Sjúkraliðar hrekjast úr starfi vegna slæmra vinnuskilyrða Viktoría Hermannsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Að sögn formanns Sjúkraliðafélagsins er sjúkraliðum oft gert að sinna störfum sem séu ekki í þeirra verksviði. Undanfarin ár hefur það færst í aukana að sjúkraliðar séu látnir sinna störfum sem eru ekki innan þeirra verksviðs. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir félagsmenn ósátta og það sé verið að hrekja þá frá störfum. „Það er búið að vera í gangi í mjög langan tíma að störf ófaglærðra hafa verið að færast á hendur sjúkraliða. Við höfum mótmælt þessu og líka því að í einhverjum tilvikum er verið að ráða hjúkrunarnema í störf sjúkraliða. Sjúkraliðar eru lögvarin heilbrigðisstétt sem er menntuð til þess að sinna hjúkrun en ekki til þess að vera í ræstingu eða býtibúrsstörfum,“ segir Kristín. Hún segir dæmi um þetta bæði á spítölum og hjúkrunarheimilum. „Við höfum alveg verið sammála þeirri stefnu að afsjúkrahúsavæða hjúkrunarheimilin en engu að síður hefur það orðið til þess að þar er verið að setja sjúkraliða í störf sem ófaglærðir höfðu gegnt fram að þessu. Þetta hefur tilheyrt meira inni á hjúkrunarheimilunum og þá í takt við þessa Eden-stefnu þar sem allir eiga að starfa jafnt. Við höfum þá sagt, af hverju á það þá ekki við alla menntaða heilbrigðisstarfsmenn, lækna og hjúkrunarfræðinga líka, ekki bara sjúkraliðana,“ segir Kristín.kRISÍN á. gUÐMUNDSDÓTTIRHún segir oft lítinn greinarmun gerðan á menntun sjúkraliða og ófaglærðs starfsfólks. „Þessu höfum við mótmælt við landlæknisembættið og stofnanirnar sjálfar en lítið orðið ágengt í því.“ Kristín segir marga sjúkraliða vera afar ósátta við það hvernig komið sé fram við þá. Sums staðar hafi verið farin sú leið að skerða starfshlutfall þeirra til að ná fram sparnaði og sé þá unnið á styttri vöktum sem komi sér illa fyrir starfsfólkið. Vegna lélegra vinnuskilyrða séu því margir sjúkraliðar fluttir úr landi eða hafi snúið sér að öðrum störfum. „Það er búið að vera að hrekja þá í burtu. Við höfum rætt það í kjaraviðræðum að það verði að byrja á því að koma almennilega fram við sjúkraliða til þess að þeir haldist í þessum störfum.“ Hún segir félagsmönnum hafa fækkað í undanfarin ár. „Það er mjög undarleg þróun að vera með fólk, sem er búið að mennta sig í 6-7 annir og sumir lengur, í að sinna svo þessum störfum. Það er ekki þjóðfélagslegur hagnaður af þessu, það er alveg ljóst,“ segir hún og kallar eftir úrbótum. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Undanfarin ár hefur það færst í aukana að sjúkraliðar séu látnir sinna störfum sem eru ekki innan þeirra verksviðs. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir félagsmenn ósátta og það sé verið að hrekja þá frá störfum. „Það er búið að vera í gangi í mjög langan tíma að störf ófaglærðra hafa verið að færast á hendur sjúkraliða. Við höfum mótmælt þessu og líka því að í einhverjum tilvikum er verið að ráða hjúkrunarnema í störf sjúkraliða. Sjúkraliðar eru lögvarin heilbrigðisstétt sem er menntuð til þess að sinna hjúkrun en ekki til þess að vera í ræstingu eða býtibúrsstörfum,“ segir Kristín. Hún segir dæmi um þetta bæði á spítölum og hjúkrunarheimilum. „Við höfum alveg verið sammála þeirri stefnu að afsjúkrahúsavæða hjúkrunarheimilin en engu að síður hefur það orðið til þess að þar er verið að setja sjúkraliða í störf sem ófaglærðir höfðu gegnt fram að þessu. Þetta hefur tilheyrt meira inni á hjúkrunarheimilunum og þá í takt við þessa Eden-stefnu þar sem allir eiga að starfa jafnt. Við höfum þá sagt, af hverju á það þá ekki við alla menntaða heilbrigðisstarfsmenn, lækna og hjúkrunarfræðinga líka, ekki bara sjúkraliðana,“ segir Kristín.kRISÍN á. gUÐMUNDSDÓTTIRHún segir oft lítinn greinarmun gerðan á menntun sjúkraliða og ófaglærðs starfsfólks. „Þessu höfum við mótmælt við landlæknisembættið og stofnanirnar sjálfar en lítið orðið ágengt í því.“ Kristín segir marga sjúkraliða vera afar ósátta við það hvernig komið sé fram við þá. Sums staðar hafi verið farin sú leið að skerða starfshlutfall þeirra til að ná fram sparnaði og sé þá unnið á styttri vöktum sem komi sér illa fyrir starfsfólkið. Vegna lélegra vinnuskilyrða séu því margir sjúkraliðar fluttir úr landi eða hafi snúið sér að öðrum störfum. „Það er búið að vera að hrekja þá í burtu. Við höfum rætt það í kjaraviðræðum að það verði að byrja á því að koma almennilega fram við sjúkraliða til þess að þeir haldist í þessum störfum.“ Hún segir félagsmönnum hafa fækkað í undanfarin ár. „Það er mjög undarleg þróun að vera með fólk, sem er búið að mennta sig í 6-7 annir og sumir lengur, í að sinna svo þessum störfum. Það er ekki þjóðfélagslegur hagnaður af þessu, það er alveg ljóst,“ segir hún og kallar eftir úrbótum.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira