Um er að ræða lögreglumann, fyrrum starfsmann fjarskiptafyrirtækisins Nova og lögmann en þeir munu allir vera vinir. Svo virðist vera sem þeir hafi verið með spjall-hóp á Facebook þar sem var rætt um konur.
Embætti ríkissaksóknara hefur staðfest að þar séu til rannsóknar meint brot lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar.
Rannsóknin lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum XIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem fjallar um brot í opinberu starfi.
Þá liggur fyrir að tveir aðrir menn hafi réttarstöðu sakborninga við rannsóknina.
Forstjóri Nova staðfesti í samtali við Vísi að starfsmanni þeirra hefði varið sagt upp störfum þegar upp komst um málið vegna trúnaðarbrests. Hún tók fram að enn benti ekkert til að brot á lögum hefðu átt sér stað en lögreglan fari með rannsókn málsins.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar ríkissaksóknara við rannsókn málsins.
Meint brot lögreglumanns til rannsóknar
Birta Björnsdóttir skrifar