Þurfti að lyfta barnavagninum yfir snjóskafla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2014 16:31 Mynd sem Markús tók á Hofsvallagötu í gær þar sem hann og kona hans fóru um með barnavagn í færðinni í gær. Vísir „Maður getur ýtt kerrunni í gegnum snjóskafla og það er alveg nógu erfitt. Það versta er samt að þurfa að fara yfir götu því þá er kannski bara metershátt fjall af snjó fyrir manni sem búið er að moka upp af umferðargötunni. Við vorum heppin í gær og gátum lyft kerrunni yfir en þetta er auðvitað líka erfitt fyrir þá sem eru til dæmis að stíga út úr og upp í strætó, gamalt fólk og lítil börn,“ segir Markús Már Efraím, bókavörður og tveggja barna faðir í Vesturbænum, aðspurður um hvernig sé að fara um sem gangandi vegfarandi í færðinni sem nú er á höfuðborgarsvæðinu. Markús og kona hans lentu í nokkrum hremmingum í gær þegar þau fóru gangandi með barnavagn frá Hringbraut niður í bæ með barnið í ungbarnaeftirlit. Þau gengu meðal annars Hofsvallagötu: „Maður gat ekki endilega séð að það væri búið að ryðja þá götu til dæmis en samkvæmt ruðningsáætlun borgarinnar hefði átt að verið búið að ryðja þar klukkan 8 en hún var tekin upp úr 12. Við brugðum því á það ráð að labba með barnavagninn út á götu sem er náttúrulega ekki gott auk þess sem þá var bara meiriháttar mál að komast aftur upp á gangstéttina.“ Eftir þessa svaðilför segist Markús mikið hafa velt verklagi varðandi snjómokstur fyrir sér og setti inn færslu á Facebook-síðu Samtaka um bíllausan lífsstíl um málið. Þar fékk hann svar frá Kristínu Soffíu Jónsdóttur, borgarfulltrúa, sem brást strax við að sögn Markúsar. Hann er ánægður með það en segir að svo eigi auðvitað eftir að koma í ljós hvort að moksturinn batni.Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/ValliBorgin leggur áherslu á að allir komist leiðar sinnar Kristín Soffía segir í samtali við Vísi það miður að erfitt sé fyrir gangandi vegfarendur að fara um borgina í færðinni sem nú er. Hún segist fagna ábendingum um það sem megi betur fara og að þeim sé öllum komið á framfæri. „Oft er þetta svona í fyrsta snjónum. Það þarf kannski að hnippa í þá aðila sem eru að koma nýir inn og hnykkja á því hvernig verklagið á að vera. Þá kemst þetta vanalega í fínan farveg. Það koma einfaldlega upp alls konar hnökrar svona til að byrja með,“ segir Kristín Soffía. Að sögn Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg, eru nú hátt í 50 vinnuvélar að í borginni og er unnið að því að ryðja snjó, salta og flytja snjó þar sem mikið magn hefur safnast saman. „Við viljum auðvitað hafa greiðar leiðir og hafa gott aðgengi. Það getur hins vegar verið erfitt að eiga við þetta, þegar ruðningar verða við gangstíga og rutt er upp á gönguleiðir. Það er líka vegna þess að þeir sem ryðja umferðargötur og svo gangstéttir vinna á mismunandi hraða og þá verða oft vandræði,“ segir Jón. Hann leggur þó áherslu á að borgin vilji að allir komist leiðar sinnar og að enginn slasist. Hann bendir fólki á ábendingavef borgarinnar vilji það koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um snjómokstur. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
„Maður getur ýtt kerrunni í gegnum snjóskafla og það er alveg nógu erfitt. Það versta er samt að þurfa að fara yfir götu því þá er kannski bara metershátt fjall af snjó fyrir manni sem búið er að moka upp af umferðargötunni. Við vorum heppin í gær og gátum lyft kerrunni yfir en þetta er auðvitað líka erfitt fyrir þá sem eru til dæmis að stíga út úr og upp í strætó, gamalt fólk og lítil börn,“ segir Markús Már Efraím, bókavörður og tveggja barna faðir í Vesturbænum, aðspurður um hvernig sé að fara um sem gangandi vegfarandi í færðinni sem nú er á höfuðborgarsvæðinu. Markús og kona hans lentu í nokkrum hremmingum í gær þegar þau fóru gangandi með barnavagn frá Hringbraut niður í bæ með barnið í ungbarnaeftirlit. Þau gengu meðal annars Hofsvallagötu: „Maður gat ekki endilega séð að það væri búið að ryðja þá götu til dæmis en samkvæmt ruðningsáætlun borgarinnar hefði átt að verið búið að ryðja þar klukkan 8 en hún var tekin upp úr 12. Við brugðum því á það ráð að labba með barnavagninn út á götu sem er náttúrulega ekki gott auk þess sem þá var bara meiriháttar mál að komast aftur upp á gangstéttina.“ Eftir þessa svaðilför segist Markús mikið hafa velt verklagi varðandi snjómokstur fyrir sér og setti inn færslu á Facebook-síðu Samtaka um bíllausan lífsstíl um málið. Þar fékk hann svar frá Kristínu Soffíu Jónsdóttur, borgarfulltrúa, sem brást strax við að sögn Markúsar. Hann er ánægður með það en segir að svo eigi auðvitað eftir að koma í ljós hvort að moksturinn batni.Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/ValliBorgin leggur áherslu á að allir komist leiðar sinnar Kristín Soffía segir í samtali við Vísi það miður að erfitt sé fyrir gangandi vegfarendur að fara um borgina í færðinni sem nú er. Hún segist fagna ábendingum um það sem megi betur fara og að þeim sé öllum komið á framfæri. „Oft er þetta svona í fyrsta snjónum. Það þarf kannski að hnippa í þá aðila sem eru að koma nýir inn og hnykkja á því hvernig verklagið á að vera. Þá kemst þetta vanalega í fínan farveg. Það koma einfaldlega upp alls konar hnökrar svona til að byrja með,“ segir Kristín Soffía. Að sögn Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg, eru nú hátt í 50 vinnuvélar að í borginni og er unnið að því að ryðja snjó, salta og flytja snjó þar sem mikið magn hefur safnast saman. „Við viljum auðvitað hafa greiðar leiðir og hafa gott aðgengi. Það getur hins vegar verið erfitt að eiga við þetta, þegar ruðningar verða við gangstíga og rutt er upp á gönguleiðir. Það er líka vegna þess að þeir sem ryðja umferðargötur og svo gangstéttir vinna á mismunandi hraða og þá verða oft vandræði,“ segir Jón. Hann leggur þó áherslu á að borgin vilji að allir komist leiðar sinnar og að enginn slasist. Hann bendir fólki á ábendingavef borgarinnar vilji það koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um snjómokstur.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira