Funi verður á ferð og flugi í allt sumar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. júlí 2014 17:00 Bára og Chris. "Þetta verður blandað prógramm, meðal annars vísur eftir föður minn,“ segir Bára. Mynd/Úr einkasafni Við ætlum að spila á hljóðfæri sem fólk heyrir ekki oft í, langspil, íslenska fiðlu, finnskt hljóðfæri sem heitir kantele og svo auðvitað gítar,“ segir Bára Grímsdóttir spurð hvaða tónlist þau Chris Foster ætli að flytja á tónleikunum á Gljúfrasteini á sunnudaginn. „Þetta verður blandað prógramm, lög af diskunum okkar tveimur, Funa og Flúri, og líka annað efni, meðal annars vísur eftir föður minn, fallega vetrarlýsingu um Vatnsdalinn.“ Bára og Chris hafa nóg fyrir stafni í sumar, eru að vinna nýtt efni auk þess sem þau munu spila á Hólum í Hjaltadal um verslunarmannahelgina og taka þátt í ráðstefnunni Tradition for Tomorrow á Akureyri seinnihluta ágústmánaðar þar sem þau verða bæði með tónleika og vinnusmiðjur. „Þetta er stærsti viðburður sinnar tegundar á Norðurlöndum,“ segir Bára. „Það verða þarna söngvarar, tónlistarmenn og dansarar frá öllum Norðurlöndunum.“ Auk alls þessa verða þau Bára og Chris með tónleika í Norræna húsinu ásamt norrænu tónlistarfólki þann 19. ágúst. „Þannig að það er nóg að gera en við byrjum sem sagt á Gljúfrasteini á sunnudaginn,“ klykkir Bára út. Stofutónleikarnir á Gljúfrasteini eru haldnir hvern sunnudag frá 1. júní til 31. ágúst og hefjast ávallt klukkan 16. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Við ætlum að spila á hljóðfæri sem fólk heyrir ekki oft í, langspil, íslenska fiðlu, finnskt hljóðfæri sem heitir kantele og svo auðvitað gítar,“ segir Bára Grímsdóttir spurð hvaða tónlist þau Chris Foster ætli að flytja á tónleikunum á Gljúfrasteini á sunnudaginn. „Þetta verður blandað prógramm, lög af diskunum okkar tveimur, Funa og Flúri, og líka annað efni, meðal annars vísur eftir föður minn, fallega vetrarlýsingu um Vatnsdalinn.“ Bára og Chris hafa nóg fyrir stafni í sumar, eru að vinna nýtt efni auk þess sem þau munu spila á Hólum í Hjaltadal um verslunarmannahelgina og taka þátt í ráðstefnunni Tradition for Tomorrow á Akureyri seinnihluta ágústmánaðar þar sem þau verða bæði með tónleika og vinnusmiðjur. „Þetta er stærsti viðburður sinnar tegundar á Norðurlöndum,“ segir Bára. „Það verða þarna söngvarar, tónlistarmenn og dansarar frá öllum Norðurlöndunum.“ Auk alls þessa verða þau Bára og Chris með tónleika í Norræna húsinu ásamt norrænu tónlistarfólki þann 19. ágúst. „Þannig að það er nóg að gera en við byrjum sem sagt á Gljúfrasteini á sunnudaginn,“ klykkir Bára út. Stofutónleikarnir á Gljúfrasteini eru haldnir hvern sunnudag frá 1. júní til 31. ágúst og hefjast ávallt klukkan 16.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira