Fékk mörg hundruð milljónum meira 13. nóvember 2014 17:00 Lloyd Christmas og Harry Dunne Heimskingjarnir snúa aftur á hvíta tjaldið tuttugu árum eftir að Dumb and Dumber kom út. Framhaldsmyndin sem svo margir hafa beðið eftir, Dumb and Dumber To, kemur í bíó á morgun. Þar taka þeir Jim Carrey og Jeff Daniels upp þráðinn þar sem þeir létu hann niður falla sem heimskingjarnir Lloyd Christmas og Harry Dunne. Tuttugu ár eru liðin síðan Dumb and Dumber sló í gegn. Kostnaðaráætlun þeirrar myndar hljóðaði upp á sautján milljónir dala, eða rúma tvo milljarða króna. Á endanum hafði hún þénað 247 milljónir dala í miðasölunni úti um heim allan, eða um þrjátíu milljarða króna. Leikstjórarnir Bobby og Peter Farrelly voru nýlega spurðir út í þessa ógurlega vinsælu gamanmynd í þættinum The Hollywood Masters og þar kom ýmislegt áhugavert í ljós. Meðal annars það að Carrey fékk um 870 milljónir króna fyrir að leika Christmas en mótleikari hans Daniels fékk aftur á móti aðeins sex milljónir króna fyrir að leika Dunne, að því er Yahoo.com greindi frá. „Þeir buðu honum 43 milljónir króna fyrir að leika í myndinni en hann sagði nei,“ sagði Peter Farrelly. „Hann vildi fá 50 milljónir. Þá héldu þeir að sér höndum. Svo kom Ace Ventura út, sem var fyrsta myndin hans og hún fór í efsta sætið. Þá sagði kvikmyndaverið: „Ókei, þú færð 50 milljónir“. Þá sagði hann: Nei, ég vil 62 milljónir.“ Til að gera langa sögu stutta hélt Ace Ventura toppsæti sínu á vinsældalistanum og þegar launaviðræðunum lauk voru laun Carreys komin upp í 870 milljónir króna, sem er það mesta sem gamanleikari hafði þá fengið greitt. Hvað Daniels varðar þá fékk hann borgaða þessa smáaura fyrir sitt hlutverk vegna þess að kvikmyndaverið vildi ekki ráða hann til að byrja með. „Þeir sögðu: „Gerið það, einhvern annan en hann. Náið í gamanleikara“,“ sagði Bobby Farrelly, sem vildi ráða Daniels eftir að hafa séð hann í myndinni Something Wild. „Þannig að þeir buðu honum, að mig minnir, sex milljónir króna, og þeir bjuggust við því að hann myndi neita vegna þess hve Carrey fékk mikið greitt. En hann tók þessu.“ Að sögn Peters Farrelly var það Carrey sjálfur sem lagði til fyrir nokkrum árum að ráðist yrði í gerð Dumb and Dumber To en í millitíðinni hafði hin misheppnaða Dumb and Dumberer komið út með öðrum aðalleikurum og leikstjóra. „Jim var á hóteli, kveikti á sjónvarpinu, og horfði á hana frá upphafi til enda og hugsaði með sér: Við verðum að gera aðra mynd.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Framhaldsmyndin sem svo margir hafa beðið eftir, Dumb and Dumber To, kemur í bíó á morgun. Þar taka þeir Jim Carrey og Jeff Daniels upp þráðinn þar sem þeir létu hann niður falla sem heimskingjarnir Lloyd Christmas og Harry Dunne. Tuttugu ár eru liðin síðan Dumb and Dumber sló í gegn. Kostnaðaráætlun þeirrar myndar hljóðaði upp á sautján milljónir dala, eða rúma tvo milljarða króna. Á endanum hafði hún þénað 247 milljónir dala í miðasölunni úti um heim allan, eða um þrjátíu milljarða króna. Leikstjórarnir Bobby og Peter Farrelly voru nýlega spurðir út í þessa ógurlega vinsælu gamanmynd í þættinum The Hollywood Masters og þar kom ýmislegt áhugavert í ljós. Meðal annars það að Carrey fékk um 870 milljónir króna fyrir að leika Christmas en mótleikari hans Daniels fékk aftur á móti aðeins sex milljónir króna fyrir að leika Dunne, að því er Yahoo.com greindi frá. „Þeir buðu honum 43 milljónir króna fyrir að leika í myndinni en hann sagði nei,“ sagði Peter Farrelly. „Hann vildi fá 50 milljónir. Þá héldu þeir að sér höndum. Svo kom Ace Ventura út, sem var fyrsta myndin hans og hún fór í efsta sætið. Þá sagði kvikmyndaverið: „Ókei, þú færð 50 milljónir“. Þá sagði hann: Nei, ég vil 62 milljónir.“ Til að gera langa sögu stutta hélt Ace Ventura toppsæti sínu á vinsældalistanum og þegar launaviðræðunum lauk voru laun Carreys komin upp í 870 milljónir króna, sem er það mesta sem gamanleikari hafði þá fengið greitt. Hvað Daniels varðar þá fékk hann borgaða þessa smáaura fyrir sitt hlutverk vegna þess að kvikmyndaverið vildi ekki ráða hann til að byrja með. „Þeir sögðu: „Gerið það, einhvern annan en hann. Náið í gamanleikara“,“ sagði Bobby Farrelly, sem vildi ráða Daniels eftir að hafa séð hann í myndinni Something Wild. „Þannig að þeir buðu honum, að mig minnir, sex milljónir króna, og þeir bjuggust við því að hann myndi neita vegna þess hve Carrey fékk mikið greitt. En hann tók þessu.“ Að sögn Peters Farrelly var það Carrey sjálfur sem lagði til fyrir nokkrum árum að ráðist yrði í gerð Dumb and Dumber To en í millitíðinni hafði hin misheppnaða Dumb and Dumberer komið út með öðrum aðalleikurum og leikstjóra. „Jim var á hóteli, kveikti á sjónvarpinu, og horfði á hana frá upphafi til enda og hugsaði með sér: Við verðum að gera aðra mynd.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira