Kaleo spilar fyrir þotuliðið í London Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. september 2014 09:30 Kaleo Fréttablaðið/Arnþór „Við erum mjög spenntir, þetta er líka í fyrsta skiptið sem við spilum í London,“ segir Davíð Antonsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin kemur fram á nokkurs konar heiðurssýningu eins þekktasta ljósmyndara heims, Bobs Gruen, í London. Bob Gruen er höfundur margra þekktustu ljósmynda heims og var til að mynda einkaljósmyndari Johns Lennon í New York og bjó með honum og konu hans. Fleiri þekkt verk eftir hann eru til dæmis af Led Zeppelin við þotuna sína, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Hér má lesa nánar um Gruen.Smutty Smiff hefur eytt síðastliðnu ári í að skipuleggja viðburðinn. Fréttablaðið/GVATónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff skipuleggur viðburðinn í London. „Við Bob höfum verið vinir í 35 ár og þetta er hans fyrsta sýning í tíu ár,“ segir Smutty. Sýningin fer fram á Ace hótelinu í London en vinur Smutty, Alex Calderwood, einn af þeim sem stofnaði hótelið, var mikill aðdáandi Bobs Gruen. „Alex lést á síðasta ári og það síðasta sem hann sagði við mig var, þú verður halda sýningu fyrir Bob á hótelinu,“ útskýrir Smutty, sem stendur við sitt og hefur í heilt ár verið að skipuleggja viðburðinn.Trommuleikarinn Paul Cook verður í súpergrúppunni sem spilar á eftir Kaleo í London.AFP/NordicPhotosEftir sýninguna verður einkaveisla þar sem Kaleo hitar upp fyrir sannkallaðar stórstjörnur. „Þetta er svona súpergrúppa sem Kaleo mun hita upp fyrir. Í sveitinni eru meðal annars trommuleikarinn Paul Cook sem var í Sex Pistols og Mick Jones úr The Clash,“ segir Smutty en hann mun einmitt leika á bassa í sveitinni. Gestalistinn í gleðskapinn er ekkert slor en nöfn á borð við Stellu McCartney, George Michael, Boy George og Kate Moss eru á listanum. „Við hlökkum ótrúlega mikið til,“ bætir Davíð við. Viðburðurinn fer fram í London þann 9. október næstkomandi. Kaleo Tónlist Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við erum mjög spenntir, þetta er líka í fyrsta skiptið sem við spilum í London,“ segir Davíð Antonsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin kemur fram á nokkurs konar heiðurssýningu eins þekktasta ljósmyndara heims, Bobs Gruen, í London. Bob Gruen er höfundur margra þekktustu ljósmynda heims og var til að mynda einkaljósmyndari Johns Lennon í New York og bjó með honum og konu hans. Fleiri þekkt verk eftir hann eru til dæmis af Led Zeppelin við þotuna sína, Bob Dylan, Elton John og fleiri. Hér má lesa nánar um Gruen.Smutty Smiff hefur eytt síðastliðnu ári í að skipuleggja viðburðinn. Fréttablaðið/GVATónlistarmaðurinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff skipuleggur viðburðinn í London. „Við Bob höfum verið vinir í 35 ár og þetta er hans fyrsta sýning í tíu ár,“ segir Smutty. Sýningin fer fram á Ace hótelinu í London en vinur Smutty, Alex Calderwood, einn af þeim sem stofnaði hótelið, var mikill aðdáandi Bobs Gruen. „Alex lést á síðasta ári og það síðasta sem hann sagði við mig var, þú verður halda sýningu fyrir Bob á hótelinu,“ útskýrir Smutty, sem stendur við sitt og hefur í heilt ár verið að skipuleggja viðburðinn.Trommuleikarinn Paul Cook verður í súpergrúppunni sem spilar á eftir Kaleo í London.AFP/NordicPhotosEftir sýninguna verður einkaveisla þar sem Kaleo hitar upp fyrir sannkallaðar stórstjörnur. „Þetta er svona súpergrúppa sem Kaleo mun hita upp fyrir. Í sveitinni eru meðal annars trommuleikarinn Paul Cook sem var í Sex Pistols og Mick Jones úr The Clash,“ segir Smutty en hann mun einmitt leika á bassa í sveitinni. Gestalistinn í gleðskapinn er ekkert slor en nöfn á borð við Stellu McCartney, George Michael, Boy George og Kate Moss eru á listanum. „Við hlökkum ótrúlega mikið til,“ bætir Davíð við. Viðburðurinn fer fram í London þann 9. október næstkomandi.
Kaleo Tónlist Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira