Jólin líka haldin hátíðleg á Barnaspítala Hringsins Viktoría Hermannsdóttir skrifar 24. desember 2014 09:00 Einar Mikael og Viktoría sýndu börnunum töfrabrögð og færðu þeim gjafir. Fréttablaðið/Vilhelm Það er jólalegt um að litast á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut þegar blaðamann og ljósmyndara ber þar að garði rétt fyrir hádegi á Þorláksmessu. Hér er allt gert til þess að skapa sem notalegasta stemmingu fyrir börnin sem hér dvelja og aðstandendur þeirra en sum þeirra þurfa að vera hér yfir hátíðarnar. Búið er að skreyta og nokkrar hjúkrunarkonurnar eru klæddar í hjúkrunarbúninga með jólamynstri.Flestir fá að fara heim Átján börn eru núna á deildinni en flest þeirra fá að fara heim fyrir aðfangadagskvöld. „Við reynum eins og við getum að útskrifa sem flesta, hliðra til lyfjagjöfum og gera allt til þess að þau fái að fara heim á jólunum ef þau geta,“ segir Fríða Ólöf Ólafsdóttir aðstoðardeildarstjóri. „Við náum líklega að útskrifa níu í dag, þá verða níu eftir á morgun og vonandi nær allavega helmingur þeirra að fara heim,“ segir hún. Á aðfangadagskvöld eru þrír á vakt. Sjúklingar og starfsfólk fá jólamat og reynt er að hafa allt sem hátíðlegast þó að aðstæður séu oft erfiðar. „Sjúklingar og aðstandendur þeirra fá líka jólamat og sumir koma með sinn eigin. Síðan kemur fólk með gjafir og heldur sín jól hér,“ segir Fríða.Gleðja börnin Það er eftirvænting í loftinu þegar töframennirnir Einar Mikael og Viktoría ganga inn á deildina í fylgd sjúkraliðanema frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem standa fyrir komu þeirra. Með þeim í för eru tvær dúfur sem vekja strax mikla hrifningu barnanna. Þau sem eru nógu frísk fara fram á sameiginlega setustofu þar sem þau spjalla við töfrafólkið og fá að gjöf töfrabækur og búninga. Hér koma reglulega skemmtikraftar til þess að gleðja börnin í þeim erfiðu aðstæðum sem þau eru í. Töfrafólkið vekur mikla gleði hjá börnunum sem fá að klappa dúfunum og gleyma veikindunum um stund.Yndislegt starfsfólk Fimm ára strákur sest með þeim í sófann og spjallar við þau. Hann heitir Ólafur Ingi Kjartansson og berst við hvítblæði. Að sögn móður hans, Guðrúnar Skírnisdóttur, þá veiktist Ólafur í febrúar síðastliðnum og síðan þá hefur fjölskyldan þurft að eyða mörgum stundum hér á spítalanum. Ólafur Ingi er búinn með tíu mánuði af tveggja og hálfs árs meðferð sem hann þarf að fara í vegna veikindanna. Fjölskyldan er búsett á Akureyri og hefur því þurft að fljúga mikið á milli til þess að Ólafur Ingi geti sótt læknismeðferðir á spítalanum. Þau segja ómetanlegt hvað þau hafa gott bakland og að starfsfólkið hér Barnaspítalanum sé einstakt. „Þetta hefur verið mikið púsluspil. Þegar systir hans var fermd var hann til dæmis í einangrun hér á spítalanum og pabbi hans var með honum. Pabbi hans fékk svo að skjótast heim í nokkrar klukkustundir og á meðan kom hér ein af starfsfólkinu sem var í fríi og passaði hann á meðan. Þetta er svo yndislegt fólk,“ segir hún. Fjölskyldan fær að fara norður í dag og halda jólin heima. Þar bíða tvö eldri systkini Ólafs, fjórtán og nítján ára. „Það verður gott að koma heim,“ segir móðir hans en þau fara svo aftur á spítalann milli jóla og nýárs.Jólin á spítalanum Eftir að hafa glatt börnin frammi ganga töframennirnir milli stofa hjá börnunum sem voru í sumum tilvikum of máttfarin til þess að fara fram og fylgjast með. Á einni stofunni liggur hin átta ára gamla Sigrún Birna Þórarinsdóttir. Á veggjum stofunnar hanga jólaskreytingar og við gluggann er skór enda koma jólasveinarnir líka við á Barnaspítalanum. Það er dimmt inni á stofunni þar sem hún þolir illa ljós eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsl fyrir nokkrum dögum. Sigrún slasaðist þegar hún var að leik með vinum sínum í frístund. Faðir hennar, Þórarinn Alvar Þorsteinsson, segir óvíst hvort þau fái að fara heim á morgun. „Við verðum hérna örugglega eitthvað næstu daga. Hún þarf að vera farin að borða áður en við förum heim,“ segir hann. Sigrún er þreytt en brosir til okkar og segir að það hafi verið gaman að fá heimsókn frá töfrafólkinu. Frammi eru hjúkrunarfræðingarnir að fara yfir lista yfir þau börn sem liggja inni. Allar líkur eru á að sem flestir fái að fara heim. „Það verða allavega tvær fjölskyldur hér annað kvöld. En það fer ekkert illa um þau. Jólin eru líka haldin hátíðleg hér,“ segir Fríða Ólöf brosandi. Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Það er jólalegt um að litast á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut þegar blaðamann og ljósmyndara ber þar að garði rétt fyrir hádegi á Þorláksmessu. Hér er allt gert til þess að skapa sem notalegasta stemmingu fyrir börnin sem hér dvelja og aðstandendur þeirra en sum þeirra þurfa að vera hér yfir hátíðarnar. Búið er að skreyta og nokkrar hjúkrunarkonurnar eru klæddar í hjúkrunarbúninga með jólamynstri.Flestir fá að fara heim Átján börn eru núna á deildinni en flest þeirra fá að fara heim fyrir aðfangadagskvöld. „Við reynum eins og við getum að útskrifa sem flesta, hliðra til lyfjagjöfum og gera allt til þess að þau fái að fara heim á jólunum ef þau geta,“ segir Fríða Ólöf Ólafsdóttir aðstoðardeildarstjóri. „Við náum líklega að útskrifa níu í dag, þá verða níu eftir á morgun og vonandi nær allavega helmingur þeirra að fara heim,“ segir hún. Á aðfangadagskvöld eru þrír á vakt. Sjúklingar og starfsfólk fá jólamat og reynt er að hafa allt sem hátíðlegast þó að aðstæður séu oft erfiðar. „Sjúklingar og aðstandendur þeirra fá líka jólamat og sumir koma með sinn eigin. Síðan kemur fólk með gjafir og heldur sín jól hér,“ segir Fríða.Gleðja börnin Það er eftirvænting í loftinu þegar töframennirnir Einar Mikael og Viktoría ganga inn á deildina í fylgd sjúkraliðanema frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem standa fyrir komu þeirra. Með þeim í för eru tvær dúfur sem vekja strax mikla hrifningu barnanna. Þau sem eru nógu frísk fara fram á sameiginlega setustofu þar sem þau spjalla við töfrafólkið og fá að gjöf töfrabækur og búninga. Hér koma reglulega skemmtikraftar til þess að gleðja börnin í þeim erfiðu aðstæðum sem þau eru í. Töfrafólkið vekur mikla gleði hjá börnunum sem fá að klappa dúfunum og gleyma veikindunum um stund.Yndislegt starfsfólk Fimm ára strákur sest með þeim í sófann og spjallar við þau. Hann heitir Ólafur Ingi Kjartansson og berst við hvítblæði. Að sögn móður hans, Guðrúnar Skírnisdóttur, þá veiktist Ólafur í febrúar síðastliðnum og síðan þá hefur fjölskyldan þurft að eyða mörgum stundum hér á spítalanum. Ólafur Ingi er búinn með tíu mánuði af tveggja og hálfs árs meðferð sem hann þarf að fara í vegna veikindanna. Fjölskyldan er búsett á Akureyri og hefur því þurft að fljúga mikið á milli til þess að Ólafur Ingi geti sótt læknismeðferðir á spítalanum. Þau segja ómetanlegt hvað þau hafa gott bakland og að starfsfólkið hér Barnaspítalanum sé einstakt. „Þetta hefur verið mikið púsluspil. Þegar systir hans var fermd var hann til dæmis í einangrun hér á spítalanum og pabbi hans var með honum. Pabbi hans fékk svo að skjótast heim í nokkrar klukkustundir og á meðan kom hér ein af starfsfólkinu sem var í fríi og passaði hann á meðan. Þetta er svo yndislegt fólk,“ segir hún. Fjölskyldan fær að fara norður í dag og halda jólin heima. Þar bíða tvö eldri systkini Ólafs, fjórtán og nítján ára. „Það verður gott að koma heim,“ segir móðir hans en þau fara svo aftur á spítalann milli jóla og nýárs.Jólin á spítalanum Eftir að hafa glatt börnin frammi ganga töframennirnir milli stofa hjá börnunum sem voru í sumum tilvikum of máttfarin til þess að fara fram og fylgjast með. Á einni stofunni liggur hin átta ára gamla Sigrún Birna Þórarinsdóttir. Á veggjum stofunnar hanga jólaskreytingar og við gluggann er skór enda koma jólasveinarnir líka við á Barnaspítalanum. Það er dimmt inni á stofunni þar sem hún þolir illa ljós eftir að hafa hlotið höfuðmeiðsl fyrir nokkrum dögum. Sigrún slasaðist þegar hún var að leik með vinum sínum í frístund. Faðir hennar, Þórarinn Alvar Þorsteinsson, segir óvíst hvort þau fái að fara heim á morgun. „Við verðum hérna örugglega eitthvað næstu daga. Hún þarf að vera farin að borða áður en við förum heim,“ segir hann. Sigrún er þreytt en brosir til okkar og segir að það hafi verið gaman að fá heimsókn frá töfrafólkinu. Frammi eru hjúkrunarfræðingarnir að fara yfir lista yfir þau börn sem liggja inni. Allar líkur eru á að sem flestir fái að fara heim. „Það verða allavega tvær fjölskyldur hér annað kvöld. En það fer ekkert illa um þau. Jólin eru líka haldin hátíðleg hér,“ segir Fríða Ólöf brosandi.
Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira