Finnur fyrir því að fólk hugsi „helvítis útlendingur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2015 09:30 "Ég er einhver ókunnug ógn,“ segir Miriam. „Þau hræðast mig. Ég veit ekki hvers vegna samt. Ég er voðalega ljúf og góð. Og við erum það flest.“ Þetta skrifar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, 24 ára kona sem ættuð er frá Egyptalandi. Faðir hennar er egypskur en Miriam er fædd og uppalin á Íslandi. Föðurfjölskylda hennar er öll múslimar. Hún segist finna fyrir fordómum og óttast umræðuna sem sprottið hefur upp að undanförnu. Tjáningarfrelsi sé öllum nauðsynlegt en að umræðan hafi sýnt sitt ógnvænlega höfuð og sé nú komin í hámæli. Hún hefur áhyggjur af því að umræðan muni fara stigvaxandi og birti því pistil á Facebook-síðu sinni í gærkvöld sem vakið hefur mikla athygli. „Hatur og tortryggni eykur ekki öryggi okkar. Hatur og tortryggni verður þess valdur að ákveðnir hópar fólks útilokast og á meðan þeir finna fyrir hatri og tortryggni í sinn garð sprettur upp mót-hatur. „Hvers vegna hata þau mig? Ég hata þau þá bara á móti". Ég hljóma kannski eins og einhver trjáfaðmandi hippi hérna en mér finnst þetta svo einfalt,“ skrifar Miriam.Ókunnug ógn Hún segist finna fyrir því að fólk líti á sig og hugsi „helvítis útlendingur“, jafnvel þó það sjái ekki nema einungis nafnið hennar. Strax fái hún þann dóm að hún sé að skemma íslensk gildi. „Ég er einhver ókunnug ógn“. Hennar íslensku gildi séu þó ósköp venjuleg. Menningarforvitni, umburðarlyndi, ást á þeim sem henni þykir vænt um og ást á sinni menningu – íslenskri og egypskri. „En allt í einu ógnar uppruni minn og DNA samsetning einhverjum gildum sem ég í sannleika sagt veit ekki lengur hver eru,“ segir hún og bætir við að hún óttist þessar skoðanir. Hún finni fyrir samhug en að mikilvægt sé að fólk standi með sér og láti í sér heyra. Láti hinn háværa minnihluta ekki ná tökum á umræðunni, sem þó verði alltaf til staðar.Skoðanirnar hræða „Ykkur gremjast sennilega skoðanir þessa fólks alveg jafn mikið og mér - og þið viljið væntanlega ekkert með þær hafa. Þess vegna bið ég ykkur um að þegja ekki. Því þessar skoðanir, þær hræða mig. Þær hræða mig af því að ég veit að einhvers staðar þarna úti leynist fólk sem í fáfræði sinni hatar mig. Í þeirra augum er ég ógn. Og þegar hrætt fólk, þegar fáfrótt fólk, sameinast og magnar upp hatrið sem það ber í brjósti sér, þá fara hræðilegir hlutir að gerast… (eins og við sáum í París).“ Pistil Miriamar má sjá í heild hér fyrir neðan. Innlegg frá Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Þau hræðast mig. Ég veit ekki hvers vegna samt. Ég er voðalega ljúf og góð. Og við erum það flest.“ Þetta skrifar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, 24 ára kona sem ættuð er frá Egyptalandi. Faðir hennar er egypskur en Miriam er fædd og uppalin á Íslandi. Föðurfjölskylda hennar er öll múslimar. Hún segist finna fyrir fordómum og óttast umræðuna sem sprottið hefur upp að undanförnu. Tjáningarfrelsi sé öllum nauðsynlegt en að umræðan hafi sýnt sitt ógnvænlega höfuð og sé nú komin í hámæli. Hún hefur áhyggjur af því að umræðan muni fara stigvaxandi og birti því pistil á Facebook-síðu sinni í gærkvöld sem vakið hefur mikla athygli. „Hatur og tortryggni eykur ekki öryggi okkar. Hatur og tortryggni verður þess valdur að ákveðnir hópar fólks útilokast og á meðan þeir finna fyrir hatri og tortryggni í sinn garð sprettur upp mót-hatur. „Hvers vegna hata þau mig? Ég hata þau þá bara á móti". Ég hljóma kannski eins og einhver trjáfaðmandi hippi hérna en mér finnst þetta svo einfalt,“ skrifar Miriam.Ókunnug ógn Hún segist finna fyrir því að fólk líti á sig og hugsi „helvítis útlendingur“, jafnvel þó það sjái ekki nema einungis nafnið hennar. Strax fái hún þann dóm að hún sé að skemma íslensk gildi. „Ég er einhver ókunnug ógn“. Hennar íslensku gildi séu þó ósköp venjuleg. Menningarforvitni, umburðarlyndi, ást á þeim sem henni þykir vænt um og ást á sinni menningu – íslenskri og egypskri. „En allt í einu ógnar uppruni minn og DNA samsetning einhverjum gildum sem ég í sannleika sagt veit ekki lengur hver eru,“ segir hún og bætir við að hún óttist þessar skoðanir. Hún finni fyrir samhug en að mikilvægt sé að fólk standi með sér og láti í sér heyra. Láti hinn háværa minnihluta ekki ná tökum á umræðunni, sem þó verði alltaf til staðar.Skoðanirnar hræða „Ykkur gremjast sennilega skoðanir þessa fólks alveg jafn mikið og mér - og þið viljið væntanlega ekkert með þær hafa. Þess vegna bið ég ykkur um að þegja ekki. Því þessar skoðanir, þær hræða mig. Þær hræða mig af því að ég veit að einhvers staðar þarna úti leynist fólk sem í fáfræði sinni hatar mig. Í þeirra augum er ég ógn. Og þegar hrætt fólk, þegar fáfrótt fólk, sameinast og magnar upp hatrið sem það ber í brjósti sér, þá fara hræðilegir hlutir að gerast… (eins og við sáum í París).“ Pistil Miriamar má sjá í heild hér fyrir neðan. Innlegg frá Miriam Petra Ómarsdóttir Awad.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira