Það gerist ekki mikið stærra en þetta Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 7. október 2014 09:22 Þorvaldur tók sig vel út á rauða dreglinum. Vísir/getty „Þetta var ákveðin upplifun, að sjá Universal-lógóið á skjánum og sjá svo sjálfan sig í myndinni,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, en hann er nýkominn heim frá London þar sem hann var á rauða dreglinum á frumsýningu nýjustu myndar sinnar. Myndin, sem heitir Dracula Untold, var eins og áður sagði heimsfrumsýnd á Leicester Square síðastliðinn miðvikudag. „Universal er að grafa upp gömlu hryllingssögurnar eins og Dracula og Frankenstein, og setja í svipaðan gæðaflokk og Spiderman, Batman og þær myndir,“ segir Þorvaldur, en hann telur að myndin hafi kostað um tíu til fimmtán milljarða íslenskra króna. Karakterinn sem Þorvaldur leikur í myndinni, Bright Eyes, er slavneskur launmorðingi og yfirmaður í herdeild, en honum var ungum rænt frá fjölskyldu sinni og hann þjálfaður upp í að vera ofurhermaður.Þorvaldur ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttur, á rauða dreglinum í London.Vísir/gettyAðspurður hvort ekki hafi stundum verið hasar á setti í hita leiksins, rifjar Þorvaldur upp eitt atvik. „Við vorum að taka um nótt, klukkan hefur verið um fjögur. Við vorum að taka eina stærstu bardagasenu myndarinnar sem gerist í skógi með miklum og háum trjám. Það var rigning, dimmt og drulla um allt og ég átti að hlaupa gegnum skóginn með öðrum leikara, og á leiðinni áttum við skylmast við sirka 10 manns. Það var mikill hamagangur og allir í svaka gír þegar allt í einu er öskrað „cut!“ Þá hafði þessi strákur í öllum látunum stungið sverðinu í augað á einum aukaleikaranum,“ segir Þorvaldur. „En sem betur fer eru bara notuð plastsverð í svona atriðum og mér skilst að drengurinn hafi nú fengið sjónina aftur.“ Þorvaldur segir það hafa verið mikla upplifun að leika í stórmynd framleiddri af Universal-risanum og ekki slæmt að fá slíkt á ferilskrána. „Það er smá munur á því hvort þú ert í margra milljarða króna mynd, þó svo að vinnan sé sú sama. Auðvitað er þægilegt að hafa sitt eigið hjólhýsi og vera sóttur í vinnuna á morgnana á Jagúar. En persónulega finnst mér nú íslenska settið rómantískara, þegar maður er með þrjátíu öðrum inni í rútu einhvers staðar úti á landi.“ En hvað er svo á döfinni hjá Þorvaldi? „Ég er að skoða nokkur verkefni erlendis og svo er ég að gera mynd hérna heima. Við Sólmundur Hólm erum svo að leggja lokahönd á handrit, sem er búið að vera í skrifum lengi, en það er einhvers konar blanda af fjölskylduharmleik, drama og gamani. Ég er svo að leikstýra hjá Versló í vetur, þannig að það er nóg að gera“ segir Þorvaldur. Hér fyrir neðan má svo sjá trailerinn úr myndinni. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
„Þetta var ákveðin upplifun, að sjá Universal-lógóið á skjánum og sjá svo sjálfan sig í myndinni,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, en hann er nýkominn heim frá London þar sem hann var á rauða dreglinum á frumsýningu nýjustu myndar sinnar. Myndin, sem heitir Dracula Untold, var eins og áður sagði heimsfrumsýnd á Leicester Square síðastliðinn miðvikudag. „Universal er að grafa upp gömlu hryllingssögurnar eins og Dracula og Frankenstein, og setja í svipaðan gæðaflokk og Spiderman, Batman og þær myndir,“ segir Þorvaldur, en hann telur að myndin hafi kostað um tíu til fimmtán milljarða íslenskra króna. Karakterinn sem Þorvaldur leikur í myndinni, Bright Eyes, er slavneskur launmorðingi og yfirmaður í herdeild, en honum var ungum rænt frá fjölskyldu sinni og hann þjálfaður upp í að vera ofurhermaður.Þorvaldur ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttur, á rauða dreglinum í London.Vísir/gettyAðspurður hvort ekki hafi stundum verið hasar á setti í hita leiksins, rifjar Þorvaldur upp eitt atvik. „Við vorum að taka um nótt, klukkan hefur verið um fjögur. Við vorum að taka eina stærstu bardagasenu myndarinnar sem gerist í skógi með miklum og háum trjám. Það var rigning, dimmt og drulla um allt og ég átti að hlaupa gegnum skóginn með öðrum leikara, og á leiðinni áttum við skylmast við sirka 10 manns. Það var mikill hamagangur og allir í svaka gír þegar allt í einu er öskrað „cut!“ Þá hafði þessi strákur í öllum látunum stungið sverðinu í augað á einum aukaleikaranum,“ segir Þorvaldur. „En sem betur fer eru bara notuð plastsverð í svona atriðum og mér skilst að drengurinn hafi nú fengið sjónina aftur.“ Þorvaldur segir það hafa verið mikla upplifun að leika í stórmynd framleiddri af Universal-risanum og ekki slæmt að fá slíkt á ferilskrána. „Það er smá munur á því hvort þú ert í margra milljarða króna mynd, þó svo að vinnan sé sú sama. Auðvitað er þægilegt að hafa sitt eigið hjólhýsi og vera sóttur í vinnuna á morgnana á Jagúar. En persónulega finnst mér nú íslenska settið rómantískara, þegar maður er með þrjátíu öðrum inni í rútu einhvers staðar úti á landi.“ En hvað er svo á döfinni hjá Þorvaldi? „Ég er að skoða nokkur verkefni erlendis og svo er ég að gera mynd hérna heima. Við Sólmundur Hólm erum svo að leggja lokahönd á handrit, sem er búið að vera í skrifum lengi, en það er einhvers konar blanda af fjölskylduharmleik, drama og gamani. Ég er svo að leikstýra hjá Versló í vetur, þannig að það er nóg að gera“ segir Þorvaldur. Hér fyrir neðan má svo sjá trailerinn úr myndinni.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning