Skutu hrollvekju á fimm dögum á Mýrdalssandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 21. október 2014 10:30 Myndin er drungaleg framtíðarsýn sem gerist eftir fall siðmenningar. „Listrænt er þetta metnaðarfyllsta norska vísindaskáldskaparmynd allra tíma,“ er ritað í bækling alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Bergen um Morgenrøde eða Morgunroða, fyrstu mynd norska leikstjórans Anders Elsrud Hultgreen. Morgunroði var sýnd fjórum sinnum á RIFF nú á dögunum en myndin var tekin upp á Mýrdalssandi í fyrra. Um er að ræða drungalega vísindaskáldskaparmynd sem gerist eftir fall siðmenningar, en Anders lýsir myndinni sem „post-ragnarök“-mynd en það er skírskotun í svokallaðar „post-apocalypse“-myndir, vísindaskáldskap sem gerist eftir endalok siðmenningar. „Mér fannst áhugaverðara að nota hugtakið „ragnarök“ þó að myndin lýsi ekki einhverjum ákveðnum stað í framtíðinni. Í myndinni er notast við mikið af táknum gamalla og gleymdra trúarbragða. Það eru vísanir í ásatrú, abrahamísk-trúarbrögð og indverska trúarritið Bhagavad Gita,“ segir Anders. Myndin fjallar um pílagrím sem hittir dularfullan flæking á ferðalagi um eyðilönd. Þeir ferðast saman í leit að tæru drykkjarvatni. „Ef þú ferðast um eyðisanda í leit að mat og vatni og sérð einhvern sem hefur lifað af ragnarök, þá hefurðu gríðarlegar grunsemdir gagnvart honum og auðvitað gagnvart þessu ógestrisna landslagi.“ Hlutverkin leika Torstein Bjørklund og Ingar Helge Gimle, en hann lék í myndinni Død snø 2 sem var einnig tekin upp hér á landi. „Myndin gerist í heimi þar sem öll pólitísk og menningarleg landamæri hafa horfið en á sama tíma gæti hún gerst í einhvers konar goðsögulegu rými, sem hvorki er bundið við tíma né stað. Svipað og í mörgum trúarlegum textum þar sem atburðarásin gerist ekki í heiminum eins og við þekkjum hann, heldur á einhvers konar staðleysu.“ Að sögn Anders var myndin tekin upp á fimm dögum með fimm manna tökuliði. Hópnum til halds og trausts var Land Rover-jeppi, sem gerði þeim kleift að keyra yfir ár og sanda. Anders, sem sá sjálfur um að skrifa handritið, leikstýra, skjóta og klippa myndina, segir að hann sé nú að vinna að því að fá myndina í almennar sýningar í Noregi og á Íslandi. Eftir það stendur til að gefa hana út. „Það tekur bara meiri tíma þegar þú gerir allt sjálfur.“ RIFF Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Ég er femínisti“ Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
„Listrænt er þetta metnaðarfyllsta norska vísindaskáldskaparmynd allra tíma,“ er ritað í bækling alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Bergen um Morgenrøde eða Morgunroða, fyrstu mynd norska leikstjórans Anders Elsrud Hultgreen. Morgunroði var sýnd fjórum sinnum á RIFF nú á dögunum en myndin var tekin upp á Mýrdalssandi í fyrra. Um er að ræða drungalega vísindaskáldskaparmynd sem gerist eftir fall siðmenningar, en Anders lýsir myndinni sem „post-ragnarök“-mynd en það er skírskotun í svokallaðar „post-apocalypse“-myndir, vísindaskáldskap sem gerist eftir endalok siðmenningar. „Mér fannst áhugaverðara að nota hugtakið „ragnarök“ þó að myndin lýsi ekki einhverjum ákveðnum stað í framtíðinni. Í myndinni er notast við mikið af táknum gamalla og gleymdra trúarbragða. Það eru vísanir í ásatrú, abrahamísk-trúarbrögð og indverska trúarritið Bhagavad Gita,“ segir Anders. Myndin fjallar um pílagrím sem hittir dularfullan flæking á ferðalagi um eyðilönd. Þeir ferðast saman í leit að tæru drykkjarvatni. „Ef þú ferðast um eyðisanda í leit að mat og vatni og sérð einhvern sem hefur lifað af ragnarök, þá hefurðu gríðarlegar grunsemdir gagnvart honum og auðvitað gagnvart þessu ógestrisna landslagi.“ Hlutverkin leika Torstein Bjørklund og Ingar Helge Gimle, en hann lék í myndinni Død snø 2 sem var einnig tekin upp hér á landi. „Myndin gerist í heimi þar sem öll pólitísk og menningarleg landamæri hafa horfið en á sama tíma gæti hún gerst í einhvers konar goðsögulegu rými, sem hvorki er bundið við tíma né stað. Svipað og í mörgum trúarlegum textum þar sem atburðarásin gerist ekki í heiminum eins og við þekkjum hann, heldur á einhvers konar staðleysu.“ Að sögn Anders var myndin tekin upp á fimm dögum með fimm manna tökuliði. Hópnum til halds og trausts var Land Rover-jeppi, sem gerði þeim kleift að keyra yfir ár og sanda. Anders, sem sá sjálfur um að skrifa handritið, leikstýra, skjóta og klippa myndina, segir að hann sé nú að vinna að því að fá myndina í almennar sýningar í Noregi og á Íslandi. Eftir það stendur til að gefa hana út. „Það tekur bara meiri tíma þegar þú gerir allt sjálfur.“
RIFF Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Ég er femínisti“ Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“