Erlent

Vonar að fjölskylda Farrow og Allen finni lausn og frið

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Cate Blanchett var viðstödd alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Santa Barbara um helgina vegna hlutverks síns í kvikmyndinni Blue Jasmine sem er nýjasta mynd Woody Allen.
Cate Blanchett var viðstödd alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Santa Barbara um helgina vegna hlutverks síns í kvikmyndinni Blue Jasmine sem er nýjasta mynd Woody Allen. MYND/AFP

„Þetta hefur verið erfitt og sársaukafullt fyrir fjölskylduna og ég vona að þau finni einhverja lausn og frið,“ sagði leikkonan Cate Blanchett aðspurð um viðbrögð hennar við opnu bréfiDylan Farrow sem birt var á bloggvef New York Times um helgina. Frá þessu er sagt á Guardian.Blanchett leikur í nýjustu kvikmynd Woody Allen, Blue Jasmine. Hún var ein þeirra sem Farrow innti svara í bréfinu. „Hvað ef þetta hefði verið barnið þitt? Cate Blanchett?“Blanchett var stödd á kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara vegna hlutverks hennar í mynd Allen.Í bréfinu lýsti Dylan Farrow kynferðislegri misnotkun sem hún segist hafa orðið fyrir í æsku af hendi föður síns, kvikmyndaleikstjórans Woody Allen.Farrow segir alvarlegasta atvikið hafa átt sér stað á heimili móður sinnar þegar hún var sjö ára. „Woody Allen leiddi mig upp á háaloft í húsinu okkar,“ segir Farrow í bréfinu. „Hann sagði mér að leggjast á magann og leika mér með leikfangalest bróður míns. Síðan misnotaði hann mig.“Alec Baldwin sem var einn þeirra sem Farrow beindi spurningum sínum að, hafði meðal annars þetta um málið að segja á Twitter síðu sinni: „Hvað í fjandanum er að ykkur að ykkur finnist að við þurfum öll að tjá okkur um þessar fjölskyldudeilur?“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.