Banaslys í umferðinni ekki færri síðan skráning hófst Haraldur Guðmundsson skrifar 23. desember 2014 07:00 Fjórir hafa látist í þremur banaslysum í umferðinni, tvær konur og tveir karlar, það sem af er ári. „Eins og staðan er núna þá hafa ekki orðið eins fá banaslys í umferðinni frá því skráning hófst árið 1966,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðaslysa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Fjórir hafa látist í þremur banaslysum í umferðinni, tvær konur og tveir karlar, það sem af er ári. Það er talsvert minna en í fyrra þegar fimmtán létust. Á síðustu tíu árum hafa sextán manns að jafnaði látist í umferðinni á ári. Ágúst telur ýmsar skýringar á því af hverju banaslysum hefur fækkað. „Þegar við skoðum þessi slys sjáum við að hörðum framanákeyrslum er að fækka. Þær voru flestar hér í kringum höfuðborgarsvæðið en það er búið að vinna heilmikið í því að aðgreina umferð við og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann. Ágúst nefnir einnig að meðalhraði hafi lækkað og að slysum ungra ökumanna hafi fækkað. „Þegar við erum að greina tölur um alvarleg umferðarslys og bílslys almennt, sjáum við mikla fækkun í slysum ungra ökumanna og það hefur orðið mikil breyting á ökunámi. Við sjáum reyndar almennt fækkun á miklum meiðslum, bæði banaslysum og alvarlegum slysum þar sem ökutæki koma við sögu. Svo verður að taka fram að það geta verið tilviljanasveiflur í þessu og við verðum að hafa það í huga,“ segir Ágúst. Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Eins og staðan er núna þá hafa ekki orðið eins fá banaslys í umferðinni frá því skráning hófst árið 1966,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðaslysa hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Fjórir hafa látist í þremur banaslysum í umferðinni, tvær konur og tveir karlar, það sem af er ári. Það er talsvert minna en í fyrra þegar fimmtán létust. Á síðustu tíu árum hafa sextán manns að jafnaði látist í umferðinni á ári. Ágúst telur ýmsar skýringar á því af hverju banaslysum hefur fækkað. „Þegar við skoðum þessi slys sjáum við að hörðum framanákeyrslum er að fækka. Þær voru flestar hér í kringum höfuðborgarsvæðið en það er búið að vinna heilmikið í því að aðgreina umferð við og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann. Ágúst nefnir einnig að meðalhraði hafi lækkað og að slysum ungra ökumanna hafi fækkað. „Þegar við erum að greina tölur um alvarleg umferðarslys og bílslys almennt, sjáum við mikla fækkun í slysum ungra ökumanna og það hefur orðið mikil breyting á ökunámi. Við sjáum reyndar almennt fækkun á miklum meiðslum, bæði banaslysum og alvarlegum slysum þar sem ökutæki koma við sögu. Svo verður að taka fram að það geta verið tilviljanasveiflur í þessu og við verðum að hafa það í huga,“ segir Ágúst.
Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira