Jólin eru að koma í Háskóla Íslands sem annars staðar.Vísir/GVA/HÍ
Fallegur pakki með enn fallegra korti fannst í snjónum fyrir utan Háskóla Íslands. Kortið er stílað á „mömmu“ en líklegast má telja að gjöfin hafi verið gerð af syni eða dóttur á leikskóla hér í borg.
Starfsmenn Háskóla Íslands hafa pakkann í öryggri gæslu á upplýsingaskrifstofu skólans í Aðalbyggingu HÍ þar sem eigandinn getur vitjað hans.
Sex dagar eru til jóla og nauðsynlegt að koma pakkanum til mömmu.