Struku frá Alcatraz-eyjunni Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. júlí 2014 09:30 Hér stendur Oddur Kristjánsson á bakka San Francisco borgar og er með Alcatraz-eyjuna ógnvænlegu í baksýn. mynd/einkasafn „Þetta er auðvitað alltaf erfitt en líka mjög skemmtilegt,“ segir Oddur Kristjánsson þríþrautarkappi en hann tók þátt í þríþrautarkeppni sem kallast einfaldlega, Flóttinn frá Alcatraz og fer fram í San Francisco-flóa eins og gefur að skilja. Ásamt Oddi tóku átta Íslendingar þátt í keppninni og á meðal þeirra var Pétur Már Ómarsson. „Það fyrsta sem ég hugsaði eftir að ég kláraði þetta var að ég væri til í að gera þetta aftur,“ segir Pétur Már. Um er ræða mjög vinsæla þríþrautarkeppni en það er þó mikið happdrætti hvort fólk kemst að. „Fólk skráir sig á vefsíðu keppninnar, það var alveg slatti af Íslendingum sem skráði sig en við komumst bara átta að,“ bætir Pétur Már við, en keppnin fer fram einu sinni á ári í júní. Þátttakendurnir fyrir utan Odd Kristjánsson og Pétur Má Ómarsson voru þau Ármann Þorvaldsson, Ásgeir Ragnarsson, Magnús Ragnarsson, Ólöf Pétursdóttir, Ingi Helgason og Guðmundur Gíslason. Af Íslendingunum náði Oddur bestum árangri. „Ég var fyrstur af Íslendingunum og var sextándi í mínum aldursflokki þannig að ég er sáttur. Ég kem úr Iron Man-umhverfinu og hef keppt í Iron Man þrisvar sinnum og þar eru vegalengdirnar talsvert meiri,“ segir Oddur. „Ég held að þessi keppni sé á bucket-listanum hjá ansi mörgum þríþrautarköppum,“ bætir Pétur Már við.Hér er þríþrautarkappinn Oddur Kristjánsson í sólinni í San Francisco að lokinni keppni.mynd/einkasafnÍ hefðbundinni Iron Man-keppni er 3,8 kílómetra sund, hjólreiðar í 180 kílómetra og 42,4 kílómetra langt hlaup en í keppninni í San Francisco eru vegalengdirnar styttri eða 2,5 kílómetra langt sund í San Francisco-flóanum, 800 metra langt hlaup um svokallað skiptisvæði, hjólreiðar í 25 kílómetra og hlaup í 13 kílómetra. Eins og margir vita eru miklar og brattar brekkur eitt af einkennum San Francisco. Hvernig er að synda í þessum umtalaða flóa, voru engir hákarlar? „Við sluppum við hákarlana, það er mjög ólíklegt að þú rekist á hákarl þarna en öldugangurinn og straumurinn var mikill,“ segir Pétur Már. „Við vorum hræddari um að rekast á sæljónin, við höfum heyrt að það sé ekki skemmtilegt að rekast á þau. Hvítháfurinn hefur látið mjög lítið á sér bera á þessum slóðum,“ bætir Oddur við. Sjórinn var um fimmtán gráða heitur. Það voru þó einhverjir sem gáfust upp fljótlega og hættu keppni en allir Íslendingarnir kláruðu keppnina. Þeir Íslendingar sem tóku þátt eru allir vanir þríþrautarkeppendur. „Við þekktumst flest en það voru þó tveir sem ég hafði ekki hitt áður,“ segir Oddur. Hann og Pétur Már æfa þríþraut hjá Ægi þríþraut og segja mikinn uppgang vera í íþróttinni.Fólk á sundi í San Francisco-flóanum.Ýmislegt um Alcatraz-eyjuna Alcatraz-eyja liggur í San Francisco-flóa, um 2,5 kílómetra utan við strendur San Francisco-borgar og er oft nefnd The Rock. Eyjan er líklega þekktust fyrir að hafa hýst eitt alræmdasta fangelsi sögunnar, Alcatraz-fangelsið, en það var starfrækt frá árinu 1934 til ársins 1963. Fangelsið hýsti hættulegustu glæpamennina en Al Capone er líklega þekktasti glæpamaðurinn sem dvaldi þar. 36 fangar reyndu að strjúka af eyjunni í fjórtán tilraunum á þessum 29 árum.Clarence Anglin, John Anglin og Frank Morris eru þeir einu sem hafa aldrei fundist en þeir hurfu árið 1962 og hefur ekkert til þeirra spurst síðan þeir hurfu úr klefum sínum. Margir telja þó að þeir hafi drukknað í flóanum.John Paul Scott strauk einnig úr fangelsinu árið 1962 og er eini fanginn sem vitað er til að hafi synt til lands en hann var handsamaður í San Francisco skömmu síðar. Oddur hefur keppt víða um heim, meðal annars í Roth í Þýskalandi, Panama City í Flórída og synti þar í Mexíkóflóa. Hann fer svo til Kaupmannahafnar í ágúst að keppa. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira
„Þetta er auðvitað alltaf erfitt en líka mjög skemmtilegt,“ segir Oddur Kristjánsson þríþrautarkappi en hann tók þátt í þríþrautarkeppni sem kallast einfaldlega, Flóttinn frá Alcatraz og fer fram í San Francisco-flóa eins og gefur að skilja. Ásamt Oddi tóku átta Íslendingar þátt í keppninni og á meðal þeirra var Pétur Már Ómarsson. „Það fyrsta sem ég hugsaði eftir að ég kláraði þetta var að ég væri til í að gera þetta aftur,“ segir Pétur Már. Um er ræða mjög vinsæla þríþrautarkeppni en það er þó mikið happdrætti hvort fólk kemst að. „Fólk skráir sig á vefsíðu keppninnar, það var alveg slatti af Íslendingum sem skráði sig en við komumst bara átta að,“ bætir Pétur Már við, en keppnin fer fram einu sinni á ári í júní. Þátttakendurnir fyrir utan Odd Kristjánsson og Pétur Má Ómarsson voru þau Ármann Þorvaldsson, Ásgeir Ragnarsson, Magnús Ragnarsson, Ólöf Pétursdóttir, Ingi Helgason og Guðmundur Gíslason. Af Íslendingunum náði Oddur bestum árangri. „Ég var fyrstur af Íslendingunum og var sextándi í mínum aldursflokki þannig að ég er sáttur. Ég kem úr Iron Man-umhverfinu og hef keppt í Iron Man þrisvar sinnum og þar eru vegalengdirnar talsvert meiri,“ segir Oddur. „Ég held að þessi keppni sé á bucket-listanum hjá ansi mörgum þríþrautarköppum,“ bætir Pétur Már við.Hér er þríþrautarkappinn Oddur Kristjánsson í sólinni í San Francisco að lokinni keppni.mynd/einkasafnÍ hefðbundinni Iron Man-keppni er 3,8 kílómetra sund, hjólreiðar í 180 kílómetra og 42,4 kílómetra langt hlaup en í keppninni í San Francisco eru vegalengdirnar styttri eða 2,5 kílómetra langt sund í San Francisco-flóanum, 800 metra langt hlaup um svokallað skiptisvæði, hjólreiðar í 25 kílómetra og hlaup í 13 kílómetra. Eins og margir vita eru miklar og brattar brekkur eitt af einkennum San Francisco. Hvernig er að synda í þessum umtalaða flóa, voru engir hákarlar? „Við sluppum við hákarlana, það er mjög ólíklegt að þú rekist á hákarl þarna en öldugangurinn og straumurinn var mikill,“ segir Pétur Már. „Við vorum hræddari um að rekast á sæljónin, við höfum heyrt að það sé ekki skemmtilegt að rekast á þau. Hvítháfurinn hefur látið mjög lítið á sér bera á þessum slóðum,“ bætir Oddur við. Sjórinn var um fimmtán gráða heitur. Það voru þó einhverjir sem gáfust upp fljótlega og hættu keppni en allir Íslendingarnir kláruðu keppnina. Þeir Íslendingar sem tóku þátt eru allir vanir þríþrautarkeppendur. „Við þekktumst flest en það voru þó tveir sem ég hafði ekki hitt áður,“ segir Oddur. Hann og Pétur Már æfa þríþraut hjá Ægi þríþraut og segja mikinn uppgang vera í íþróttinni.Fólk á sundi í San Francisco-flóanum.Ýmislegt um Alcatraz-eyjuna Alcatraz-eyja liggur í San Francisco-flóa, um 2,5 kílómetra utan við strendur San Francisco-borgar og er oft nefnd The Rock. Eyjan er líklega þekktust fyrir að hafa hýst eitt alræmdasta fangelsi sögunnar, Alcatraz-fangelsið, en það var starfrækt frá árinu 1934 til ársins 1963. Fangelsið hýsti hættulegustu glæpamennina en Al Capone er líklega þekktasti glæpamaðurinn sem dvaldi þar. 36 fangar reyndu að strjúka af eyjunni í fjórtán tilraunum á þessum 29 árum.Clarence Anglin, John Anglin og Frank Morris eru þeir einu sem hafa aldrei fundist en þeir hurfu árið 1962 og hefur ekkert til þeirra spurst síðan þeir hurfu úr klefum sínum. Margir telja þó að þeir hafi drukknað í flóanum.John Paul Scott strauk einnig úr fangelsinu árið 1962 og er eini fanginn sem vitað er til að hafi synt til lands en hann var handsamaður í San Francisco skömmu síðar. Oddur hefur keppt víða um heim, meðal annars í Roth í Þýskalandi, Panama City í Flórída og synti þar í Mexíkóflóa. Hann fer svo til Kaupmannahafnar í ágúst að keppa.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira