Hinn 19 ára gamli Raheem Sterling átti flott tímabil með Liverpool en hann skilaði mikilvægum mörkum og stoðsendingum í sigurgöngu liðsins eftir áramót.
„Raheem er sóknarhugsandi leikmaður, skapandi leikmaður sem vinnur vel fyrir liðið," sagði Brendan Rodgers um Raheem Sterling í viðtali við Guardian.
„Ef hann fær tækifæri til að sýna hvað hann getur, hvort sem í holunni eða út á kanti þá gæti hann orðið ein af stjörnunum á HM. Við skulum ekki líta framhjá því að 19 ára gamall er hann búinn að vera einn af bestu leikmönnunum í erfiðustu deild í heimi," sagði Rodgers.
„Hann er búin að sýna það að hann getur spilað í deild sem er ekki bara bresk heldur full af heimsklassaleikmönnum. Hann bestu leikir hafa jafnan verið á móti bestu liðunum eins og Arsenal, United og Manchester City. Hann getur því staðið sig vel í Brasilíu," sagði Rodgers um Raheem Sterling.

