Það gerist ekki mikið stærra en þetta Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 7. október 2014 09:22 Þorvaldur tók sig vel út á rauða dreglinum. Vísir/getty „Þetta var ákveðin upplifun, að sjá Universal-lógóið á skjánum og sjá svo sjálfan sig í myndinni,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, en hann er nýkominn heim frá London þar sem hann var á rauða dreglinum á frumsýningu nýjustu myndar sinnar. Myndin, sem heitir Dracula Untold, var eins og áður sagði heimsfrumsýnd á Leicester Square síðastliðinn miðvikudag. „Universal er að grafa upp gömlu hryllingssögurnar eins og Dracula og Frankenstein, og setja í svipaðan gæðaflokk og Spiderman, Batman og þær myndir,“ segir Þorvaldur, en hann telur að myndin hafi kostað um tíu til fimmtán milljarða íslenskra króna. Karakterinn sem Þorvaldur leikur í myndinni, Bright Eyes, er slavneskur launmorðingi og yfirmaður í herdeild, en honum var ungum rænt frá fjölskyldu sinni og hann þjálfaður upp í að vera ofurhermaður.Þorvaldur ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttur, á rauða dreglinum í London.Vísir/gettyAðspurður hvort ekki hafi stundum verið hasar á setti í hita leiksins, rifjar Þorvaldur upp eitt atvik. „Við vorum að taka um nótt, klukkan hefur verið um fjögur. Við vorum að taka eina stærstu bardagasenu myndarinnar sem gerist í skógi með miklum og háum trjám. Það var rigning, dimmt og drulla um allt og ég átti að hlaupa gegnum skóginn með öðrum leikara, og á leiðinni áttum við skylmast við sirka 10 manns. Það var mikill hamagangur og allir í svaka gír þegar allt í einu er öskrað „cut!“ Þá hafði þessi strákur í öllum látunum stungið sverðinu í augað á einum aukaleikaranum,“ segir Þorvaldur. „En sem betur fer eru bara notuð plastsverð í svona atriðum og mér skilst að drengurinn hafi nú fengið sjónina aftur.“ Þorvaldur segir það hafa verið mikla upplifun að leika í stórmynd framleiddri af Universal-risanum og ekki slæmt að fá slíkt á ferilskrána. „Það er smá munur á því hvort þú ert í margra milljarða króna mynd, þó svo að vinnan sé sú sama. Auðvitað er þægilegt að hafa sitt eigið hjólhýsi og vera sóttur í vinnuna á morgnana á Jagúar. En persónulega finnst mér nú íslenska settið rómantískara, þegar maður er með þrjátíu öðrum inni í rútu einhvers staðar úti á landi.“ En hvað er svo á döfinni hjá Þorvaldi? „Ég er að skoða nokkur verkefni erlendis og svo er ég að gera mynd hérna heima. Við Sólmundur Hólm erum svo að leggja lokahönd á handrit, sem er búið að vera í skrifum lengi, en það er einhvers konar blanda af fjölskylduharmleik, drama og gamani. Ég er svo að leikstýra hjá Versló í vetur, þannig að það er nóg að gera“ segir Þorvaldur. Hér fyrir neðan má svo sjá trailerinn úr myndinni. Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira
„Þetta var ákveðin upplifun, að sjá Universal-lógóið á skjánum og sjá svo sjálfan sig í myndinni,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, en hann er nýkominn heim frá London þar sem hann var á rauða dreglinum á frumsýningu nýjustu myndar sinnar. Myndin, sem heitir Dracula Untold, var eins og áður sagði heimsfrumsýnd á Leicester Square síðastliðinn miðvikudag. „Universal er að grafa upp gömlu hryllingssögurnar eins og Dracula og Frankenstein, og setja í svipaðan gæðaflokk og Spiderman, Batman og þær myndir,“ segir Þorvaldur, en hann telur að myndin hafi kostað um tíu til fimmtán milljarða íslenskra króna. Karakterinn sem Þorvaldur leikur í myndinni, Bright Eyes, er slavneskur launmorðingi og yfirmaður í herdeild, en honum var ungum rænt frá fjölskyldu sinni og hann þjálfaður upp í að vera ofurhermaður.Þorvaldur ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttur, á rauða dreglinum í London.Vísir/gettyAðspurður hvort ekki hafi stundum verið hasar á setti í hita leiksins, rifjar Þorvaldur upp eitt atvik. „Við vorum að taka um nótt, klukkan hefur verið um fjögur. Við vorum að taka eina stærstu bardagasenu myndarinnar sem gerist í skógi með miklum og háum trjám. Það var rigning, dimmt og drulla um allt og ég átti að hlaupa gegnum skóginn með öðrum leikara, og á leiðinni áttum við skylmast við sirka 10 manns. Það var mikill hamagangur og allir í svaka gír þegar allt í einu er öskrað „cut!“ Þá hafði þessi strákur í öllum látunum stungið sverðinu í augað á einum aukaleikaranum,“ segir Þorvaldur. „En sem betur fer eru bara notuð plastsverð í svona atriðum og mér skilst að drengurinn hafi nú fengið sjónina aftur.“ Þorvaldur segir það hafa verið mikla upplifun að leika í stórmynd framleiddri af Universal-risanum og ekki slæmt að fá slíkt á ferilskrána. „Það er smá munur á því hvort þú ert í margra milljarða króna mynd, þó svo að vinnan sé sú sama. Auðvitað er þægilegt að hafa sitt eigið hjólhýsi og vera sóttur í vinnuna á morgnana á Jagúar. En persónulega finnst mér nú íslenska settið rómantískara, þegar maður er með þrjátíu öðrum inni í rútu einhvers staðar úti á landi.“ En hvað er svo á döfinni hjá Þorvaldi? „Ég er að skoða nokkur verkefni erlendis og svo er ég að gera mynd hérna heima. Við Sólmundur Hólm erum svo að leggja lokahönd á handrit, sem er búið að vera í skrifum lengi, en það er einhvers konar blanda af fjölskylduharmleik, drama og gamani. Ég er svo að leikstýra hjá Versló í vetur, þannig að það er nóg að gera“ segir Þorvaldur. Hér fyrir neðan má svo sjá trailerinn úr myndinni.
Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Fleiri fréttir Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Sjá meira