Chelsea hefur staðfest á heimasíðu sinni að félagið sé búið að samþykkja tilboð Paris Saint-Germain í brasilíska varnarmanninn David Luiz.
Luiz lék 81 leik fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og skoraði sex mörk í þeim, mörg hver stórkostleg. Hann hefur hinsvegar verið harðlega gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og kom upphæðin sem PSG býður í hann mörgum á óvart.
Talið er að PSG greiði 50 milljónir punda fyrir Luiz en það er tvöföldun á verði hans frá því að hann gekk til liðs við Chelsea frá Benfica í janúar 2011.
Luiz er í brasilíska landsliðshópnum fyrir Heimsmeistaramótið sem er framundan en hann mun hefja viðræður við PSG á næstu dögum. Talið er að hann muni fara í læknisskoðun í æfingarbúðum brasilíska landsliðsins en breski miðillinn Daily Mail telur að hann hafi nú þegar gengist í gegn um læknisskoðun og samþykkt samning Parísarmanna.
David Luiz á leiðinni til PSG
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn


Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn


Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti
