Innlent

Illugi birtir skattframtal

Samúel Karl Ólason skrifar
Illugi Gunnarsson.
Illugi Gunnarsson. Vísir/GVA
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, segist ekki hafa fengið nokkurs konar greiðslur frá OG Captial árið 2012. Því til sönnunar birti hann upplýsingar úr skattaframtali hans og konur sinnar á Facebook í kvöld.

Tilefni birtingar Illuga er frétt sem birtist á Stundinni í dag, þar sem haldið er fram að fyrirtækið OG Capital ehf, sem var í eigu Illuga, hafi fengið 1,2 milljónir króna frá Orku Energy árið 2012 í verktakagreiðslu en ekki launagreiðslu.

„Engar launagreiðslur, arðgreiðslur eða aðrar greiðslur eru til mín eða konu minnar frá fyrirtækinu OG Capital á árinu 2012 eða á árinu 2013. Á árinu 2013 fór félagið úr minni eigu,“ segir Illugi á Facebook.

Umræða um tengsl Illuga við Hauk Harðarson, stjórnarformann Orku Energy, hefur verið hávær eftir að Illugi sagði frá því í apríl að Haukur hefði keypt íbúð þeirra hjóna og leigði þeim hana nú. Illugi vann fyrir fyrirtækið á meðan hann var í leyfi frá störfum sínum á Alþingi árið 2010 og 2011.

Illugi fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga.

„Það er ekkert launungarmál og ég skráði það á hagsmunaskráningu í þinginu að þegar ég var utan þings þá vann ég hjá þessu fyrirtæki. En að líta svo á að húsaleiga sé þannig fjárhagsleg skuldbinding að mönnum verði vart sjálfrátt í sínum störfum sökum hagsmunatengsla tel ég fráleitt,“ sagði Illugi í föstudagsviðtalinu við Fréttablaðið fyrir helgi.Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...

Posted by Illugi Gunnarsson on Wednesday, October 14, 2015

Tengdar fréttir

Launaseðill Illuga frá Orku Energy birtur

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fékk 5,6 milljónir króna í laun frá Orku Energy í febrúar 2012. Tæplega 2.950.000 kr. voru vegna fyrirframgreiddra launa. Um var að ræða uppgjör vegna launa á árinu 2011, að sögn Illuga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.