Finnur fyrir því að fólk hugsi „helvítis útlendingur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2015 09:30 "Ég er einhver ókunnug ógn,“ segir Miriam. „Þau hræðast mig. Ég veit ekki hvers vegna samt. Ég er voðalega ljúf og góð. Og við erum það flest.“ Þetta skrifar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, 24 ára kona sem ættuð er frá Egyptalandi. Faðir hennar er egypskur en Miriam er fædd og uppalin á Íslandi. Föðurfjölskylda hennar er öll múslimar. Hún segist finna fyrir fordómum og óttast umræðuna sem sprottið hefur upp að undanförnu. Tjáningarfrelsi sé öllum nauðsynlegt en að umræðan hafi sýnt sitt ógnvænlega höfuð og sé nú komin í hámæli. Hún hefur áhyggjur af því að umræðan muni fara stigvaxandi og birti því pistil á Facebook-síðu sinni í gærkvöld sem vakið hefur mikla athygli. „Hatur og tortryggni eykur ekki öryggi okkar. Hatur og tortryggni verður þess valdur að ákveðnir hópar fólks útilokast og á meðan þeir finna fyrir hatri og tortryggni í sinn garð sprettur upp mót-hatur. „Hvers vegna hata þau mig? Ég hata þau þá bara á móti". Ég hljóma kannski eins og einhver trjáfaðmandi hippi hérna en mér finnst þetta svo einfalt,“ skrifar Miriam.Ókunnug ógn Hún segist finna fyrir því að fólk líti á sig og hugsi „helvítis útlendingur“, jafnvel þó það sjái ekki nema einungis nafnið hennar. Strax fái hún þann dóm að hún sé að skemma íslensk gildi. „Ég er einhver ókunnug ógn“. Hennar íslensku gildi séu þó ósköp venjuleg. Menningarforvitni, umburðarlyndi, ást á þeim sem henni þykir vænt um og ást á sinni menningu – íslenskri og egypskri. „En allt í einu ógnar uppruni minn og DNA samsetning einhverjum gildum sem ég í sannleika sagt veit ekki lengur hver eru,“ segir hún og bætir við að hún óttist þessar skoðanir. Hún finni fyrir samhug en að mikilvægt sé að fólk standi með sér og láti í sér heyra. Láti hinn háværa minnihluta ekki ná tökum á umræðunni, sem þó verði alltaf til staðar.Skoðanirnar hræða „Ykkur gremjast sennilega skoðanir þessa fólks alveg jafn mikið og mér - og þið viljið væntanlega ekkert með þær hafa. Þess vegna bið ég ykkur um að þegja ekki. Því þessar skoðanir, þær hræða mig. Þær hræða mig af því að ég veit að einhvers staðar þarna úti leynist fólk sem í fáfræði sinni hatar mig. Í þeirra augum er ég ógn. Og þegar hrætt fólk, þegar fáfrótt fólk, sameinast og magnar upp hatrið sem það ber í brjósti sér, þá fara hræðilegir hlutir að gerast… (eins og við sáum í París).“ Pistil Miriamar má sjá í heild hér fyrir neðan. Innlegg frá Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
„Þau hræðast mig. Ég veit ekki hvers vegna samt. Ég er voðalega ljúf og góð. Og við erum það flest.“ Þetta skrifar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, 24 ára kona sem ættuð er frá Egyptalandi. Faðir hennar er egypskur en Miriam er fædd og uppalin á Íslandi. Föðurfjölskylda hennar er öll múslimar. Hún segist finna fyrir fordómum og óttast umræðuna sem sprottið hefur upp að undanförnu. Tjáningarfrelsi sé öllum nauðsynlegt en að umræðan hafi sýnt sitt ógnvænlega höfuð og sé nú komin í hámæli. Hún hefur áhyggjur af því að umræðan muni fara stigvaxandi og birti því pistil á Facebook-síðu sinni í gærkvöld sem vakið hefur mikla athygli. „Hatur og tortryggni eykur ekki öryggi okkar. Hatur og tortryggni verður þess valdur að ákveðnir hópar fólks útilokast og á meðan þeir finna fyrir hatri og tortryggni í sinn garð sprettur upp mót-hatur. „Hvers vegna hata þau mig? Ég hata þau þá bara á móti". Ég hljóma kannski eins og einhver trjáfaðmandi hippi hérna en mér finnst þetta svo einfalt,“ skrifar Miriam.Ókunnug ógn Hún segist finna fyrir því að fólk líti á sig og hugsi „helvítis útlendingur“, jafnvel þó það sjái ekki nema einungis nafnið hennar. Strax fái hún þann dóm að hún sé að skemma íslensk gildi. „Ég er einhver ókunnug ógn“. Hennar íslensku gildi séu þó ósköp venjuleg. Menningarforvitni, umburðarlyndi, ást á þeim sem henni þykir vænt um og ást á sinni menningu – íslenskri og egypskri. „En allt í einu ógnar uppruni minn og DNA samsetning einhverjum gildum sem ég í sannleika sagt veit ekki lengur hver eru,“ segir hún og bætir við að hún óttist þessar skoðanir. Hún finni fyrir samhug en að mikilvægt sé að fólk standi með sér og láti í sér heyra. Láti hinn háværa minnihluta ekki ná tökum á umræðunni, sem þó verði alltaf til staðar.Skoðanirnar hræða „Ykkur gremjast sennilega skoðanir þessa fólks alveg jafn mikið og mér - og þið viljið væntanlega ekkert með þær hafa. Þess vegna bið ég ykkur um að þegja ekki. Því þessar skoðanir, þær hræða mig. Þær hræða mig af því að ég veit að einhvers staðar þarna úti leynist fólk sem í fáfræði sinni hatar mig. Í þeirra augum er ég ógn. Og þegar hrætt fólk, þegar fáfrótt fólk, sameinast og magnar upp hatrið sem það ber í brjósti sér, þá fara hræðilegir hlutir að gerast… (eins og við sáum í París).“ Pistil Miriamar má sjá í heild hér fyrir neðan. Innlegg frá Miriam Petra Ómarsdóttir Awad.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira