Undirbúningur að námi ekki hafinn Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 23. desember 2014 09:45 Páll Winkel segir tryggt að hugað verði að námi fanga þótt undirbúningur sé ekki enn hafinn. Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er orðið fokhelt en undirbúningur vegna náms fanga í fangelsinu er ekki enn hafinn. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir öruggt að nám fanga verði tryggt og stöðu margra fanga batna þegar kemur að réttindum þeirra í nýju fangelsi. Í umfjöllunum Fréttablaðsins um menntamál fanga hefur komið fram að mikill munur er á námsframboði eftir því hvar fangar afplána. Best þykir aðstaðan á Litla-Hrauni og Kvíabryggju. Lökust þykir hún í minni fangelsum landsins, þar sem eingöngu er boðið upp á fáeina áfanga til kennslu.Erfitt í litlum fangelsum Páll segir erfitt fyrir lítil fangelsi að bjóða upp á fjölbreytt námsframboð vegna þess hve fáir afplána í einu og tekur sem dæmi eitt minnsta fangelsi landsins, Kvennafangelsið í Kópavogi. „Stundum er engin kona í afplánun en almennt eru þrjár til fjórar inni í einu. Það að stilla upp námsbrautum fyrir svona hópa er erfitt. Svona lítið fangelsi getur ekki boðið upp á jafn fjölbreytt námsframboð,“ segir hann. Páll segir miklar vonir bundnar við nýtt fangelsi á Hólmsheiði hvað varðar breytta aðstöðu fanga til náms og annars er varðar afplánun þeirra. Hagur kvenna muni vænkast mest. „Kvennafangelsinu verður lokað í maí og einnig Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þær fá því sama námsúrval og aðrir fangar. Nú er fangelsi við Hólmsheiði að verða fokhelt og við erum farin að undirbúa starfsemina,“ segir Páll en segir að þótt undirbúningur sé hafinn sé ekki komið á formlegt samstarf við nærliggjandi skóla vegna náms fanga.Starfið skiptir mestu máli Margrét Frímannsdóttir gagnrýnir að ekki sé enn hafinn undirbúningur að námi fanga í nýju fangelsi á Hólmsheiði.Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, segir gagnrýnivert að undirbúningur að námsframboði fanga sé ekki hafinn. Nám í fangelsi sé miðja alls betrunarstarfs. „Starfið í fangelsinu er mikilvægara en byggingin sjálf, auðvitað á að vanda vel til þess starfs. Ég gagnrýni að það sé ekki farið að huga að námi á Hólmsheiði.“Lykilatriði Þótt undirbúningur sé ekki hafinn segir Páll þó öruggt að hugað verði að menntamálum fanga á Hólmsheiði enda sé nám fanga mikilvægt hvað varðar betrun þeirra. „Það er algjört lykilatriði. Það er þrennt sem skiptir miklu máli, að það sé fullnægjandi meðferðarstarf og fullnægjandi námsframboð og þá skiptir máli hvað tekur við þegar afplánun lýkur, hvaða aðstoð og stuðning þeir fá til þess að aðlagast samfélaginu.“ Þótt fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um mikilvægi náms fanga segir hann fjárskort einkenna málaflokkinn. „Fjárframlög hafa verið skorin niður um 25% frá hruni, það er Alþingis að svara fyrir það. Þá er það auðvitað ákveðin frelsissvipting að fara í fangelsi og fangi getur ekki farið í allt það nám sem honum hugnast.“Áhyggjur af reglugerð Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust þau svör að námsframboð fyrir fanga í framhaldsskólanámi færi að mestu leyti eftir framboði náms í þeim skóla sem sér um kennslu í viðkomandi fangelsi. Þannig er framboðið á Litla-Hrauni og Sogni á forræði Fjölbrautaskóla Suðurlands, í fangelsinu í Kópavogi hjá Menntaskólanum í Kópavogi, á Kvíabryggju er það Fjölbrautaskóli Snæfellinga og í fangelsinu á Akureyri hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Fangar hafa lýst yfir áhyggjum vegna reglugerða er varða forgangsröðun í nám í framhaldsskólum landsins. Frá ráðuneytinu bárust þau svör að reglugerðin hefði ekki enn verið notuð við innritun nýrra fanga í nám og næði ekki til nemenda í starfs- og verknámi. „Lög um fullnustu refsinga taka til allra fanga í fangelsum á Íslandi og lög um framhaldsskóla taka til allra nemenda í framhaldsskólum á Íslandi. Ekki er því hægt að fjalla um fanga í námi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands sérstaklega. Reglugerð um innritun í framhaldsskóla byggir á lögum um framhaldsskóla. Í fyrsta forgangi skv. reglugerðinni eru nemendur sem þegar eru í námi í viðkomandi skóla og nemendur yngri en 18 ára en skólar taka engu að síður inn nýja nemendur neðar í forgangsröðinni, þ.m.t. þá sem eru 25 ára og eldri. Reglugerðin hefur ekki verið notuð við innritun nýrra fanga í nám og nær ekki til nemenda í starfs- og verknámi.“ Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er orðið fokhelt en undirbúningur vegna náms fanga í fangelsinu er ekki enn hafinn. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir öruggt að nám fanga verði tryggt og stöðu margra fanga batna þegar kemur að réttindum þeirra í nýju fangelsi. Í umfjöllunum Fréttablaðsins um menntamál fanga hefur komið fram að mikill munur er á námsframboði eftir því hvar fangar afplána. Best þykir aðstaðan á Litla-Hrauni og Kvíabryggju. Lökust þykir hún í minni fangelsum landsins, þar sem eingöngu er boðið upp á fáeina áfanga til kennslu.Erfitt í litlum fangelsum Páll segir erfitt fyrir lítil fangelsi að bjóða upp á fjölbreytt námsframboð vegna þess hve fáir afplána í einu og tekur sem dæmi eitt minnsta fangelsi landsins, Kvennafangelsið í Kópavogi. „Stundum er engin kona í afplánun en almennt eru þrjár til fjórar inni í einu. Það að stilla upp námsbrautum fyrir svona hópa er erfitt. Svona lítið fangelsi getur ekki boðið upp á jafn fjölbreytt námsframboð,“ segir hann. Páll segir miklar vonir bundnar við nýtt fangelsi á Hólmsheiði hvað varðar breytta aðstöðu fanga til náms og annars er varðar afplánun þeirra. Hagur kvenna muni vænkast mest. „Kvennafangelsinu verður lokað í maí og einnig Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þær fá því sama námsúrval og aðrir fangar. Nú er fangelsi við Hólmsheiði að verða fokhelt og við erum farin að undirbúa starfsemina,“ segir Páll en segir að þótt undirbúningur sé hafinn sé ekki komið á formlegt samstarf við nærliggjandi skóla vegna náms fanga.Starfið skiptir mestu máli Margrét Frímannsdóttir gagnrýnir að ekki sé enn hafinn undirbúningur að námi fanga í nýju fangelsi á Hólmsheiði.Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni, segir gagnrýnivert að undirbúningur að námsframboði fanga sé ekki hafinn. Nám í fangelsi sé miðja alls betrunarstarfs. „Starfið í fangelsinu er mikilvægara en byggingin sjálf, auðvitað á að vanda vel til þess starfs. Ég gagnrýni að það sé ekki farið að huga að námi á Hólmsheiði.“Lykilatriði Þótt undirbúningur sé ekki hafinn segir Páll þó öruggt að hugað verði að menntamálum fanga á Hólmsheiði enda sé nám fanga mikilvægt hvað varðar betrun þeirra. „Það er algjört lykilatriði. Það er þrennt sem skiptir miklu máli, að það sé fullnægjandi meðferðarstarf og fullnægjandi námsframboð og þá skiptir máli hvað tekur við þegar afplánun lýkur, hvaða aðstoð og stuðning þeir fá til þess að aðlagast samfélaginu.“ Þótt fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um mikilvægi náms fanga segir hann fjárskort einkenna málaflokkinn. „Fjárframlög hafa verið skorin niður um 25% frá hruni, það er Alþingis að svara fyrir það. Þá er það auðvitað ákveðin frelsissvipting að fara í fangelsi og fangi getur ekki farið í allt það nám sem honum hugnast.“Áhyggjur af reglugerð Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti bárust þau svör að námsframboð fyrir fanga í framhaldsskólanámi færi að mestu leyti eftir framboði náms í þeim skóla sem sér um kennslu í viðkomandi fangelsi. Þannig er framboðið á Litla-Hrauni og Sogni á forræði Fjölbrautaskóla Suðurlands, í fangelsinu í Kópavogi hjá Menntaskólanum í Kópavogi, á Kvíabryggju er það Fjölbrautaskóli Snæfellinga og í fangelsinu á Akureyri hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Fangar hafa lýst yfir áhyggjum vegna reglugerða er varða forgangsröðun í nám í framhaldsskólum landsins. Frá ráðuneytinu bárust þau svör að reglugerðin hefði ekki enn verið notuð við innritun nýrra fanga í nám og næði ekki til nemenda í starfs- og verknámi. „Lög um fullnustu refsinga taka til allra fanga í fangelsum á Íslandi og lög um framhaldsskóla taka til allra nemenda í framhaldsskólum á Íslandi. Ekki er því hægt að fjalla um fanga í námi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands sérstaklega. Reglugerð um innritun í framhaldsskóla byggir á lögum um framhaldsskóla. Í fyrsta forgangi skv. reglugerðinni eru nemendur sem þegar eru í námi í viðkomandi skóla og nemendur yngri en 18 ára en skólar taka engu að síður inn nýja nemendur neðar í forgangsröðinni, þ.m.t. þá sem eru 25 ára og eldri. Reglugerðin hefur ekki verið notuð við innritun nýrra fanga í nám og nær ekki til nemenda í starfs- og verknámi.“
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira