Hjúkrunarfræðingar munu ekki taka á sig auknar skyldur Hjörtur Hjartarson skrifar 9. október 2014 19:30 Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem munu, að öllu óbreyttu, hefjast 27.október. Hjúkrunarráð Landspítalans segir að álag á aðra heilbrigðisstarfsmenn muni aukast sem geti haft áhrif á öryggi sjúklinga. Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni sem gerir um 80 prósent þátttöku. 96 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðust fylgjandi verkfallsaðgerðum. 15 læknar sögðu nei og 14 skiluðu auðu. Hjúkrunarráð Landspítalans sendi frá sér tilkynningu í dag þar miklum áhyggjum er lýst yfir stöðu mála. Þar segir "Biðlistar eftir þjónustu munu lengjast og aukið álag verður á aðra heilbrigðisstarfsmenn sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga."Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur í sama streng. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og ég vona að viðsemjendur nái saman áður en til verkfalls kemur. Skelli verkfall á mun það auðvitað auka álag á alla heilbrigðisstarfsmenn og hjúkrunarfræðinga líka en ég treysti því að þeir nái að semja áður en að því kemur,“ segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.„Telurðu að fleiri skyldur muni falla á herðar hjúkrunarfræðinga ef af verkfalli verður?“„Ég á nú ekki von á því. Við munum sinna okkar venjubundnu hjúkrunarstörfum eins og ég sagði áður og við munum ekki taka á okkur auknar skyldur, það er ekki okkar hlutverk í þessu máli,“ segir Ólafur.Áætlað er að verkfallsaðgerðir lækna hefjist 27.október og standi í sjö vikur. Þær samanstanda af nokkrum tveggja sólarhringa verkföllum á mismunandi sviðum heilbrigðiskerfisins. Aðgerðirnar munu hafa áhrif um allt land. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Læknar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir sem munu, að öllu óbreyttu, hefjast 27.október. Hjúkrunarráð Landspítalans segir að álag á aðra heilbrigðisstarfsmenn muni aukast sem geti haft áhrif á öryggi sjúklinga. Alls tóku 728 læknar þátt í atkvæðagreiðslunni sem gerir um 80 prósent þátttöku. 96 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðust fylgjandi verkfallsaðgerðum. 15 læknar sögðu nei og 14 skiluðu auðu. Hjúkrunarráð Landspítalans sendi frá sér tilkynningu í dag þar miklum áhyggjum er lýst yfir stöðu mála. Þar segir "Biðlistar eftir þjónustu munu lengjast og aukið álag verður á aðra heilbrigðisstarfsmenn sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga."Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur í sama streng. „Þetta er náttúrulega grafalvarlegt mál og ég vona að viðsemjendur nái saman áður en til verkfalls kemur. Skelli verkfall á mun það auðvitað auka álag á alla heilbrigðisstarfsmenn og hjúkrunarfræðinga líka en ég treysti því að þeir nái að semja áður en að því kemur,“ segir Ólafur Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.„Telurðu að fleiri skyldur muni falla á herðar hjúkrunarfræðinga ef af verkfalli verður?“„Ég á nú ekki von á því. Við munum sinna okkar venjubundnu hjúkrunarstörfum eins og ég sagði áður og við munum ekki taka á okkur auknar skyldur, það er ekki okkar hlutverk í þessu máli,“ segir Ólafur.Áætlað er að verkfallsaðgerðir lækna hefjist 27.október og standi í sjö vikur. Þær samanstanda af nokkrum tveggja sólarhringa verkföllum á mismunandi sviðum heilbrigðiskerfisins. Aðgerðirnar munu hafa áhrif um allt land.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent