Fær ekki svigrúm til að sinna eftirliti Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. nóvember 2014 07:00 Sigríður Friðjónsdóttir segir að mikil fækkun hafi orðið á játningarmálum. fréttablaðið/Pjetur Annir við afgreiðslu mála hjá ríkissaksóknara leiða óhjákvæmilega til þess að svigrúm embættisins til að sinna lögbundnu samræmingar- og eftirlitshlutverki verður lítið. „Það vill því sitja á hakanum,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Ákærumálum sem bárust héraðsdómstólunum frá ríkissaksóknara fjölgaði um 40 prósent á milli áranna 2012 og 2013, eða úr 180 málum í 253 mál. Þetta sést þegar rýnt er í tölfræði í ársskýrslu dómstólaráðs og héraðsdómstólanna 2013. Engu að síður sér Sigríður fram á að þurfa að láta einn ákæranda fara, miðað við framlög til embættisins á fjárlögum fyrir næsta ár. „Þessi gríðarlega fjölgun hefur eðlilega í för með sér að ákærendur við embættið eru löngum stundum í dómstólunum og á meðan bíða málin sem ekki er búið að afgreiða. Hæstaréttarmálin eru ekki inni í þessari tölu en þau voru 110 á síðasta ári,“ segir Sigríður. Þá bendir Sigríður á að ríkissaksóknari hafi gefið út ákærur í 264 málum það sem af er þessu ári og sent héraðsdómstólunum. Þetta eru fleiri ákærur en bárust dómstólunum allt árið í fyrra. „Ég minni á að ákærendur við embætti ríkissaksóknara flytja mál við alla héraðsdómstóla landsins sem kallar á tímafrek ferðalög. Þá er rétt að nefna í þessu sambandi að mikil fækkun hefur orðið á svokölluðum játningarmálum, það er málum sem að öllu jöfnu hefði verið unnt að ljúka með einu eða tveimur stuttum þinghöldum á grundvelli játningar sakbornings. Nú orðið er hart tekið til varna í langflestum sakamálum og gerðar kröfur af ýmsum toga af hálfu varnarinnar með tilheyrandi seinkun málsins og enn frekari mætingum í dóm og undirbúningi af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Sigríður. Þá segir Sigríður að kærumál vegna ákvarðana lögreglustjóra og sérstaks saksóknara um að vísa kæru frá, hætta rannsókn eða fella mál niður séu núna orðin 192 en hafi verið 166 allt árið í fyrra. Þau mál þurfi að afgreiða innan lögbundins frests sem er 30 dagar. „Á þeim tíma þarf að fá gögn og rökstuðning frá lögreglustjórum, fara yfir gögnin þegar þau koma og taka rökstudda afstöðu til þess hvort ákvörðun lögreglustjóra eða sérstaks saksóknara er staðfest eða felld úr gildi,“ segir Sigríður og bætir við að það megi líkja þessari afgreiðslu við samningu dómsúrskurðar. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Annir við afgreiðslu mála hjá ríkissaksóknara leiða óhjákvæmilega til þess að svigrúm embættisins til að sinna lögbundnu samræmingar- og eftirlitshlutverki verður lítið. „Það vill því sitja á hakanum,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Ákærumálum sem bárust héraðsdómstólunum frá ríkissaksóknara fjölgaði um 40 prósent á milli áranna 2012 og 2013, eða úr 180 málum í 253 mál. Þetta sést þegar rýnt er í tölfræði í ársskýrslu dómstólaráðs og héraðsdómstólanna 2013. Engu að síður sér Sigríður fram á að þurfa að láta einn ákæranda fara, miðað við framlög til embættisins á fjárlögum fyrir næsta ár. „Þessi gríðarlega fjölgun hefur eðlilega í för með sér að ákærendur við embættið eru löngum stundum í dómstólunum og á meðan bíða málin sem ekki er búið að afgreiða. Hæstaréttarmálin eru ekki inni í þessari tölu en þau voru 110 á síðasta ári,“ segir Sigríður. Þá bendir Sigríður á að ríkissaksóknari hafi gefið út ákærur í 264 málum það sem af er þessu ári og sent héraðsdómstólunum. Þetta eru fleiri ákærur en bárust dómstólunum allt árið í fyrra. „Ég minni á að ákærendur við embætti ríkissaksóknara flytja mál við alla héraðsdómstóla landsins sem kallar á tímafrek ferðalög. Þá er rétt að nefna í þessu sambandi að mikil fækkun hefur orðið á svokölluðum játningarmálum, það er málum sem að öllu jöfnu hefði verið unnt að ljúka með einu eða tveimur stuttum þinghöldum á grundvelli játningar sakbornings. Nú orðið er hart tekið til varna í langflestum sakamálum og gerðar kröfur af ýmsum toga af hálfu varnarinnar með tilheyrandi seinkun málsins og enn frekari mætingum í dóm og undirbúningi af hálfu ákæruvaldsins,“ segir Sigríður. Þá segir Sigríður að kærumál vegna ákvarðana lögreglustjóra og sérstaks saksóknara um að vísa kæru frá, hætta rannsókn eða fella mál niður séu núna orðin 192 en hafi verið 166 allt árið í fyrra. Þau mál þurfi að afgreiða innan lögbundins frests sem er 30 dagar. „Á þeim tíma þarf að fá gögn og rökstuðning frá lögreglustjórum, fara yfir gögnin þegar þau koma og taka rökstudda afstöðu til þess hvort ákvörðun lögreglustjóra eða sérstaks saksóknara er staðfest eða felld úr gildi,“ segir Sigríður og bætir við að það megi líkja þessari afgreiðslu við samningu dómsúrskurðar.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira