Í Kaldalón eftir æfingar á Seyðisfirði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:45 Ásthildur, Kirstine Lindeman, Ilkka Heinonen, Noora Nenonen og Kirsi Ojala. Mynd/Renaud Cambuzat „Við erum fimm saman, einn dansari, tveir sem spila á alls konar flautur, einn sem leikur á jouhikko, þjóðlegt finnskt hljóðfæri sem líkist langspili, og svo ég á píanó. Þetta verður spennandi,“ segir Ásthildur Ákadóttir tónlistarkona um tónleikana Stretched Present // Teygt Nú sem verða í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn klukkan 14. Með þeirri hljóðfærasamsetningu sem Ásthildur lýsir ætlar hópurinn að flytja alls konar tónlist. „Það verður frumflutningur á þremur verkum,“ segir hún og lýsir sérstaklega einu þeirra sem allur hópurinn hefur samið og flytur með tilþrifum. „Rauði þráðurinn í því verki eru hljóð sem hreyfing skapar, eins og þegar maður nuddar höndunum saman eða þegar maður gengur, svo þróast þessi hugmynd út í hljóðfærin sem taka við. Nora er dansari og hún mun túlka samtalið milli tónlistarinnar og líkamans á ævintýralegan hátt.“ Ásthildur er á Seyðisfirði þegar þetta spjall fer fram. „Við höfum verið að semja og æfa í tónlistarskólanum á Seyðisfirði, það er mjög góður staður. Á morgun (í dag) ætlum við að halda tónleika í heimahúsum á Austfjörðum.“ Flytjendur á Stretched Present // Teygt Nú eru:Ásthildur Ákadóttir píanóleikari og hin danska Kirstine Lindemann flautuleikari skipa dúóið Hungry Dragon. Flutningur dúósins tekur mið af gjörningalist og spuna svo nýjar víddir koma í ljós.Kirsi Ojala, flautuleikari frá Finnlandi, og Kirstine mynda dúóið FluteMachine sem vinnur með nútímatónlist og spuna fyrir blokkflautur og norrænar þjóðlagaflautur.Ilkka Heinonen er þekktur sem uppátækjasamur hljóðfæraleikari, hann spilar á jouhikko og leiðir það á óvæntar slóðir. Noora Nenonen er dansari, spuna- og margmiðlunarlistamaður. Þau eru bæði finnsk. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum fimm saman, einn dansari, tveir sem spila á alls konar flautur, einn sem leikur á jouhikko, þjóðlegt finnskt hljóðfæri sem líkist langspili, og svo ég á píanó. Þetta verður spennandi,“ segir Ásthildur Ákadóttir tónlistarkona um tónleikana Stretched Present // Teygt Nú sem verða í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn klukkan 14. Með þeirri hljóðfærasamsetningu sem Ásthildur lýsir ætlar hópurinn að flytja alls konar tónlist. „Það verður frumflutningur á þremur verkum,“ segir hún og lýsir sérstaklega einu þeirra sem allur hópurinn hefur samið og flytur með tilþrifum. „Rauði þráðurinn í því verki eru hljóð sem hreyfing skapar, eins og þegar maður nuddar höndunum saman eða þegar maður gengur, svo þróast þessi hugmynd út í hljóðfærin sem taka við. Nora er dansari og hún mun túlka samtalið milli tónlistarinnar og líkamans á ævintýralegan hátt.“ Ásthildur er á Seyðisfirði þegar þetta spjall fer fram. „Við höfum verið að semja og æfa í tónlistarskólanum á Seyðisfirði, það er mjög góður staður. Á morgun (í dag) ætlum við að halda tónleika í heimahúsum á Austfjörðum.“ Flytjendur á Stretched Present // Teygt Nú eru:Ásthildur Ákadóttir píanóleikari og hin danska Kirstine Lindemann flautuleikari skipa dúóið Hungry Dragon. Flutningur dúósins tekur mið af gjörningalist og spuna svo nýjar víddir koma í ljós.Kirsi Ojala, flautuleikari frá Finnlandi, og Kirstine mynda dúóið FluteMachine sem vinnur með nútímatónlist og spuna fyrir blokkflautur og norrænar þjóðlagaflautur.Ilkka Heinonen er þekktur sem uppátækjasamur hljóðfæraleikari, hann spilar á jouhikko og leiðir það á óvæntar slóðir. Noora Nenonen er dansari, spuna- og margmiðlunarlistamaður. Þau eru bæði finnsk.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira