Nóg er eftir af engu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2014 10:30 „Ekkert er að einhverju leyti það óskiljanlega, óútreiknanlega og óútskýranlega, jafnframt því að hafa engan augljósan tilgang,“ segja þau Freyja og Arnar. Mynd/úr einkasafni Áhugi á tómarúminu og alheiminum er orðinn að verkefninu Núll í höndum listamannanna Freyju Reynisdóttur og Arnars Ómarssonar sem starfa í Árósum í Danmörku. Það verkefni snýst um að gera ekkert úr engu og Freyja og Arnar hafa þegar lokið fyrsta hluta þess en í þessari viku er þriggja daga þagnargjörningur – og eins og Arnar orðar það: „Nóg er eftir af „engu“.“ „Fyrsti hlutinn af verkefninu var þriggja daga listasmiðja sem við héldum í samstarfi við Háskólann í Árósum; mannfræðideildin bauð tuttugu virtum mannfræðingum víðsvegar að úr heiminum til þátttöku,“ lýsir Freyja. „Við unnum með þeim við að brjóta niður fastmótaðar skilgreiningar á dagsdaglegum hlutum sem þeir komu með frá sínum sérsviðum og að heiman.“ Að loknum þagnargjörningnum í þessari viku segir Freyja þau Arnar ætla að vinna saman í þrjár vikur á vinnustofum sínum á Institut for X í Árósum. Þar muni þau framleiða og gera tilraunir á engu í ýmsum útfærslum. „Svo höldum við aðra smiðju þar sem við fáum til okkar ýmsa sérfræðinga til að skilgreina þá neind sem komin verður, og umbreytum henni þar með í skilgreinda verund. Það verður svo að bókverki sem fer á sýningu ásamt allri neindinni í lok september.“ Spurð hvort eitthvað verði til að sýna svarar Arnar: „Já. Það er hægt að gera mjög margt úr engu og öfugt. Eðlisfræðingar myndu líklegast ekki fallast á sumar hugmyndir okkar um neindina en listamenn hafa heldur enga skuldbindingu til að falla innan ramma eðlisfræðinnar. Kannski hljómar það einfalt að gera ekkert úr engu en hugmyndin um neindina er mjög krefjandi. Við verðum líklega með alveg helling af engu í lok mánaðar.“ „Það er mjög áhugavert að vinna með þessa hugmynd því hún teygir sig í svo skemmtilegar áttir,“ tekur Freyja undir. „Við byrjuðum Núll með pælingum um geiminn, Þetta óskiljanlega en samt skilgreinda tómarúm sem við vitum svo lítið um.“ „Núll er eiginlega bara einn stór gjörningur og við munum fallast á vald hans þar sem sköpunarkrafturinn og framtakssemin keyra okkur áfram,“ segir Arnar. „Við höfum bæði unnið að mörgum samstarfsverkefnum og haldið fjölda sýninga en að gera ekkert er alveg nýtt fyrir mér.“ Freyja kveðst hafa fiktað við að gera eitthvað sem svipi til Núlls en það hafi ekki gengið jafn langt. „Það er því nær ógerlegt að gera ekkert,“ segir hún. „En gífurlega spennandi að vinna með og kljást við.“Hægt er að fylgjast með verkefninu á whyissomethingratherthannothing.com. Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Áhugi á tómarúminu og alheiminum er orðinn að verkefninu Núll í höndum listamannanna Freyju Reynisdóttur og Arnars Ómarssonar sem starfa í Árósum í Danmörku. Það verkefni snýst um að gera ekkert úr engu og Freyja og Arnar hafa þegar lokið fyrsta hluta þess en í þessari viku er þriggja daga þagnargjörningur – og eins og Arnar orðar það: „Nóg er eftir af „engu“.“ „Fyrsti hlutinn af verkefninu var þriggja daga listasmiðja sem við héldum í samstarfi við Háskólann í Árósum; mannfræðideildin bauð tuttugu virtum mannfræðingum víðsvegar að úr heiminum til þátttöku,“ lýsir Freyja. „Við unnum með þeim við að brjóta niður fastmótaðar skilgreiningar á dagsdaglegum hlutum sem þeir komu með frá sínum sérsviðum og að heiman.“ Að loknum þagnargjörningnum í þessari viku segir Freyja þau Arnar ætla að vinna saman í þrjár vikur á vinnustofum sínum á Institut for X í Árósum. Þar muni þau framleiða og gera tilraunir á engu í ýmsum útfærslum. „Svo höldum við aðra smiðju þar sem við fáum til okkar ýmsa sérfræðinga til að skilgreina þá neind sem komin verður, og umbreytum henni þar með í skilgreinda verund. Það verður svo að bókverki sem fer á sýningu ásamt allri neindinni í lok september.“ Spurð hvort eitthvað verði til að sýna svarar Arnar: „Já. Það er hægt að gera mjög margt úr engu og öfugt. Eðlisfræðingar myndu líklegast ekki fallast á sumar hugmyndir okkar um neindina en listamenn hafa heldur enga skuldbindingu til að falla innan ramma eðlisfræðinnar. Kannski hljómar það einfalt að gera ekkert úr engu en hugmyndin um neindina er mjög krefjandi. Við verðum líklega með alveg helling af engu í lok mánaðar.“ „Það er mjög áhugavert að vinna með þessa hugmynd því hún teygir sig í svo skemmtilegar áttir,“ tekur Freyja undir. „Við byrjuðum Núll með pælingum um geiminn, Þetta óskiljanlega en samt skilgreinda tómarúm sem við vitum svo lítið um.“ „Núll er eiginlega bara einn stór gjörningur og við munum fallast á vald hans þar sem sköpunarkrafturinn og framtakssemin keyra okkur áfram,“ segir Arnar. „Við höfum bæði unnið að mörgum samstarfsverkefnum og haldið fjölda sýninga en að gera ekkert er alveg nýtt fyrir mér.“ Freyja kveðst hafa fiktað við að gera eitthvað sem svipi til Núlls en það hafi ekki gengið jafn langt. „Það er því nær ógerlegt að gera ekkert,“ segir hún. „En gífurlega spennandi að vinna með og kljást við.“Hægt er að fylgjast með verkefninu á whyissomethingratherthannothing.com.
Menning Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira