Gerðu meir, Ásgeir Birta Björnsdóttir skrifar 8. nóvember 2014 20:04 Ásgeir Örn Valgerðarson ætlar næsta árið að leggja upp í ýmiskonar ferðalög hér á landi, en áfangastaðina ákveða áhugasamir verðandi Íslandsfarar úti í heimi. Verkefnið kallar hann Do More Ásgeir, sem mætti snara yfir á íslensku sem Gerðu meir, Ásgeir. “Do More Ásgeir er í raun bara hugmynd sem spratt upp hjá mér eftir að ég fór að leiða hugann að því hvað ég hef ferðast lítið á Íslandi. Við Íslendingar erum upp til hópa mjög dugleg að ferðast til útlanda og fyrir mitt leyti er ég ekki nógu duglegur að skoða mitt eigið land,” segir Ásgeir Örn.Ásgeir stofnaði YouTube-síðu þar sem hann deilir ferðasögum sínum í formi myndbanda. Og val á viðfangsefnum er ekki alfarið í hans höndum. “Þú sem ferðamaður sem villt koma til Íslands og upplifa eitthvað hér getur kastað á mig beiðnum og ég get í kjölfarið farið á staðinn og skilað minni ferðaupplifun í myndbandi,” segir Ásgeir, sem samsinnir að um nútímalega ferðaþjónustu sé að ræða. “Það var einn sem kom með mjög skemmtilega hugmynd, að ég myndi fara á snjóbretti niður ösku á eldfjalli.” Þó verkefnið sé nýfarið af stað hefur það þegar vakið talsverða athygli. “Það kom alveg á óvart, að bæði Íslendingar og útlendingar eru að sýna þessu talsvert mikla athygli. Ásgeir er búinn að labba Laugarveginn og inn í jökulgil. Næst á dagskrá er svo Iceland Airwaves, samkvæmt óskum að utan. “Ég hafði aldrei gengið Laugarveginn áður og aldrei komið inn í Landmannalaugar. Nú er ég hinsvegar búin að koma inn í Landmannalaugar tvisvar á undanförnum mánuðum svo þetta er strax farið að skila sér.” Ásgeir gerir þetta alfarið á eigin vegum og var fyrst og fremst hugsað sem hvatning fyrir hann sjálfan til að ferðast meira. Hann segir þó að innlendir aðilar í ferðaþjónustu hafi haft samband við sig og boðið sér með í ferðir ef hann vilji, þeirra á meðal Arctic Adventures. Slíkum tilboðum tekur Ásgeir að sjálfsögðu fagnandi. Airwaves Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ásgeir Örn Valgerðarson ætlar næsta árið að leggja upp í ýmiskonar ferðalög hér á landi, en áfangastaðina ákveða áhugasamir verðandi Íslandsfarar úti í heimi. Verkefnið kallar hann Do More Ásgeir, sem mætti snara yfir á íslensku sem Gerðu meir, Ásgeir. “Do More Ásgeir er í raun bara hugmynd sem spratt upp hjá mér eftir að ég fór að leiða hugann að því hvað ég hef ferðast lítið á Íslandi. Við Íslendingar erum upp til hópa mjög dugleg að ferðast til útlanda og fyrir mitt leyti er ég ekki nógu duglegur að skoða mitt eigið land,” segir Ásgeir Örn.Ásgeir stofnaði YouTube-síðu þar sem hann deilir ferðasögum sínum í formi myndbanda. Og val á viðfangsefnum er ekki alfarið í hans höndum. “Þú sem ferðamaður sem villt koma til Íslands og upplifa eitthvað hér getur kastað á mig beiðnum og ég get í kjölfarið farið á staðinn og skilað minni ferðaupplifun í myndbandi,” segir Ásgeir, sem samsinnir að um nútímalega ferðaþjónustu sé að ræða. “Það var einn sem kom með mjög skemmtilega hugmynd, að ég myndi fara á snjóbretti niður ösku á eldfjalli.” Þó verkefnið sé nýfarið af stað hefur það þegar vakið talsverða athygli. “Það kom alveg á óvart, að bæði Íslendingar og útlendingar eru að sýna þessu talsvert mikla athygli. Ásgeir er búinn að labba Laugarveginn og inn í jökulgil. Næst á dagskrá er svo Iceland Airwaves, samkvæmt óskum að utan. “Ég hafði aldrei gengið Laugarveginn áður og aldrei komið inn í Landmannalaugar. Nú er ég hinsvegar búin að koma inn í Landmannalaugar tvisvar á undanförnum mánuðum svo þetta er strax farið að skila sér.” Ásgeir gerir þetta alfarið á eigin vegum og var fyrst og fremst hugsað sem hvatning fyrir hann sjálfan til að ferðast meira. Hann segir þó að innlendir aðilar í ferðaþjónustu hafi haft samband við sig og boðið sér með í ferðir ef hann vilji, þeirra á meðal Arctic Adventures. Slíkum tilboðum tekur Ásgeir að sjálfsögðu fagnandi.
Airwaves Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira