hana þegar hún sá lögunina á borgaranum og átti ekki til orð yfir hana en henni fannst bragðið frábært og var bara mjög sátt,“ segir Jói og bætir við að það sé nauðsynlegt að fá sér borgara eftir velheppnað gigg. Það er ljóst að Kelis er með það grunvallaratriði á hreinu.
