Sautján ára stúlka heldur ráðstefnu um menntamál Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 08:00 Unnur segist hafa fengið jákvæð viðbrögð úr öllum áttum. "Öllum finnst þetta svo þarft í umræðunni. Þess vegna voru allir sem ég hef talað við mjög sáttir við þetta.“ Fréttablaðið/Valli „Vandamálið er að nemendur eru ekki nógu upplýstir um styttinguna og vita í raun ekkert hvað koma skal,“ segir Unnur Lárusdóttir, sautján ára nemi í Verzlunarskóla Íslands sem stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu á miðvikudag sem ber yfirskriftina: Stytting framhaldsskólanna. Frábær eða fáránleg? Forsaga framtaksins er sú að Unnur fór til Bandaríkjanna í sumar á ráðstefnu þar sem krakkar frá bæði Evrópu og Ameríku hittust til að ræða hin ýmsu samfélagsmálefni og lærðu aðferðir við að leysa vandamál í þjóðfélaginu sínu. „Ég fór að velta því fyrir mér hvaða vandamál mér fannst mest áberandi meðal krakka á mínum aldri á Íslandi.“ Unnur segist strax hafa hugsað um breytingarnar og þróunina á menntakerfinu. „Mér datt í hug að reyna að nálgast opna umræðu og vera með ráðstefnu þar sem ég myndi fá fólk til að ræða málefnið, bæði kosti og galla. Þannig getur fólk tekið afstöðu vitandi meira um málið, ekki bara vera á einhverri skoðun án þess að geta fært rök fyrir máli sínu.“ Umræðan í þjóðfélaginu varðandi styttingu framhaldsskólanna er ákaflega skipt að mati Unnar. „Mér finnst fólk annaðhvort alfarið á móti þessu eða alfarið með styttingunni. Fólk er svo mikið að mynda sína afstöðu út frá mismunandi mýtum í samfélaginu. Það er bein orsök af því að fólk er ekki nógu upplýst.“ Unnur stendur ein fyrir skipulagningunni en undirbúningur hefur tekið um einn og hálfan mánuð. Hún segist hafa fengið góð viðbrögð úr öllum áttum og að hennar ungi aldur hafi aldrei verið fyrirstaða heldur miklu heldur drifkraftur fyrir hana. Ráðstefnan verður milli fimm og sjö og er frítt inn. Unnur segir kostnað fylgja ráðstefnu sem þessari en hún hefur fengið styrki fyrir öllu frá Verzlunarskólanum, Purdue háskóla í Bandaríkjunum, Hrenisitækni ehf. og fleirum. Ræðumenn eru ekki af verri endanum en fram koma menntamálaráðherra, skólastjóri Verzlunarskólans, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, forseta N.F.V.Í og fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskóla. „Styttingin hefur áhrif á svo marga, ekki bara nemendur heldur kennara, foreldra, samfélagið í heild. Ég vona bara að mér takist að fylla salinn og að þetta hafi áhrif.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
„Vandamálið er að nemendur eru ekki nógu upplýstir um styttinguna og vita í raun ekkert hvað koma skal,“ segir Unnur Lárusdóttir, sautján ára nemi í Verzlunarskóla Íslands sem stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu á miðvikudag sem ber yfirskriftina: Stytting framhaldsskólanna. Frábær eða fáránleg? Forsaga framtaksins er sú að Unnur fór til Bandaríkjanna í sumar á ráðstefnu þar sem krakkar frá bæði Evrópu og Ameríku hittust til að ræða hin ýmsu samfélagsmálefni og lærðu aðferðir við að leysa vandamál í þjóðfélaginu sínu. „Ég fór að velta því fyrir mér hvaða vandamál mér fannst mest áberandi meðal krakka á mínum aldri á Íslandi.“ Unnur segist strax hafa hugsað um breytingarnar og þróunina á menntakerfinu. „Mér datt í hug að reyna að nálgast opna umræðu og vera með ráðstefnu þar sem ég myndi fá fólk til að ræða málefnið, bæði kosti og galla. Þannig getur fólk tekið afstöðu vitandi meira um málið, ekki bara vera á einhverri skoðun án þess að geta fært rök fyrir máli sínu.“ Umræðan í þjóðfélaginu varðandi styttingu framhaldsskólanna er ákaflega skipt að mati Unnar. „Mér finnst fólk annaðhvort alfarið á móti þessu eða alfarið með styttingunni. Fólk er svo mikið að mynda sína afstöðu út frá mismunandi mýtum í samfélaginu. Það er bein orsök af því að fólk er ekki nógu upplýst.“ Unnur stendur ein fyrir skipulagningunni en undirbúningur hefur tekið um einn og hálfan mánuð. Hún segist hafa fengið góð viðbrögð úr öllum áttum og að hennar ungi aldur hafi aldrei verið fyrirstaða heldur miklu heldur drifkraftur fyrir hana. Ráðstefnan verður milli fimm og sjö og er frítt inn. Unnur segir kostnað fylgja ráðstefnu sem þessari en hún hefur fengið styrki fyrir öllu frá Verzlunarskólanum, Purdue háskóla í Bandaríkjunum, Hrenisitækni ehf. og fleirum. Ræðumenn eru ekki af verri endanum en fram koma menntamálaráðherra, skólastjóri Verzlunarskólans, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, forseta N.F.V.Í og fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskóla. „Styttingin hefur áhrif á svo marga, ekki bara nemendur heldur kennara, foreldra, samfélagið í heild. Ég vona bara að mér takist að fylla salinn og að þetta hafi áhrif.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira