Fingralöng fór ránshendi um spítalann Sveinn Arnarsson skrifar 23. desember 2014 07:00 Konan náðist á Landspítalanum við Hringbraut, áður hafði hún látið greipar sópa í húsakynnum spítalans í Fossvogi. fréttablaðið/vilhelm Þjófur fór ránshendi um Landspítalann í Reykjavík fyrir nokkru. Þjófurinn komst yfir föt starfsmanns og stal víða um spítalann. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra LSH. Atvikið átti sér stað í októbermánuði og var kært til lögreglu. Það atvikaðist þannig að þjófurinn, kona á besta aldri, klæddi sig í starfsmannaföt og stal víða á spítalanum. Hún náði að komast yfir starfsmannakort og hafði þar af leiðandi aðgang að helstu stöðum spítalans. Á Landspítalanum starfa um 4.600 einstaklingar og eru þeir allir með aðgangskort. Þjófurinn náði að hafast við á spítalanum í nokkra klukkutíma. Gekk hún um rými spítalans í Fossvogi óáreitt og náði að komast yfir ýmsa verðmæta hluti á ferðum sínum um húsakynnin. Hún hóf ránsferð sína í Fossvogi en náðist ekki fyrr en hún var komin inn í byggingar Landspítalans við Hringbraut. Þar gekk hún inn á kaffistofu. Starfsmenn sem þar voru fyrir könnuðust ekki við konuna og var hún í annarlegu ástandi. Hún náði ekki að gefa upp nafn sem passaði við aðgangskortið sem hún hafði og var því stöðvuð af öryggisvörðum. Á þessum tíma sem hún athafnaði sig náði hún að koma höndum yfir ýmislegt smálegt; síma starfsmanna, lykla og annað sem varð á vegi hennar. Lögregla fann bæði hluti á henni og við húsleit á heimili hennar. Gerandinn hefur áður komist í kast við lögin og hefur átt við andleg veikindi að stríða. Hún gaf þá ástæðu fyrir þjófnaðinum að hún væri að reyna að fjármagna eigin fíkniefnaneyslu. Konan komst ekki í lyf á spítalanum. Öll lyf spítalans eru geymd í lokuðum og læstum lyfjaskápum þar sem starfsmenn á vöktum geyma þá lykla sérstaklega. Enginn yfirmaður á Landspítalanum vildi tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Málið er upplýst og ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort verklagi verður breytt á spítalanum til þess að fyrirbyggja að atvik sem þessi geti átt sér stað aftur. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Þjófur fór ránshendi um Landspítalann í Reykjavík fyrir nokkru. Þjófurinn komst yfir föt starfsmanns og stal víða um spítalann. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra LSH. Atvikið átti sér stað í októbermánuði og var kært til lögreglu. Það atvikaðist þannig að þjófurinn, kona á besta aldri, klæddi sig í starfsmannaföt og stal víða á spítalanum. Hún náði að komast yfir starfsmannakort og hafði þar af leiðandi aðgang að helstu stöðum spítalans. Á Landspítalanum starfa um 4.600 einstaklingar og eru þeir allir með aðgangskort. Þjófurinn náði að hafast við á spítalanum í nokkra klukkutíma. Gekk hún um rými spítalans í Fossvogi óáreitt og náði að komast yfir ýmsa verðmæta hluti á ferðum sínum um húsakynnin. Hún hóf ránsferð sína í Fossvogi en náðist ekki fyrr en hún var komin inn í byggingar Landspítalans við Hringbraut. Þar gekk hún inn á kaffistofu. Starfsmenn sem þar voru fyrir könnuðust ekki við konuna og var hún í annarlegu ástandi. Hún náði ekki að gefa upp nafn sem passaði við aðgangskortið sem hún hafði og var því stöðvuð af öryggisvörðum. Á þessum tíma sem hún athafnaði sig náði hún að koma höndum yfir ýmislegt smálegt; síma starfsmanna, lykla og annað sem varð á vegi hennar. Lögregla fann bæði hluti á henni og við húsleit á heimili hennar. Gerandinn hefur áður komist í kast við lögin og hefur átt við andleg veikindi að stríða. Hún gaf þá ástæðu fyrir þjófnaðinum að hún væri að reyna að fjármagna eigin fíkniefnaneyslu. Konan komst ekki í lyf á spítalanum. Öll lyf spítalans eru geymd í lokuðum og læstum lyfjaskápum þar sem starfsmenn á vöktum geyma þá lykla sérstaklega. Enginn yfirmaður á Landspítalanum vildi tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Málið er upplýst og ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort verklagi verður breytt á spítalanum til þess að fyrirbyggja að atvik sem þessi geti átt sér stað aftur.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira