Æ fleiri börn þurfa meðferð vegna stoðkerfisvandamála Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 11:00 sjúkraþjálfarinn "Foreldrar átta sig kannski ekki á því hvers vegna krakkarnir eru með höfuðverk og hvernig eigi að leysa vandann,“ segir Gauti Grétarsson. fréttablaðið/anton Börnum og unglingum sem koma til sjúkraþjálfara með stoðkerfisvandamál fjölgar verulega. Hluti vandamálanna er mikil kyrrseta og notkun tölva, spjaldtölva og farsíma, að sögn Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara. „Ég hef séð tveggja til þriggja ára krakka með spjaldtölvu og farsíma. Þau venja sig á að vera með hálsinn langt fram fyrir bolinn þar sem þyngdarpunkturinn er. Sitji þau lengi í þessari stöðu veldur þetta höfuðverk, svefntruflunum og alls konar öðrum vandamálum. Það má búast við talsverðum stoðkerfisvandamálum hjá þessum börnum eftir 10 til 15 ár verði ekki gripið í taumana,“ segir Gauti og bætir því við að foreldrar verði að setja reglur um tölvunotkun barnanna og aga sjálfa sig.Búast má við stoðkerfisvandamálum hjá börnum sem sitja lengi með spjaldtölvur.vísir/GETTY„Foreldrar eru að kaupa sér tíma með því að rétta börnunum spjaldtölvurnar. Krakkarnir læra þetta af foreldrunum sem eru sjálfir alltaf í tölvunum. Við erum að fá til okkar fólk sem situr við tölvu átta klukkustundir á dag og er svo með tölvu í fanginu heima í kannski fjórar klukkustundir. Þetta eru kallaðar fartölvur en eru í rauninni fangtölvur. Foreldrar þurfa að leika við börnin í staðinn, fara með þeim út og kenna þeim leiki.“ Gauti tekur það fram að vissulega nái börn einbeitingu og færni í fínhreyfingum við tölvunotkun. „Þau fá hins vegar eingöngu færni í þessum fínhreyfingum. Þau nota mikið bara aðra höndina og hin er farþegi. Höfuðið er fyrir framan bolinn og mikið í hangandi stöðu. Við sem eru eldri náðum færni í fínhreyfingum og einbeitingu með því að vera í til dæmis dúkkulísuleik og smíði flugvélamódela. Við notuðum báðar hendurnar við þessa leiki og við fórum ekki með þetta út í bíl. Við vorum ekki í þessu allan daginn heldur vorum við mikið í leikjum úti.“ Að sögn Gauta missa börn sem eru mikið í tölvum færni í grófhreyfingum. „Þau ná ekki að þroska stoðkerfið og fá heldur ekki útrás fyrir spennu og streitu með því að þjálfa grófhreyfingar með útileikjum og íþróttaiðkun. Þeim eru bara gefin verkjalyf þegar þau verða óþekk og óvær og sofa illa vegna vegna verkja í stoðkerfinu. Foreldrar átta sig kannski ekki á því hvers vegna krakkarnir eru með höfuðverk og hvernig eigi að leysa vandann. Unglingarnir sem eru að koma til okkar í sjúkraþjálfun núna eru þau sem byrjuðu að sitja við tölvur fyrir nokkrum árum. Það verður að takmarka þann tíma sem ung börn eru í tölvum.“ Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Börnum og unglingum sem koma til sjúkraþjálfara með stoðkerfisvandamál fjölgar verulega. Hluti vandamálanna er mikil kyrrseta og notkun tölva, spjaldtölva og farsíma, að sögn Gauta Grétarssonar sjúkraþjálfara. „Ég hef séð tveggja til þriggja ára krakka með spjaldtölvu og farsíma. Þau venja sig á að vera með hálsinn langt fram fyrir bolinn þar sem þyngdarpunkturinn er. Sitji þau lengi í þessari stöðu veldur þetta höfuðverk, svefntruflunum og alls konar öðrum vandamálum. Það má búast við talsverðum stoðkerfisvandamálum hjá þessum börnum eftir 10 til 15 ár verði ekki gripið í taumana,“ segir Gauti og bætir því við að foreldrar verði að setja reglur um tölvunotkun barnanna og aga sjálfa sig.Búast má við stoðkerfisvandamálum hjá börnum sem sitja lengi með spjaldtölvur.vísir/GETTY„Foreldrar eru að kaupa sér tíma með því að rétta börnunum spjaldtölvurnar. Krakkarnir læra þetta af foreldrunum sem eru sjálfir alltaf í tölvunum. Við erum að fá til okkar fólk sem situr við tölvu átta klukkustundir á dag og er svo með tölvu í fanginu heima í kannski fjórar klukkustundir. Þetta eru kallaðar fartölvur en eru í rauninni fangtölvur. Foreldrar þurfa að leika við börnin í staðinn, fara með þeim út og kenna þeim leiki.“ Gauti tekur það fram að vissulega nái börn einbeitingu og færni í fínhreyfingum við tölvunotkun. „Þau fá hins vegar eingöngu færni í þessum fínhreyfingum. Þau nota mikið bara aðra höndina og hin er farþegi. Höfuðið er fyrir framan bolinn og mikið í hangandi stöðu. Við sem eru eldri náðum færni í fínhreyfingum og einbeitingu með því að vera í til dæmis dúkkulísuleik og smíði flugvélamódela. Við notuðum báðar hendurnar við þessa leiki og við fórum ekki með þetta út í bíl. Við vorum ekki í þessu allan daginn heldur vorum við mikið í leikjum úti.“ Að sögn Gauta missa börn sem eru mikið í tölvum færni í grófhreyfingum. „Þau ná ekki að þroska stoðkerfið og fá heldur ekki útrás fyrir spennu og streitu með því að þjálfa grófhreyfingar með útileikjum og íþróttaiðkun. Þeim eru bara gefin verkjalyf þegar þau verða óþekk og óvær og sofa illa vegna vegna verkja í stoðkerfinu. Foreldrar átta sig kannski ekki á því hvers vegna krakkarnir eru með höfuðverk og hvernig eigi að leysa vandann. Unglingarnir sem eru að koma til okkar í sjúkraþjálfun núna eru þau sem byrjuðu að sitja við tölvur fyrir nokkrum árum. Það verður að takmarka þann tíma sem ung börn eru í tölvum.“
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira