FH getur orðið meistari í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2014 00:01 FH hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla frá árinu 2004. fréttablaðið/valli Næstsíðasta umferð tímabilsins í Pepsi-deild karla fer fram í dag en enn er barist um titilinn, síðasta Evrópusætið og að forðast fallið með Þórsurum í 1. deildina. FH-ingar geta tryggt sér titilinn með sigri á Val á Vodafone-vellinum ef Stjörnunni mistekst að vinna Fram á sama tíma. Toppliðin tvö eru reyndar bæði taplaus eftir 20 umferðir í sumar en það hefur aldrei áður gerst í sögu deildarinnar. FH er efst með 48 stig en Stjarnan er með 46. Liðin í 2.-4. sæti deildarinnar keppa í forkeppni Evrópudeildar UEFA á næsta tímabili. KR er öruggt með þriðja sætið en Víkingur (30 stig), Valur (28 stig), Fylkir (25 stig) og Breiðablik (24 stig) eiga enn öll tölfræðilegan möguleika á fjórða sætinu. Víkingar mæta KR-ingum og tryggja sér síðasta Evrópusætið með sigri, takist FH að vinna Val á sama tíma. ÍBV (22 stig), Fjölnir (20 stig), Keflavík (19 stig) og Fram (18 stig) eiga svo öll möguleika á að falla með botnliði Þórs en ljóst er að Akureyringar munu spila í 1. deildinni næsta sumar. Auk þess að vera með fæst stig í þessum hópi er Fram einnig með lakasta markahlutfallið. Liðið þarf því sárlega á stigum að halda gegn Stjörnunni því það getur fallið á morgun með tapi ef Keflavík og Fjölnir vinna sína leiki. Leikirnir hefjast klukkan 14.00 og verða allir í beinni textalýsingu á Vísi. Þá verða tveir leikir í beinni sjónvarpsútsendingu; Valur - FH á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og Fram á Stöð 2 Sport 3. Lokaumferðin fer svo fram laugardaginn 4. október. 21. umferðin verður svo gerð upp í Pepsi-mörkunum klukkan 21.00 í kvöld. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira
Næstsíðasta umferð tímabilsins í Pepsi-deild karla fer fram í dag en enn er barist um titilinn, síðasta Evrópusætið og að forðast fallið með Þórsurum í 1. deildina. FH-ingar geta tryggt sér titilinn með sigri á Val á Vodafone-vellinum ef Stjörnunni mistekst að vinna Fram á sama tíma. Toppliðin tvö eru reyndar bæði taplaus eftir 20 umferðir í sumar en það hefur aldrei áður gerst í sögu deildarinnar. FH er efst með 48 stig en Stjarnan er með 46. Liðin í 2.-4. sæti deildarinnar keppa í forkeppni Evrópudeildar UEFA á næsta tímabili. KR er öruggt með þriðja sætið en Víkingur (30 stig), Valur (28 stig), Fylkir (25 stig) og Breiðablik (24 stig) eiga enn öll tölfræðilegan möguleika á fjórða sætinu. Víkingar mæta KR-ingum og tryggja sér síðasta Evrópusætið með sigri, takist FH að vinna Val á sama tíma. ÍBV (22 stig), Fjölnir (20 stig), Keflavík (19 stig) og Fram (18 stig) eiga svo öll möguleika á að falla með botnliði Þórs en ljóst er að Akureyringar munu spila í 1. deildinni næsta sumar. Auk þess að vera með fæst stig í þessum hópi er Fram einnig með lakasta markahlutfallið. Liðið þarf því sárlega á stigum að halda gegn Stjörnunni því það getur fallið á morgun með tapi ef Keflavík og Fjölnir vinna sína leiki. Leikirnir hefjast klukkan 14.00 og verða allir í beinni textalýsingu á Vísi. Þá verða tveir leikir í beinni sjónvarpsútsendingu; Valur - FH á Stöð 2 Sport og leikur Stjörnunnar og Fram á Stöð 2 Sport 3. Lokaumferðin fer svo fram laugardaginn 4. október. 21. umferðin verður svo gerð upp í Pepsi-mörkunum klukkan 21.00 í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Sjá meira