Það gerist ekki mikið stærra en þetta Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 7. október 2014 09:22 Þorvaldur tók sig vel út á rauða dreglinum. Vísir/getty „Þetta var ákveðin upplifun, að sjá Universal-lógóið á skjánum og sjá svo sjálfan sig í myndinni,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, en hann er nýkominn heim frá London þar sem hann var á rauða dreglinum á frumsýningu nýjustu myndar sinnar. Myndin, sem heitir Dracula Untold, var eins og áður sagði heimsfrumsýnd á Leicester Square síðastliðinn miðvikudag. „Universal er að grafa upp gömlu hryllingssögurnar eins og Dracula og Frankenstein, og setja í svipaðan gæðaflokk og Spiderman, Batman og þær myndir,“ segir Þorvaldur, en hann telur að myndin hafi kostað um tíu til fimmtán milljarða íslenskra króna. Karakterinn sem Þorvaldur leikur í myndinni, Bright Eyes, er slavneskur launmorðingi og yfirmaður í herdeild, en honum var ungum rænt frá fjölskyldu sinni og hann þjálfaður upp í að vera ofurhermaður.Þorvaldur ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttur, á rauða dreglinum í London.Vísir/gettyAðspurður hvort ekki hafi stundum verið hasar á setti í hita leiksins, rifjar Þorvaldur upp eitt atvik. „Við vorum að taka um nótt, klukkan hefur verið um fjögur. Við vorum að taka eina stærstu bardagasenu myndarinnar sem gerist í skógi með miklum og háum trjám. Það var rigning, dimmt og drulla um allt og ég átti að hlaupa gegnum skóginn með öðrum leikara, og á leiðinni áttum við skylmast við sirka 10 manns. Það var mikill hamagangur og allir í svaka gír þegar allt í einu er öskrað „cut!“ Þá hafði þessi strákur í öllum látunum stungið sverðinu í augað á einum aukaleikaranum,“ segir Þorvaldur. „En sem betur fer eru bara notuð plastsverð í svona atriðum og mér skilst að drengurinn hafi nú fengið sjónina aftur.“ Þorvaldur segir það hafa verið mikla upplifun að leika í stórmynd framleiddri af Universal-risanum og ekki slæmt að fá slíkt á ferilskrána. „Það er smá munur á því hvort þú ert í margra milljarða króna mynd, þó svo að vinnan sé sú sama. Auðvitað er þægilegt að hafa sitt eigið hjólhýsi og vera sóttur í vinnuna á morgnana á Jagúar. En persónulega finnst mér nú íslenska settið rómantískara, þegar maður er með þrjátíu öðrum inni í rútu einhvers staðar úti á landi.“ En hvað er svo á döfinni hjá Þorvaldi? „Ég er að skoða nokkur verkefni erlendis og svo er ég að gera mynd hérna heima. Við Sólmundur Hólm erum svo að leggja lokahönd á handrit, sem er búið að vera í skrifum lengi, en það er einhvers konar blanda af fjölskylduharmleik, drama og gamani. Ég er svo að leikstýra hjá Versló í vetur, þannig að það er nóg að gera“ segir Þorvaldur. Hér fyrir neðan má svo sjá trailerinn úr myndinni. Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
„Þetta var ákveðin upplifun, að sjá Universal-lógóið á skjánum og sjá svo sjálfan sig í myndinni,“ segir Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, en hann er nýkominn heim frá London þar sem hann var á rauða dreglinum á frumsýningu nýjustu myndar sinnar. Myndin, sem heitir Dracula Untold, var eins og áður sagði heimsfrumsýnd á Leicester Square síðastliðinn miðvikudag. „Universal er að grafa upp gömlu hryllingssögurnar eins og Dracula og Frankenstein, og setja í svipaðan gæðaflokk og Spiderman, Batman og þær myndir,“ segir Þorvaldur, en hann telur að myndin hafi kostað um tíu til fimmtán milljarða íslenskra króna. Karakterinn sem Þorvaldur leikur í myndinni, Bright Eyes, er slavneskur launmorðingi og yfirmaður í herdeild, en honum var ungum rænt frá fjölskyldu sinni og hann þjálfaður upp í að vera ofurhermaður.Þorvaldur ásamt unnustu sinni, Hrafntinnu Viktoríu Karlsdóttur, á rauða dreglinum í London.Vísir/gettyAðspurður hvort ekki hafi stundum verið hasar á setti í hita leiksins, rifjar Þorvaldur upp eitt atvik. „Við vorum að taka um nótt, klukkan hefur verið um fjögur. Við vorum að taka eina stærstu bardagasenu myndarinnar sem gerist í skógi með miklum og háum trjám. Það var rigning, dimmt og drulla um allt og ég átti að hlaupa gegnum skóginn með öðrum leikara, og á leiðinni áttum við skylmast við sirka 10 manns. Það var mikill hamagangur og allir í svaka gír þegar allt í einu er öskrað „cut!“ Þá hafði þessi strákur í öllum látunum stungið sverðinu í augað á einum aukaleikaranum,“ segir Þorvaldur. „En sem betur fer eru bara notuð plastsverð í svona atriðum og mér skilst að drengurinn hafi nú fengið sjónina aftur.“ Þorvaldur segir það hafa verið mikla upplifun að leika í stórmynd framleiddri af Universal-risanum og ekki slæmt að fá slíkt á ferilskrána. „Það er smá munur á því hvort þú ert í margra milljarða króna mynd, þó svo að vinnan sé sú sama. Auðvitað er þægilegt að hafa sitt eigið hjólhýsi og vera sóttur í vinnuna á morgnana á Jagúar. En persónulega finnst mér nú íslenska settið rómantískara, þegar maður er með þrjátíu öðrum inni í rútu einhvers staðar úti á landi.“ En hvað er svo á döfinni hjá Þorvaldi? „Ég er að skoða nokkur verkefni erlendis og svo er ég að gera mynd hérna heima. Við Sólmundur Hólm erum svo að leggja lokahönd á handrit, sem er búið að vera í skrifum lengi, en það er einhvers konar blanda af fjölskylduharmleik, drama og gamani. Ég er svo að leikstýra hjá Versló í vetur, þannig að það er nóg að gera“ segir Þorvaldur. Hér fyrir neðan má svo sjá trailerinn úr myndinni.
Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira