Innlent

Minntust fórnarlamba bílslysa

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Landsmenn voru hvattir á athöfninni til að nota þennan dag til að íhuga þá ábyrgð sem hver og einn ber sem þátttakandi í umferðinni.
Landsmenn voru hvattir á athöfninni til að nota þennan dag til að íhuga þá ábyrgð sem hver og einn ber sem þátttakandi í umferðinni. Mynd/Þorkell Þorkelsson
Athöfn til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum var haldin í gær við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Gestir þögðu í mínútu til minningar um hina látnu auk þess sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ávarp. Einnig tók til máls Ása Sigurjóna Þorsteinsdóttir, kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi fyrir nokkrum árum.

Sams konar athöfn er haldin víðs vegar um heiminn á þessum degi að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×