Einn aðdáandi Myu spurði hana út í þetta á Instagram-síðu sinni og segir söngkonan að þessar sögur séu uppspuni frá upphafi til enda.
„Þyrstir heimildarmenn með engar sannanir og það eru fjölmiðlar - sérstaklega í dag,“ skrifar Mya.
„Ég er aldrei í öðru sæti, ég borga mína eigin reikninga, á mitt eigið plötuútgáfufyrirtæki, mína eigin umboðsskrifstofu, treysti á Guð og virði sjálfa mig og hjónaband of mikið til að standa í svona vitleysu,“ bætir hún við.
Jay Z hefur hins vegar ekkert jáð sig um hvort hann hafi haldið framhjá eiginkonu sinni.
