Efast um að forseti ASÍ standi við hótunina Hjörtur Hjartarson skrifar 18. september 2014 19:30 Forsætisráðherra dregur í efa að forseti ASÍ standi við hótanir um að láta af öllu samstarfi við ríkisstjórnina ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. Staðreynd málsins sé sú að frumvarpið skili fjörutíu milljörðum til heimilanna í landinu. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina fela sig á bakvið meðaltalsreikning sem nýtist þeim tekjulægstu ekki neitt. Forseti ASÍ, sagði fjárlagafrumvarpið vera aðför að launafólki samanber hækkun á matarskatti, styttingu bótatímabilsins og aukinn kostnaður sjúklinga í lyfjakaupum. Þetta sé gert á meðan dregið er úr álögum á hina efnameiri. „Ég veit ekki hvernig hann rökstyður þetta því að staðreynd málsins er sú að með fjárlagafrumvarpinu er verið að skila, ef svo má segja, til almennings, verulegu fjármagni, miðað við það sem hefur verið tekið af fólki á undanförnum árum. Þannig er gert ráð fyrir að skattkerfisbreytingarnar auki ráðstöfunartekjur fólks um fjóra milljarða en á heildina litið skili þetta fjörtíu milljörðum til heimilanna í landinu. Og þar er sérstaklega verið að huga að þeim sem eru með millitekjur og lágtekjuhópana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.Gylfi Arnbjörnsson brýndi félagsmenn sína á miðstjórnarfundi sambandsins í gær fyrir gerð komandi kjarasamninga. Hætt er við að eftirsóttur stöðugleiki fari út um gluggann ef til þess kemur að harðvítugar kjaradeilur séu það sem koma skal. „Já, auðvitað er það mikið áhyggjuefni og dyr okkar eru alltaf opnar ef að aðilar vinnumarkaðsins vilja ræða málin." En þó dyrnar séu opnar hjá forsætisráðherra þá mun ASÍ ekki ganga um þær ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Jájá, hann hótaði því. Maður verður að sýna því skilning að í aðdraganda kosninga í Alþýðusambandinu geta menn þurft að láta aðeins finna fyrir sér. En ég efast nú um að Gylfi telji það umbjóðendum sínum til gagns að hætta öllu þessu víðtæka samráði sem er í gangi við stjórnvöld,“ segir Sigmundur.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarEn hvernig má það vera að menn geta lesið og rýnt í sama frumvarpið en túlkað innihald þess með svo gjörólíkum hætti? „Það er auðvitað vegna þess að leikurinn sem forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann eru að leika hefur margoft verið leikinn í stjórnmálum áður. Hann felst í því að tala í meðaltölum. Að það sé hægt að reikna út eitthvað meðaltal um að þessvegna hafi allir það betra. Maður sem stendur með annan fótinn í eldi og hinn fótinn í ís, hefur það ekki að meðaltali gott,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Árni bætir því við að núverandi ríkisstjórn hafi aðeins eitt markmið. „Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að skerða lífsgæði venjulegs fólks og létta undir með þeim sem best hafa það,“ segir Árni. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Forsætisráðherra dregur í efa að forseti ASÍ standi við hótanir um að láta af öllu samstarfi við ríkisstjórnina ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. Staðreynd málsins sé sú að frumvarpið skili fjörutíu milljörðum til heimilanna í landinu. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina fela sig á bakvið meðaltalsreikning sem nýtist þeim tekjulægstu ekki neitt. Forseti ASÍ, sagði fjárlagafrumvarpið vera aðför að launafólki samanber hækkun á matarskatti, styttingu bótatímabilsins og aukinn kostnaður sjúklinga í lyfjakaupum. Þetta sé gert á meðan dregið er úr álögum á hina efnameiri. „Ég veit ekki hvernig hann rökstyður þetta því að staðreynd málsins er sú að með fjárlagafrumvarpinu er verið að skila, ef svo má segja, til almennings, verulegu fjármagni, miðað við það sem hefur verið tekið af fólki á undanförnum árum. Þannig er gert ráð fyrir að skattkerfisbreytingarnar auki ráðstöfunartekjur fólks um fjóra milljarða en á heildina litið skili þetta fjörtíu milljörðum til heimilanna í landinu. Og þar er sérstaklega verið að huga að þeim sem eru með millitekjur og lágtekjuhópana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.Gylfi Arnbjörnsson brýndi félagsmenn sína á miðstjórnarfundi sambandsins í gær fyrir gerð komandi kjarasamninga. Hætt er við að eftirsóttur stöðugleiki fari út um gluggann ef til þess kemur að harðvítugar kjaradeilur séu það sem koma skal. „Já, auðvitað er það mikið áhyggjuefni og dyr okkar eru alltaf opnar ef að aðilar vinnumarkaðsins vilja ræða málin." En þó dyrnar séu opnar hjá forsætisráðherra þá mun ASÍ ekki ganga um þær ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Jájá, hann hótaði því. Maður verður að sýna því skilning að í aðdraganda kosninga í Alþýðusambandinu geta menn þurft að láta aðeins finna fyrir sér. En ég efast nú um að Gylfi telji það umbjóðendum sínum til gagns að hætta öllu þessu víðtæka samráði sem er í gangi við stjórnvöld,“ segir Sigmundur.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarEn hvernig má það vera að menn geta lesið og rýnt í sama frumvarpið en túlkað innihald þess með svo gjörólíkum hætti? „Það er auðvitað vegna þess að leikurinn sem forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann eru að leika hefur margoft verið leikinn í stjórnmálum áður. Hann felst í því að tala í meðaltölum. Að það sé hægt að reikna út eitthvað meðaltal um að þessvegna hafi allir það betra. Maður sem stendur með annan fótinn í eldi og hinn fótinn í ís, hefur það ekki að meðaltali gott,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Árni bætir því við að núverandi ríkisstjórn hafi aðeins eitt markmið. „Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að skerða lífsgæði venjulegs fólks og létta undir með þeim sem best hafa það,“ segir Árni.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira