Bjarni á móti einkaframkvæmd við fjármögnun nýs spítala Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 21:10 Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. Fjárfestar hafa sýnt því áhuga að taka þátt í fjármögnun byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þetta fælist í því að rekstrarfélag spítalans gæfi út skuldabréf tryggt með tekjum spítalans sem gætu verið komugjöld sjúklinga og leigutekjur vegna húsnæðisins sjálfs. Kostnaðaráætlun nýs Landspítala við Hringbraut hljóðar upp á 80 milljarða króna en ekki eru til peningar hjá ríkissjóði fyrir framkvæmdinni. Með eignatryggðri fjármögnun væri hægt að byggja spítalann án þess að kostnaður lenti á A- eða B-hluta ríkisreiknings. Óvissa um fjármögnun þrátt fyrir 56-0 í þinginu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki hlynntur þessari leið. „Almennt ef að einkaaðilar eru að taka lán til þess að fara í framkvæmdir og ætla síðan að byggja tekjumódel sitt á því að ríkið borgi leigu þá hefur það þótt koma verr út fyrir ríkið. Það hefur verið almenna reglan vegna þess að ríkið hefur almennt betri möguleika á hagstæðum kjörum á lánamörkuðum,“ segir Bjarni. Þannig að þú myndir fara aðra leið? „Ég vil bara segja að ég kokgleypi ekki við fyrstu kynni hugmyndum um einkaframkvæmd þarna.“ Á síðasta degi þingsins í vor samþykkti Alþingi þessa þingsályktun um að flýta fyrir byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum gegn engu. Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fengi jafnframt heimild til aðtaka lán fyrir byggingarkostnaði. Vill aðhaldssemi og forðast lántökur Bjarni vill að spítalinn rísi fyrir eigið fé, ekki lán, en það gæti þýtt talsverða töf. „Mér finnst mikilvægast að ríkið hafi fjármagn til þess að veita í þessa mikilvægu framkvæmd og við þurfum að skapa svigrúm fyrir það í opinberum fjármálum á næstu árum. Mikilvægast af öllu er að við ráðumst ekki í verkefnið þannig að það verði allt tekið að láni,“ segir Bjarni. Það er athyglisvert að fjármálaráðherra vísi til þess að skapa þurfi svigrúm í ríkisfjármálum á „næstu árum“ því það þýðir í reynd að mörg ár gætu liðið þangað til að spítalinn rís. Fjármálaráðherra gæti þó verið að stilla væntingum í hóf með þessum ummælum sínum. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Fjármálaráðherra er mótfallinn því að Landspítalinn fari í einkaframkvæmd eins og með eignatryggðri fjármögnun. Hann segir almennt ekki hafa gefist vel að einkaaðilar byggi tekjumódel sitt á leigugreiðslum ríkisins. Ólíklegt er að nýr spítali verði reistur fyrir eigið fé ríkisins á næstunni. Fjárfestar hafa sýnt því áhuga að taka þátt í fjármögnun byggingu nýs Landspítala með eignatryggðri fjármögnun. Þetta fælist í því að rekstrarfélag spítalans gæfi út skuldabréf tryggt með tekjum spítalans sem gætu verið komugjöld sjúklinga og leigutekjur vegna húsnæðisins sjálfs. Kostnaðaráætlun nýs Landspítala við Hringbraut hljóðar upp á 80 milljarða króna en ekki eru til peningar hjá ríkissjóði fyrir framkvæmdinni. Með eignatryggðri fjármögnun væri hægt að byggja spítalann án þess að kostnaður lenti á A- eða B-hluta ríkisreiknings. Óvissa um fjármögnun þrátt fyrir 56-0 í þinginu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ekki hlynntur þessari leið. „Almennt ef að einkaaðilar eru að taka lán til þess að fara í framkvæmdir og ætla síðan að byggja tekjumódel sitt á því að ríkið borgi leigu þá hefur það þótt koma verr út fyrir ríkið. Það hefur verið almenna reglan vegna þess að ríkið hefur almennt betri möguleika á hagstæðum kjörum á lánamörkuðum,“ segir Bjarni. Þannig að þú myndir fara aðra leið? „Ég vil bara segja að ég kokgleypi ekki við fyrstu kynni hugmyndum um einkaframkvæmd þarna.“ Á síðasta degi þingsins í vor samþykkti Alþingi þessa þingsályktun um að flýta fyrir byggingu nýs Landspítala með 56 atkvæðum gegn engu. Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður fengi jafnframt heimild til aðtaka lán fyrir byggingarkostnaði. Vill aðhaldssemi og forðast lántökur Bjarni vill að spítalinn rísi fyrir eigið fé, ekki lán, en það gæti þýtt talsverða töf. „Mér finnst mikilvægast að ríkið hafi fjármagn til þess að veita í þessa mikilvægu framkvæmd og við þurfum að skapa svigrúm fyrir það í opinberum fjármálum á næstu árum. Mikilvægast af öllu er að við ráðumst ekki í verkefnið þannig að það verði allt tekið að láni,“ segir Bjarni. Það er athyglisvert að fjármálaráðherra vísi til þess að skapa þurfi svigrúm í ríkisfjármálum á „næstu árum“ því það þýðir í reynd að mörg ár gætu liðið þangað til að spítalinn rís. Fjármálaráðherra gæti þó verið að stilla væntingum í hóf með þessum ummælum sínum.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira