Óþarft að hækka vástig Fanney Biarna Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2015 07:00 Vangaveltur þingmannsins hafa vakið hörð viðbrögð meðal samflokksmanna hans. Fréttablaðið/Vilhelm „Hefur bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima?“ spurði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni á mánudagskvöld. Viðbrögð við þessari færslu létu ekki á sér standa og ljóst að skoðun hans á lítið sem ekkert upp á pallborðið hjá þeim kjörnu fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem tjáðu sig um málið í gær. Ásmundur velti því fyrir sér í þessu samhengi hvort Íslendingar væru óhultir hér á landi. „Hefur innanríkisráðuneytið eða lögreglan gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir slíkum árásum?“ spurði Ásmundur ennfremur. Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir að hættustig hér á landi vegna hryðjuverkaógnar sé metið lágt. „Ekki hefur verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi vegna þessara hryðjuverka í París,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeildin vinnur stefnumiðaða greiningu varðandi ógn af hryðjuverkum til lengri tíma. Í skýrslu um mat ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum, sem gefin var út árið 2013, segir að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar af neinu tagi um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaaðgerðir gegn skotmörkum eða viðburðum hérlendis. Þó er tekið fram að lögreglan búi ekki yfir sambærilegum forvirkum rannsóknarheimildum innan þessa málaflokks og tíðkast á Norðurlöndunum. Þannig séu möguleikar lögreglunnar til að fyrirbyggja hryðjuverk ekki þeir sömu og þar. Þessu fylgir að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk. Óvissuþátturinn sé því meiri hér en annars staðar. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
„Hefur bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima?“ spurði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni á mánudagskvöld. Viðbrögð við þessari færslu létu ekki á sér standa og ljóst að skoðun hans á lítið sem ekkert upp á pallborðið hjá þeim kjörnu fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem tjáðu sig um málið í gær. Ásmundur velti því fyrir sér í þessu samhengi hvort Íslendingar væru óhultir hér á landi. „Hefur innanríkisráðuneytið eða lögreglan gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir slíkum árásum?“ spurði Ásmundur ennfremur. Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir að hættustig hér á landi vegna hryðjuverkaógnar sé metið lágt. „Ekki hefur verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi vegna þessara hryðjuverka í París,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeildin vinnur stefnumiðaða greiningu varðandi ógn af hryðjuverkum til lengri tíma. Í skýrslu um mat ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum, sem gefin var út árið 2013, segir að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar af neinu tagi um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaaðgerðir gegn skotmörkum eða viðburðum hérlendis. Þó er tekið fram að lögreglan búi ekki yfir sambærilegum forvirkum rannsóknarheimildum innan þessa málaflokks og tíðkast á Norðurlöndunum. Þannig séu möguleikar lögreglunnar til að fyrirbyggja hryðjuverk ekki þeir sömu og þar. Þessu fylgir að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk. Óvissuþátturinn sé því meiri hér en annars staðar.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira