Það gerist ekki mikið stærra en þetta Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 7. október 2014 09:22 Þorvaldur tók sig vel út á rauða dreglinum. Vísir/getty „Þetta var ákveðin upplifun, að sjá Universal-lógóið á skjánum og sjá svo sjálfan sig í myndinni,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, en hann er nýkominn heim frá London þar sem hann var á rauða dreglinum á frumsýningu nýjustu myndar sinnar. Myndin, sem heitir Dracula Untold, var eins og áður sagði heimsfrumsýnd á Leicester Square síðastliðinn miðvikudag. „Universal er að grafa upp gömlu hryllingssögurnar eins og Dracula og Frankenstein, og setja í svipaðan gæðaflokk og Spiderman, Batman og þær myndir,“ segir Þorvaldur, en hann telur að myndin hafi kostað um tíu til fimmtán milljarða íslenskra króna. Karakterinn sem Þorvaldur leikur í myndinni, Bright Eyes, er slavneskur launmorðingi og yfirmaður í herdeild, en honum var ungum rænt frá fjölskyldu sinni og hann þjálfaður upp í að vera ofurhermaður.Þorvaldur ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttur, á rauða dreglinum í London.Vísir/gettyAðspurður hvort ekki hafi stundum verið hasar á setti í hita leiksins, rifjar Þorvaldur upp eitt atvik. „Við vorum að taka um nótt, klukkan hefur verið um fjögur. Við vorum að taka eina stærstu bardagasenu myndarinnar sem gerist í skógi með miklum og háum trjám. Það var rigning, dimmt og drulla um allt og ég átti að hlaupa gegnum skóginn með öðrum leikara, og á leiðinni áttum við skylmast við sirka 10 manns. Það var mikill hamagangur og allir í svaka gír þegar allt í einu er öskrað „cut!“ Þá hafði þessi strákur í öllum látunum stungið sverðinu í augað á einum aukaleikaranum,“ segir Þorvaldur. „En sem betur fer eru bara notuð plastsverð í svona atriðum og mér skilst að drengurinn hafi nú fengið sjónina aftur.“ Þorvaldur segir það hafa verið mikla upplifun að leika í stórmynd framleiddri af Universal-risanum og ekki slæmt að fá slíkt á ferilskrána. „Það er smá munur á því hvort þú ert í margra milljarða króna mynd, þó svo að vinnan sé sú sama. Auðvitað er þægilegt að hafa sitt eigið hjólhýsi og vera sóttur í vinnuna á morgnana á Jagúar. En persónulega finnst mér nú íslenska settið rómantískara, þegar maður er með þrjátíu öðrum inni í rútu einhvers staðar úti á landi.“ En hvað er svo á döfinni hjá Þorvaldi? „Ég er að skoða nokkur verkefni erlendis og svo er ég að gera mynd hérna heima. Við Sólmundur Hólm erum svo að leggja lokahönd á handrit, sem er búið að vera í skrifum lengi, en það er einhvers konar blanda af fjölskylduharmleik, drama og gamani. Ég er svo að leikstýra hjá Versló í vetur, þannig að það er nóg að gera“ segir Þorvaldur. Hér fyrir neðan má svo sjá trailerinn úr myndinni. Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Þetta var ákveðin upplifun, að sjá Universal-lógóið á skjánum og sjá svo sjálfan sig í myndinni,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, en hann er nýkominn heim frá London þar sem hann var á rauða dreglinum á frumsýningu nýjustu myndar sinnar. Myndin, sem heitir Dracula Untold, var eins og áður sagði heimsfrumsýnd á Leicester Square síðastliðinn miðvikudag. „Universal er að grafa upp gömlu hryllingssögurnar eins og Dracula og Frankenstein, og setja í svipaðan gæðaflokk og Spiderman, Batman og þær myndir,“ segir Þorvaldur, en hann telur að myndin hafi kostað um tíu til fimmtán milljarða íslenskra króna. Karakterinn sem Þorvaldur leikur í myndinni, Bright Eyes, er slavneskur launmorðingi og yfirmaður í herdeild, en honum var ungum rænt frá fjölskyldu sinni og hann þjálfaður upp í að vera ofurhermaður.Þorvaldur ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttur, á rauða dreglinum í London.Vísir/gettyAðspurður hvort ekki hafi stundum verið hasar á setti í hita leiksins, rifjar Þorvaldur upp eitt atvik. „Við vorum að taka um nótt, klukkan hefur verið um fjögur. Við vorum að taka eina stærstu bardagasenu myndarinnar sem gerist í skógi með miklum og háum trjám. Það var rigning, dimmt og drulla um allt og ég átti að hlaupa gegnum skóginn með öðrum leikara, og á leiðinni áttum við skylmast við sirka 10 manns. Það var mikill hamagangur og allir í svaka gír þegar allt í einu er öskrað „cut!“ Þá hafði þessi strákur í öllum látunum stungið sverðinu í augað á einum aukaleikaranum,“ segir Þorvaldur. „En sem betur fer eru bara notuð plastsverð í svona atriðum og mér skilst að drengurinn hafi nú fengið sjónina aftur.“ Þorvaldur segir það hafa verið mikla upplifun að leika í stórmynd framleiddri af Universal-risanum og ekki slæmt að fá slíkt á ferilskrána. „Það er smá munur á því hvort þú ert í margra milljarða króna mynd, þó svo að vinnan sé sú sama. Auðvitað er þægilegt að hafa sitt eigið hjólhýsi og vera sóttur í vinnuna á morgnana á Jagúar. En persónulega finnst mér nú íslenska settið rómantískara, þegar maður er með þrjátíu öðrum inni í rútu einhvers staðar úti á landi.“ En hvað er svo á döfinni hjá Þorvaldi? „Ég er að skoða nokkur verkefni erlendis og svo er ég að gera mynd hérna heima. Við Sólmundur Hólm erum svo að leggja lokahönd á handrit, sem er búið að vera í skrifum lengi, en það er einhvers konar blanda af fjölskylduharmleik, drama og gamani. Ég er svo að leikstýra hjá Versló í vetur, þannig að það er nóg að gera“ segir Þorvaldur. Hér fyrir neðan má svo sjá trailerinn úr myndinni.
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira