Kaleo spilar fyrir þotuliðið í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. september 2014 09:30 Kaleo Fréttablaðið/Arnþór „Við erum mjög spenntir, þetta er líka í fyrsta skiptið sem við spilum í London,“ segir Davíð Antonsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin kemur fram á nokkurs konar heiðurssýningu eins þekktasta ljósmyndara heims, Bobs Gruen, í London. Bob Gruen er höfundur margra þekktustu ljósmynda heims og var til að mynda einkaljósmyndari Johns Lennon í New York og bjó með honum og konu hans. Fleiri þekkt verk eftir hann eru til dæmis af Led Zeppelin við þotuna sína, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Hér má lesa nánar um Gruen.Smutty Smiff hefur eytt síðastliðnu ári í að skipuleggja viðburðinn. Fréttablaðið/GVATónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff skipuleggur viðburðinn í London. „Við Bob höfum verið vinir í 35 ár og þetta er hans fyrsta sýning í tíu ár,“ segir Smutty. Sýningin fer fram á Ace hótelinu í London en vinur Smutty, Alex Calderwood, einn af þeim sem stofnaði hótelið, var mikill aðdáandi Bobs Gruen. „Alex lést á síðasta ári og það síðasta sem hann sagði við mig var, þú verður halda sýningu fyrir Bob á hótelinu,“ útskýrir Smutty, sem stendur við sitt og hefur í heilt ár verið að skipuleggja viðburðinn.Trommuleikarinn Paul Cook verður í súpergrúppunni sem spilar á eftir Kaleo í London.AFP/NordicPhotosEftir sýninguna verður einkaveisla þar sem Kaleo hitar upp fyrir sannkallaðar stórstjörnur. „Þetta er svona súpergrúppa sem Kaleo mun hita upp fyrir. Í sveitinni eru meðal annars trommuleikarinn Paul Cook sem var í Sex Pistols og Mick Jones úr The Clash,“ segir Smutty en hann mun einmitt leika á bassa í sveitinni. Gestalistinn í gleðskapinn er ekkert slor en nöfn á borð við Stellu McCartney, George Michael, Boy George og Kate Moss eru á listanum. „Við hlökkum ótrúlega mikið til,“ bætir Davíð við. Viðburðurinn fer fram í London þann 9. október næstkomandi. Kaleo Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum mjög spenntir, þetta er líka í fyrsta skiptið sem við spilum í London,“ segir Davíð Antonsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin kemur fram á nokkurs konar heiðurssýningu eins þekktasta ljósmyndara heims, Bobs Gruen, í London. Bob Gruen er höfundur margra þekktustu ljósmynda heims og var til að mynda einkaljósmyndari Johns Lennon í New York og bjó með honum og konu hans. Fleiri þekkt verk eftir hann eru til dæmis af Led Zeppelin við þotuna sína, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Hér má lesa nánar um Gruen.Smutty Smiff hefur eytt síðastliðnu ári í að skipuleggja viðburðinn. Fréttablaðið/GVATónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff skipuleggur viðburðinn í London. „Við Bob höfum verið vinir í 35 ár og þetta er hans fyrsta sýning í tíu ár,“ segir Smutty. Sýningin fer fram á Ace hótelinu í London en vinur Smutty, Alex Calderwood, einn af þeim sem stofnaði hótelið, var mikill aðdáandi Bobs Gruen. „Alex lést á síðasta ári og það síðasta sem hann sagði við mig var, þú verður halda sýningu fyrir Bob á hótelinu,“ útskýrir Smutty, sem stendur við sitt og hefur í heilt ár verið að skipuleggja viðburðinn.Trommuleikarinn Paul Cook verður í súpergrúppunni sem spilar á eftir Kaleo í London.AFP/NordicPhotosEftir sýninguna verður einkaveisla þar sem Kaleo hitar upp fyrir sannkallaðar stórstjörnur. „Þetta er svona súpergrúppa sem Kaleo mun hita upp fyrir. Í sveitinni eru meðal annars trommuleikarinn Paul Cook sem var í Sex Pistols og Mick Jones úr The Clash,“ segir Smutty en hann mun einmitt leika á bassa í sveitinni. Gestalistinn í gleðskapinn er ekkert slor en nöfn á borð við Stellu McCartney, George Michael, Boy George og Kate Moss eru á listanum. „Við hlökkum ótrúlega mikið til,“ bætir Davíð við. Viðburðurinn fer fram í London þann 9. október næstkomandi.
Kaleo Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira