Hjúkrunarfræðingar munu ekki taka á sig auknar skyldur Hjörtur Hjartarson skrifar 9. október 2014 19:30 Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem munu, að öllu óbreyttu, hefjast 27.október. Hjúkrunarráð Landspítalans segir að álag á aðra heilbrigðisstarfsmenn muni aukast sem geti haft áhrif á öryggi sjúklinga. Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni sem gerir um 80 prósent þátttöku. 96 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðust fylgjandi verkfallsaðgerðum. 15 læknar sögðu nei og 14 skiluðu auðu. Hjúkrunarráð Landspítalans sendi frá sér tilkynningu í dag þar miklum áhyggjum er lýst yfir stöðu mála. Þar segir "Biðlistar eftir þjónustu munu lengjast og aukið álag verður á aðra heilbrigðisstarfsmenn sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga."Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur í sama streng. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og ég vona að viðsemjendur nái saman áður en til verkfalls kemur. Skelli verkfall á mun það auðvitað auka álag á alla heilbrigðisstarfsmenn og hjúkrunarfræðinga líka en ég treysti því að þeir nái að semja áður en að því kemur,“ segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.„Telurðu að fleiri skyldur muni falla á herðar hjúkrunarfræðinga ef af verkfalli verður?“„Ég á nú ekki von á því. Við munum sinna okkar venjubundnu hjúkrunarstörfum eins og ég sagði áður og við munum ekki taka á okkur auknar skyldur, það er ekki okkar hlutverk í þessu máli,“ segir Ólafur.Áætlað er að verkfallsaðgerðir lækna hefjist 27.október og standi í sjö vikur. Þær samanstanda af nokkrum tveggja sólarhringa verkföllum á mismunandi sviðum heilbrigðiskerfisins. Aðgerðirnar munu hafa áhrif um allt land. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem munu, að öllu óbreyttu, hefjast 27.október. Hjúkrunarráð Landspítalans segir að álag á aðra heilbrigðisstarfsmenn muni aukast sem geti haft áhrif á öryggi sjúklinga. Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni sem gerir um 80 prósent þátttöku. 96 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðust fylgjandi verkfallsaðgerðum. 15 læknar sögðu nei og 14 skiluðu auðu. Hjúkrunarráð Landspítalans sendi frá sér tilkynningu í dag þar miklum áhyggjum er lýst yfir stöðu mála. Þar segir "Biðlistar eftir þjónustu munu lengjast og aukið álag verður á aðra heilbrigðisstarfsmenn sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga."Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur í sama streng. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og ég vona að viðsemjendur nái saman áður en til verkfalls kemur. Skelli verkfall á mun það auðvitað auka álag á alla heilbrigðisstarfsmenn og hjúkrunarfræðinga líka en ég treysti því að þeir nái að semja áður en að því kemur,“ segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.„Telurðu að fleiri skyldur muni falla á herðar hjúkrunarfræðinga ef af verkfalli verður?“„Ég á nú ekki von á því. Við munum sinna okkar venjubundnu hjúkrunarstörfum eins og ég sagði áður og við munum ekki taka á okkur auknar skyldur, það er ekki okkar hlutverk í þessu máli,“ segir Ólafur.Áætlað er að verkfallsaðgerðir lækna hefjist 27.október og standi í sjö vikur. Þær samanstanda af nokkrum tveggja sólarhringa verkföllum á mismunandi sviðum heilbrigðiskerfisins. Aðgerðirnar munu hafa áhrif um allt land.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði