Tvö verk Ásmundar afhjúpuð 10. nóvember 2014 13:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhjúpaði tvö verk Ásmundar Sveinssonar í Seljahverfi. Öll börn í þriðja, fjórða og fimmta bekk Seljaskóla tóku þátt í viðburðinum. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, afhjúpaði verkin Móðir mín í kví kví og Fýkur yfir hæðir eftir Ásmund Sveinsson við Seljatjörn og Seljakirkju á föstudagsmorgun. Þetta eru fyrstu útilistaverk sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í Seljahverfi. Á sama tíma var opnuð sýning á listaverkum barna í fjórða bekk Seljaskóla í Seljakirkju. Þema sýningarinnar er þjóðsögur og verk Ásmundar Sveinssonar en sýningin er unnin undir handleiðslu kennara í Seljaskóla og í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgina. Öll börn í þriðja, fjórða og fimmta bekk Seljaskóla taka þátt í viðburðinum. Viðburðurinn hófst við Seljatjörn þar sem borgarstjóri afhjúpaði verkið Móðir mín í kví, kví eftir Ásmund Sveinsson. Þaðan var farið í skrúðgöngu að Seljakirkju þar sem borgarstjóri afhjúpaði verkið Fýkur yfir hæðir. Þá var opnuð sýning á verkum barnanna sem þau hafa unnið að undanfarnar vikur í skólanum og í Ásmundarsafni. Á sýningunni eru klippimyndir með tilvísun í Krummasögur, myndasögur með tilvísun í þjóðsöguna um Bakkabræður og leirverk sem hafa vísun til álfasagna. Alls tóku 60 börn þátt í verkefninu en þau hafa jafnframt sótt sér efnivið í verk Ásmundar Sveinssonar. Þau fengu m.a. leiðsögn í Ásmundarsafni um verk Ásmundar og unnu leirverk í safninu. Ásmundur mótaði verkið Fýkur yfir hæðir þegar hann bjó og starfaði á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi á árunum 1931-1933. Um þessa fallegu en jafnframt átakanlegu mynd sagði Ásmundur: „Ég gerði hana í Laugarnesi. Það var bylur úti og mér datt í hug að gera mynd af konu sem reynir að vernda barnið sitt. Lítill strákur kom svo til mín síðar, sá skissuna og segir: „Ég veit hvað þessi mynd heitir.“ „Og hvað heitir hún?“ sagði ég. „Fýkur yfir hæðir,“ sagði stráksi.“ Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, afhjúpaði verkin Móðir mín í kví kví og Fýkur yfir hæðir eftir Ásmund Sveinsson við Seljatjörn og Seljakirkju á föstudagsmorgun. Þetta eru fyrstu útilistaverk sem Reykjavíkurborg hefur sett upp í Seljahverfi. Á sama tíma var opnuð sýning á listaverkum barna í fjórða bekk Seljaskóla í Seljakirkju. Þema sýningarinnar er þjóðsögur og verk Ásmundar Sveinssonar en sýningin er unnin undir handleiðslu kennara í Seljaskóla og í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Bókmenntaborgina. Öll börn í þriðja, fjórða og fimmta bekk Seljaskóla taka þátt í viðburðinum. Viðburðurinn hófst við Seljatjörn þar sem borgarstjóri afhjúpaði verkið Móðir mín í kví, kví eftir Ásmund Sveinsson. Þaðan var farið í skrúðgöngu að Seljakirkju þar sem borgarstjóri afhjúpaði verkið Fýkur yfir hæðir. Þá var opnuð sýning á verkum barnanna sem þau hafa unnið að undanfarnar vikur í skólanum og í Ásmundarsafni. Á sýningunni eru klippimyndir með tilvísun í Krummasögur, myndasögur með tilvísun í þjóðsöguna um Bakkabræður og leirverk sem hafa vísun til álfasagna. Alls tóku 60 börn þátt í verkefninu en þau hafa jafnframt sótt sér efnivið í verk Ásmundar Sveinssonar. Þau fengu m.a. leiðsögn í Ásmundarsafni um verk Ásmundar og unnu leirverk í safninu. Ásmundur mótaði verkið Fýkur yfir hæðir þegar hann bjó og starfaði á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi á árunum 1931-1933. Um þessa fallegu en jafnframt átakanlegu mynd sagði Ásmundur: „Ég gerði hana í Laugarnesi. Það var bylur úti og mér datt í hug að gera mynd af konu sem reynir að vernda barnið sitt. Lítill strákur kom svo til mín síðar, sá skissuna og segir: „Ég veit hvað þessi mynd heitir.“ „Og hvað heitir hún?“ sagði ég. „Fýkur yfir hæðir,“ sagði stráksi.“
Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning