Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Baldvin Þormóðsson skrifar 25. ágúst 2014 09:38 Birkir Blær Ingólfsson gefur út sína fyrstu ljóðabók í dag á fréttavef Vísis. Vísir/Andri Marinó „Þetta er tilraun til að koma ljóðum í þessa „one click away“-menningu sem er ráðandi í dag,“ segir ljóðskáldið Birkir Blær Ingólfsson en hans fyrsta ljóðabók, Vísur, kemur út í dag á fréttavef Vísis í samstarfi við forlagið Meðgönguljóð. „Þetta virkar þannig að fólk getur sótt forrit sem skiptir út athugasemdakerfinu á Vísi fyrir ljóð úr bókinni,“ segir Birkir. „Ljóðin birtast koll af kolli undir fréttum þar til bókin klárast og þá eyðir forritið sér sjálft og kommentakerfið snýr aftur.“Forsíða ljóðabókarinnar.Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en Birkir er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma. „Á Íslandi koma út fjölmargar ljóðabækur á hverju ári, en ég er ekki viss um að margir gefi sér tíma til að lesa þau,“ segir Birkir. „Kannski er það vegna þess að enginn hefur áhuga á ljóðum lengur. En kannski er það vegna þess að enginn nennir að gera sér ferð út í bókabúð. Fólk lifir og hrærist inni á internetinu og þetta er tilraun til að sjanghæja ljóðum inn í þann veruleika.“ Áhugasamir geta sótt ljóðaforritið á fréttavef Vísis og lesið ljóðin undir menningar- og dægurmálatengdum fréttum. Auk þess verður haldið útgáfuhóf á skemmtistaðnum Húrra klukkan átta í kvöld og allir eru hjartanlega velkomnir. Ljóðabókina er hægt að skoða í Google Chrome-vafra með því að sækja vafraviðbót í Chrome Web Store. Hún birtist síðan fyrir neðan fréttir í Lífinu á Vísi, ljóð fyrir ljóð. Þegar lesandi er kominn út að enda bókarinnar hverfur hún úr vafranum og hefðbundið kommentakerfi birtist aftur.Við hvetjum fólk til að ná í þessa skemmtilegu ljóðabók en hægt er að nálgast hana hér. Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er þér að kenna“ Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira
„Þetta er tilraun til að koma ljóðum í þessa „one click away“-menningu sem er ráðandi í dag,“ segir ljóðskáldið Birkir Blær Ingólfsson en hans fyrsta ljóðabók, Vísur, kemur út í dag á fréttavef Vísis í samstarfi við forlagið Meðgönguljóð. „Þetta virkar þannig að fólk getur sótt forrit sem skiptir út athugasemdakerfinu á Vísi fyrir ljóð úr bókinni,“ segir Birkir. „Ljóðin birtast koll af kolli undir fréttum þar til bókin klárast og þá eyðir forritið sér sjálft og kommentakerfið snýr aftur.“Forsíða ljóðabókarinnar.Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en Birkir er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma. „Á Íslandi koma út fjölmargar ljóðabækur á hverju ári, en ég er ekki viss um að margir gefi sér tíma til að lesa þau,“ segir Birkir. „Kannski er það vegna þess að enginn hefur áhuga á ljóðum lengur. En kannski er það vegna þess að enginn nennir að gera sér ferð út í bókabúð. Fólk lifir og hrærist inni á internetinu og þetta er tilraun til að sjanghæja ljóðum inn í þann veruleika.“ Áhugasamir geta sótt ljóðaforritið á fréttavef Vísis og lesið ljóðin undir menningar- og dægurmálatengdum fréttum. Auk þess verður haldið útgáfuhóf á skemmtistaðnum Húrra klukkan átta í kvöld og allir eru hjartanlega velkomnir. Ljóðabókina er hægt að skoða í Google Chrome-vafra með því að sækja vafraviðbót í Chrome Web Store. Hún birtist síðan fyrir neðan fréttir í Lífinu á Vísi, ljóð fyrir ljóð. Þegar lesandi er kominn út að enda bókarinnar hverfur hún úr vafranum og hefðbundið kommentakerfi birtist aftur.Við hvetjum fólk til að ná í þessa skemmtilegu ljóðabók en hægt er að nálgast hana hér.
Mest lesið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er þér að kenna“ Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Sjá meira