Uppvakningar á Reykjanesinu Þórður Ingi Jónsson skrifar 11. nóvember 2014 09:00 Dauðir munu rísa - Ógnvænleg afturganga í zombie island. mynd/skjáskot „Það er spurning um að koma henni í bíó, ef við náum að fylla sal þrisvar þá fáum við kannski meiri tíma. Annars er það bara Pirate Bay, er það ekki?“ segir Marteinn Ibsen, leikstjóri hrollvekjunnar Zombie Island. Aðstandendur hennar halda nú úti söfnun á vefsíðunni Karolina Fund til að fjármagna eftirvinnsluna en myndin var tekin upp árið 2012 að mestu án nokkurs fjármagns. Zombie Island er uppvakningamynd sem gerist á Íslandi og er að mestu tekin upp á ensku með íslenskum leikurum. Hún gerist á Reykjanesi og snýst um veiðimann sem vaknar með algjört minnisleysi í miðjum uppvakningafaraldri.Marteinn Ibsen, leikstjóri Zombie Island gerði myndina með æskuvinunum.mynd/kári jóhannssonEr hann ferðast dýpra inn í vírussýkta bæi Reykjanesskaga safnar hann saman eftirlifendum og reynir að finna leið af eyjunni ásamt mótefni við vírusnum. „Handritið er skrifað upp úr hruninu en þetta er eiginlega ádeila á hrunið og allt í kringum það,“ segir Marteinn. Aðstandendur myndarinnar eru æskuvinir. „Við Halldór Jón Björgvinsson, meðframleiðandi og leikari í myndinni og Guðmundur Ingvar Jónsson aðalleikari höfum verið að gera stuttmyndir síðan við vorum unglingar. Svo upp úr því að við fórum í Kvikmyndaskólann fór þetta að vera meira svona „pro“, segir hann. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Það er spurning um að koma henni í bíó, ef við náum að fylla sal þrisvar þá fáum við kannski meiri tíma. Annars er það bara Pirate Bay, er það ekki?“ segir Marteinn Ibsen, leikstjóri hrollvekjunnar Zombie Island. Aðstandendur hennar halda nú úti söfnun á vefsíðunni Karolina Fund til að fjármagna eftirvinnsluna en myndin var tekin upp árið 2012 að mestu án nokkurs fjármagns. Zombie Island er uppvakningamynd sem gerist á Íslandi og er að mestu tekin upp á ensku með íslenskum leikurum. Hún gerist á Reykjanesi og snýst um veiðimann sem vaknar með algjört minnisleysi í miðjum uppvakningafaraldri.Marteinn Ibsen, leikstjóri Zombie Island gerði myndina með æskuvinunum.mynd/kári jóhannssonEr hann ferðast dýpra inn í vírussýkta bæi Reykjanesskaga safnar hann saman eftirlifendum og reynir að finna leið af eyjunni ásamt mótefni við vírusnum. „Handritið er skrifað upp úr hruninu en þetta er eiginlega ádeila á hrunið og allt í kringum það,“ segir Marteinn. Aðstandendur myndarinnar eru æskuvinir. „Við Halldór Jón Björgvinsson, meðframleiðandi og leikari í myndinni og Guðmundur Ingvar Jónsson aðalleikari höfum verið að gera stuttmyndir síðan við vorum unglingar. Svo upp úr því að við fórum í Kvikmyndaskólann fór þetta að vera meira svona „pro“, segir hann.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira