Innlent

Segja óvissu fylgja framlaginu

Sveinn Arnarsson skrifar
Virk Starfsendurhæfing vill ekki þiggja 200 milljóna framlag ríkisins á fjárlögum 2014
Virk Starfsendurhæfing vill ekki þiggja 200 milljóna framlag ríkisins á fjárlögum 2014
Stjórn starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK hefur ákveðið að afþakka 200 milljónir króna sem Alþingi veitti til starfsins í fjárlögum fyrir árið 2015.

Lög um starfsendurhæfingu voru samþykkt árið 2012. Markmið þeirra laga var að setja á laggirnar eitt heildarkerfi atvinnutengdrar starfsendurhæfingar með jöfnum aðgangi fyrir alla einstaklinga sem þurfa á þjónustunni að halda.

Eygló Harðardóttir harmar að VIRK hafni framlaginu. „Það er ekki hlutverk VIRK að safna í sjóð heldur að veita þjónustu því fólki sem lögin taka til.“ Hún segir að falli VIRK ekki frá ákvörðun um að hafna framlaginu verði allt kapp lagt á að tryggja fólki þá þjónustu sem það þurfi hjá VIRK eða eftir öðrum leiðum.

Hannes G. Sigurðsson, stjórnarformaður VIRK, segir ekki hafa komið annað úr viðræðum við ráðherra og embættismenn en kröfur um niðurskurð. Stjórn sjóðsins segir óljóst hverju framlag ríkisins breyti um réttindi skjólstæðinga VIRK eða skyldur sjóðsins gagnvart þeim. „Þá verður ekki séð að þær breyti neinu er varðar viðhorf stjórnvalda til samstarfs við aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóði um uppbyggingu á atvinnutengdri starfsendurhæfingu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×